Framtíðarsýn í miðborg Hjálmar Sveinsson skrifar 26. október 2018 08:00 Það er áhugavert að horfa vestur Tryggvagötu þessa haustdaga í borginni og virða fyrir sér hvernig nýju húsaröðina, sem risin er við Hafnartorg, ber við Tollhúsið með fallegu mósaíkmyndinni hennar Gerðar Helgadóttur. Ekki sakar að heil röð af reynitrjám hefur skotið rótum meðfram nýbyggingunum. Þarna er komin skýr heild, gyllt og bronslituð með opnum jarðhæðum, þar sem áður var grá bílastæðaauðn. Á vinstri hönd opnast ein elsta gata borgarinnar, Hafnarstræti, með nýrri hellulögn, götutrjám og endurbyggðu Thomsenhúsi og Rammagerðarhúsi. Hið gamla fléttast saman við hið nýja. Norðan og sunnan Geirsgötu eru að rísa 150 íbúðir. Þær bætast við 250 íbúðir sem eru langt komnar í smíðum uppi á Hverfisgötu. Aðeins vestar á Tryggvagötu er að verða til nýtt Bæjartorg með Bæjarins Beztu. Gamla steinbryggjan sem lá frá Pósthússtræti niður í höfn verður hluti torgsins. Enn vestar, á mótum Tryggvagötu og Geirsgötu, hefur gamla Fiskhöllin með sinn fallega turn verið endurbyggð. Einnig Exeterhúsið. Þar er líka að verða til torg fyrir fólk þar sem áður voru bílastæði. Langt er síðan umræðan um endurreisn miðborgarinnar hófst. Hún spratt upp fyrir 20 árum og var viðbragð við Kringlunni, sem hjó stór skörð í miðborgarverslunina. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lét málefni miðborgarinnar mjög til sín taka og efndi til hugmyndasamkeppni árið 2002 um skipulag tónlistarhúss, hótels, ráðstefnumiðstöðvar og tengdra bygginga við austurhöfnina. Hún hafði framtíðarsýn. Á þessu svæði er nú að verða til verslunarkjarni. Fataverslunin H&M var opnuð á tveimur hæðum á Hafnartorgi um daginn. Fleiri innlendar og alþjóðlegar verslanir verða opnaðar næsta vor. Það eru líka fréttir að Fréttablaðið er að flytja á Hafnartorg. Á niðurlægingartímabili miðborgarinnar frá 1970 til 2000 fluttu allir fjölmiðlar burt úr miðborginni. Og ekki bara þeir, heldur líka verslanir, heildsölufyrirtæki, tryggingafyrirtæki, bankar, Eimskip, Leikfélag Reykjavíkur, Ríkisútvarpið. Skipulagt miðflóttaafl þeytti þessu öllu inn í Múla, Skeifu, Sundahöfn og í Kringlumýrina. Nú er þetta að snúast við. Endurreisn gamalla húsa, bygging nýrra og mikið mannlíf ber því vitni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að horfa vestur Tryggvagötu þessa haustdaga í borginni og virða fyrir sér hvernig nýju húsaröðina, sem risin er við Hafnartorg, ber við Tollhúsið með fallegu mósaíkmyndinni hennar Gerðar Helgadóttur. Ekki sakar að heil röð af reynitrjám hefur skotið rótum meðfram nýbyggingunum. Þarna er komin skýr heild, gyllt og bronslituð með opnum jarðhæðum, þar sem áður var grá bílastæðaauðn. Á vinstri hönd opnast ein elsta gata borgarinnar, Hafnarstræti, með nýrri hellulögn, götutrjám og endurbyggðu Thomsenhúsi og Rammagerðarhúsi. Hið gamla fléttast saman við hið nýja. Norðan og sunnan Geirsgötu eru að rísa 150 íbúðir. Þær bætast við 250 íbúðir sem eru langt komnar í smíðum uppi á Hverfisgötu. Aðeins vestar á Tryggvagötu er að verða til nýtt Bæjartorg með Bæjarins Beztu. Gamla steinbryggjan sem lá frá Pósthússtræti niður í höfn verður hluti torgsins. Enn vestar, á mótum Tryggvagötu og Geirsgötu, hefur gamla Fiskhöllin með sinn fallega turn verið endurbyggð. Einnig Exeterhúsið. Þar er líka að verða til torg fyrir fólk þar sem áður voru bílastæði. Langt er síðan umræðan um endurreisn miðborgarinnar hófst. Hún spratt upp fyrir 20 árum og var viðbragð við Kringlunni, sem hjó stór skörð í miðborgarverslunina. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lét málefni miðborgarinnar mjög til sín taka og efndi til hugmyndasamkeppni árið 2002 um skipulag tónlistarhúss, hótels, ráðstefnumiðstöðvar og tengdra bygginga við austurhöfnina. Hún hafði framtíðarsýn. Á þessu svæði er nú að verða til verslunarkjarni. Fataverslunin H&M var opnuð á tveimur hæðum á Hafnartorgi um daginn. Fleiri innlendar og alþjóðlegar verslanir verða opnaðar næsta vor. Það eru líka fréttir að Fréttablaðið er að flytja á Hafnartorg. Á niðurlægingartímabili miðborgarinnar frá 1970 til 2000 fluttu allir fjölmiðlar burt úr miðborginni. Og ekki bara þeir, heldur líka verslanir, heildsölufyrirtæki, tryggingafyrirtæki, bankar, Eimskip, Leikfélag Reykjavíkur, Ríkisútvarpið. Skipulagt miðflóttaafl þeytti þessu öllu inn í Múla, Skeifu, Sundahöfn og í Kringlumýrina. Nú er þetta að snúast við. Endurreisn gamalla húsa, bygging nýrra og mikið mannlíf ber því vitni.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun