Erlent

Serbar gagnrýndir fyrir bókaútgáfu

Andri Eysteinsson skrifar
Pavkovic (vinstri), Lazarevic (hægri), eru hershöfðingjarnir sem um ræðir. Báðir eru þeir dæmdir stríðsglæpamenn.
Pavkovic (vinstri), Lazarevic (hægri), eru hershöfðingjarnir sem um ræðir. Báðir eru þeir dæmdir stríðsglæpamenn. EPA/ Sasa Stankovic
Mannréttindasamtök gagnrýna útgáfu serbneska varnarmálaráðuneytisins á bókum stríðsglæpamanna og segja hana jafngilda opinberum stuðningi við gjörðir mannanna. AP greinir frá.



Mannréttindasamtökin YIHR, sem starfa í Balkanskagalöndunum: Serbíu, Kósóvó, Svartfjallalandi, Króatíu og Bosníu og Hersegóvínu, gagnrýna harðlega ákvörðun serbneskra stjórnvalda um að gefa út og kynna bækur fyrrum hershöfðingja í her Júgóslavíu.

Hershöfðingjarnir tveir, Nebojsa Pavkovic og Vladimir Lazarevic, hafa báðir verið dæmdir fyrir stríðsglæpi sína í Haag í kjölfar Kósóvó stríðsins.

Pavkovic hlaut 22 ára dóm en Lazarevic hefur nýverið verið sleppt úr haldi eftir að hafa setið inni í 14 ár.

Varnarmálaráðuneytið hefur gefið út minningabækur hershöfðingjanna frá stríðstímum og munu kynna þær á bókahátíðinni í Belgrad, höfuðborgar Serbíu í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×