Framtíðarsýn í miðborg Hjálmar Sveinsson skrifar 26. október 2018 08:00 Það er áhugavert að horfa vestur Tryggvagötu þessa haustdaga í borginni og virða fyrir sér hvernig nýju húsaröðina, sem risin er við Hafnartorg, ber við Tollhúsið með fallegu mósaíkmyndinni hennar Gerðar Helgadóttur. Ekki sakar að heil röð af reynitrjám hefur skotið rótum meðfram nýbyggingunum. Þarna er komin skýr heild, gyllt og bronslituð með opnum jarðhæðum, þar sem áður var grá bílastæðaauðn. Á vinstri hönd opnast ein elsta gata borgarinnar, Hafnarstræti, með nýrri hellulögn, götutrjám og endurbyggðu Thomsenhúsi og Rammagerðarhúsi. Hið gamla fléttast saman við hið nýja. Norðan og sunnan Geirsgötu eru að rísa 150 íbúðir. Þær bætast við 250 íbúðir sem eru langt komnar í smíðum uppi á Hverfisgötu. Aðeins vestar á Tryggvagötu er að verða til nýtt Bæjartorg með Bæjarins Beztu. Gamla steinbryggjan sem lá frá Pósthússtræti niður í höfn verður hluti torgsins. Enn vestar, á mótum Tryggvagötu og Geirsgötu, hefur gamla Fiskhöllin með sinn fallega turn verið endurbyggð. Einnig Exeterhúsið. Þar er líka að verða til torg fyrir fólk þar sem áður voru bílastæði. Langt er síðan umræðan um endurreisn miðborgarinnar hófst. Hún spratt upp fyrir 20 árum og var viðbragð við Kringlunni, sem hjó stór skörð í miðborgarverslunina. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lét málefni miðborgarinnar mjög til sín taka og efndi til hugmyndasamkeppni árið 2002 um skipulag tónlistarhúss, hótels, ráðstefnumiðstöðvar og tengdra bygginga við austurhöfnina. Hún hafði framtíðarsýn. Á þessu svæði er nú að verða til verslunarkjarni. Fataverslunin H&M var opnuð á tveimur hæðum á Hafnartorgi um daginn. Fleiri innlendar og alþjóðlegar verslanir verða opnaðar næsta vor. Það eru líka fréttir að Fréttablaðið er að flytja á Hafnartorg. Á niðurlægingartímabili miðborgarinnar frá 1970 til 2000 fluttu allir fjölmiðlar burt úr miðborginni. Og ekki bara þeir, heldur líka verslanir, heildsölufyrirtæki, tryggingafyrirtæki, bankar, Eimskip, Leikfélag Reykjavíkur, Ríkisútvarpið. Skipulagt miðflóttaafl þeytti þessu öllu inn í Múla, Skeifu, Sundahöfn og í Kringlumýrina. Nú er þetta að snúast við. Endurreisn gamalla húsa, bygging nýrra og mikið mannlíf ber því vitni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að horfa vestur Tryggvagötu þessa haustdaga í borginni og virða fyrir sér hvernig nýju húsaröðina, sem risin er við Hafnartorg, ber við Tollhúsið með fallegu mósaíkmyndinni hennar Gerðar Helgadóttur. Ekki sakar að heil röð af reynitrjám hefur skotið rótum meðfram nýbyggingunum. Þarna er komin skýr heild, gyllt og bronslituð með opnum jarðhæðum, þar sem áður var grá bílastæðaauðn. Á vinstri hönd opnast ein elsta gata borgarinnar, Hafnarstræti, með nýrri hellulögn, götutrjám og endurbyggðu Thomsenhúsi og Rammagerðarhúsi. Hið gamla fléttast saman við hið nýja. Norðan og sunnan Geirsgötu eru að rísa 150 íbúðir. Þær bætast við 250 íbúðir sem eru langt komnar í smíðum uppi á Hverfisgötu. Aðeins vestar á Tryggvagötu er að verða til nýtt Bæjartorg með Bæjarins Beztu. Gamla steinbryggjan sem lá frá Pósthússtræti niður í höfn verður hluti torgsins. Enn vestar, á mótum Tryggvagötu og Geirsgötu, hefur gamla Fiskhöllin með sinn fallega turn verið endurbyggð. Einnig Exeterhúsið. Þar er líka að verða til torg fyrir fólk þar sem áður voru bílastæði. Langt er síðan umræðan um endurreisn miðborgarinnar hófst. Hún spratt upp fyrir 20 árum og var viðbragð við Kringlunni, sem hjó stór skörð í miðborgarverslunina. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lét málefni miðborgarinnar mjög til sín taka og efndi til hugmyndasamkeppni árið 2002 um skipulag tónlistarhúss, hótels, ráðstefnumiðstöðvar og tengdra bygginga við austurhöfnina. Hún hafði framtíðarsýn. Á þessu svæði er nú að verða til verslunarkjarni. Fataverslunin H&M var opnuð á tveimur hæðum á Hafnartorgi um daginn. Fleiri innlendar og alþjóðlegar verslanir verða opnaðar næsta vor. Það eru líka fréttir að Fréttablaðið er að flytja á Hafnartorg. Á niðurlægingartímabili miðborgarinnar frá 1970 til 2000 fluttu allir fjölmiðlar burt úr miðborginni. Og ekki bara þeir, heldur líka verslanir, heildsölufyrirtæki, tryggingafyrirtæki, bankar, Eimskip, Leikfélag Reykjavíkur, Ríkisútvarpið. Skipulagt miðflóttaafl þeytti þessu öllu inn í Múla, Skeifu, Sundahöfn og í Kringlumýrina. Nú er þetta að snúast við. Endurreisn gamalla húsa, bygging nýrra og mikið mannlíf ber því vitni.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun