Hagsmunir neytenda, allra hagur Guðjón Sigurbjartsson skrifar 26. október 2018 10:10 Í góðu samfélagi hefur almenningur það gott, líka í samanburði við önnur samfélög. Hér hjá okkur hefur allt of stóri hópur hefur það skítt og sumir því miður ömurlegt. Þar á meðal eru lífeyrisþegar, láglaunaðir og um 6.000 börn. Þetta þarf ekki að vera svona og á ekki að vera svona. Það þarf að stórbæta hag almennings, sérstaklega þeirra sem verst eru settir.Almannahagur vs. sérhagsmunir Það kann að vera arfur frá þeirri tíð þegar lífsbaráttan var harðari, að sérhagsmunir framleiðenda og fleiri eru oft teknir fram yfir almannahag jafnvel þó það komi niður á lífskjörum, sem er stóralvarlegt gagnvart fátækum. Sem betur fer er matarskortur ekki lengur vandamál og feðraveldið á undanhaldi, ef út í það er farið. Löngu tímabært er að láta hag neytenda og almennings hafa forgang á sérhagsmuni þó auðvitað þurfi að gæta að undirstöðunni, atvinnuvegunum.Við getum auðveldlega bætt lífskjör Við samanburð á lífskjörum neytenda hér og í nágrannalöndunum er tvennt sem sker mest í augun. (1) Matvara er hér mjög dýr og (2) vextir eru mjög háir. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem skuldar í húsnæði lætur nærri að útgjöld í mat og vexti séu um 150.000kr. hærri á mánuði en í nágrannalöndunum. Til að greiða þennan mun þarf að hafa um 300.000kr. tekjur á mánuði. Ef greiða ætti hærri laun en gert er í nágrannalöndunum til að bæta upp hærri framfærslukostnað þyrfti þjóðarframleiðsla á mann að vera hærri og framlegð betri en hjá þeim. En hún er því miður um 20% lægri eins og ekki útlit fyrir að við förum fram úr þeim í fyrirsjáanlegri framtíð. Vonandi nálgumst við þau að þessu leyti á næstu árum en til þess þurfum við að hafa okkur öll við, enda keppast aðrir við að auka sína þjóðarframleiðslu til að bæta lífskjör hjá sér. En það er ekki einu sinni nóg að hafa góðar tekjur, það þarf líka að fara vel með. Evrópulöndin hafa fyrir löngu fellt niður matartolla og opnað matvælamarkað sín á milli. Svo hafa þau komið sér upp sameiginlegum gjaldmiðli sem hjálpar þeim í lífskjarabaráttunni. Evran færir með sér auðveldari viðskipti, minni viðskiptakostnað, stöðugleika, meiri samkeppni á fjármagnsmarkaði og lægri vextir. Evran myndi því hjálpa okkur að bæta lífskjörin til jafns við betur settu Evrópuþjóðirnar. Þörfin fyrir krónuna, sem hægt er að fella ef illa gengur, er ýkt af sérhagsmunaaðilum með hræðsluáróðri. En það tekur tíma að fá Evruna. Þangað til þurfum við virka samkeppni á fjármálamarkaði til að lækka vexti.Neytendur eiga leik Neytendasamtökin (NS) styðja lækkun matartolla og vaxta en sérhagsmunaöflin hafa hingað til haft betur í sinni hagsmunagæslu. Það þarf að stórefla NS til að sjónarmið okkar heyrist hátt og skýrt. Það má gera með ýmsum ráðum enda vaxandi skilningur á mikilvægi málsins. Landsþing NS verður laugardaginn 27. október n.k. þar sem kosin verður ný forysta og félagsformið uppfært. Margir eru í framboði meðal annars sá er þetta ritar. Fjöldi frambjóðenda sýnir aukinn áhuga á samtökunum. Þú ættir að og taka þátt í starfinu, sjá ns.is. Áfram neytendur!Tilvísanir:www.ns.ishttps://gudjonsigurbjarts.wordpress.com/neytendur/Höfundur er viðskiptafræðingur í framboði til formennsku í Neytendasamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í góðu samfélagi hefur almenningur það gott, líka í samanburði við önnur samfélög. Hér hjá okkur hefur allt of stóri hópur hefur það skítt og sumir því miður ömurlegt. Þar á meðal eru lífeyrisþegar, láglaunaðir og um 6.000 börn. Þetta þarf ekki að vera svona og á ekki að vera svona. Það þarf að stórbæta hag almennings, sérstaklega þeirra sem verst eru settir.Almannahagur vs. sérhagsmunir Það kann að vera arfur frá þeirri tíð þegar lífsbaráttan var harðari, að sérhagsmunir framleiðenda og fleiri eru oft teknir fram yfir almannahag jafnvel þó það komi niður á lífskjörum, sem er stóralvarlegt gagnvart fátækum. Sem betur fer er matarskortur ekki lengur vandamál og feðraveldið á undanhaldi, ef út í það er farið. Löngu tímabært er að láta hag neytenda og almennings hafa forgang á sérhagsmuni þó auðvitað þurfi að gæta að undirstöðunni, atvinnuvegunum.Við getum auðveldlega bætt lífskjör Við samanburð á lífskjörum neytenda hér og í nágrannalöndunum er tvennt sem sker mest í augun. (1) Matvara er hér mjög dýr og (2) vextir eru mjög háir. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem skuldar í húsnæði lætur nærri að útgjöld í mat og vexti séu um 150.000kr. hærri á mánuði en í nágrannalöndunum. Til að greiða þennan mun þarf að hafa um 300.000kr. tekjur á mánuði. Ef greiða ætti hærri laun en gert er í nágrannalöndunum til að bæta upp hærri framfærslukostnað þyrfti þjóðarframleiðsla á mann að vera hærri og framlegð betri en hjá þeim. En hún er því miður um 20% lægri eins og ekki útlit fyrir að við förum fram úr þeim í fyrirsjáanlegri framtíð. Vonandi nálgumst við þau að þessu leyti á næstu árum en til þess þurfum við að hafa okkur öll við, enda keppast aðrir við að auka sína þjóðarframleiðslu til að bæta lífskjör hjá sér. En það er ekki einu sinni nóg að hafa góðar tekjur, það þarf líka að fara vel með. Evrópulöndin hafa fyrir löngu fellt niður matartolla og opnað matvælamarkað sín á milli. Svo hafa þau komið sér upp sameiginlegum gjaldmiðli sem hjálpar þeim í lífskjarabaráttunni. Evran færir með sér auðveldari viðskipti, minni viðskiptakostnað, stöðugleika, meiri samkeppni á fjármagnsmarkaði og lægri vextir. Evran myndi því hjálpa okkur að bæta lífskjörin til jafns við betur settu Evrópuþjóðirnar. Þörfin fyrir krónuna, sem hægt er að fella ef illa gengur, er ýkt af sérhagsmunaaðilum með hræðsluáróðri. En það tekur tíma að fá Evruna. Þangað til þurfum við virka samkeppni á fjármálamarkaði til að lækka vexti.Neytendur eiga leik Neytendasamtökin (NS) styðja lækkun matartolla og vaxta en sérhagsmunaöflin hafa hingað til haft betur í sinni hagsmunagæslu. Það þarf að stórefla NS til að sjónarmið okkar heyrist hátt og skýrt. Það má gera með ýmsum ráðum enda vaxandi skilningur á mikilvægi málsins. Landsþing NS verður laugardaginn 27. október n.k. þar sem kosin verður ný forysta og félagsformið uppfært. Margir eru í framboði meðal annars sá er þetta ritar. Fjöldi frambjóðenda sýnir aukinn áhuga á samtökunum. Þú ættir að og taka þátt í starfinu, sjá ns.is. Áfram neytendur!Tilvísanir:www.ns.ishttps://gudjonsigurbjarts.wordpress.com/neytendur/Höfundur er viðskiptafræðingur í framboði til formennsku í Neytendasamtökunum.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun