Innlent

Líkfundur í Hafnarfirði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Viðbragðsaðilar að störfum við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Viðbragðsaðilar að störfum við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Vísir/Arnar
Karlmaður fannst látinn í tjörn við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarkirkju á Strandgötu um hádegisbil í dag. Þetta staðfestir Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Ekki var hægt að veita upplýsingar um dánarorsök mannsins eða greina nánar frá tildrögum málsins að svo stöddu. Ekki er þó talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Fjölmennt lið lögreglu og annarra viðbragðsaðila var sent út þegar tilkynnt var um líkfundinn en aðgerðum er að mestu lokið á vettvangi, að sögn tökumanns Stöðvar 2 sem er á staðnum. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var einn sjúkrabíll sendur til aðstoðar lögreglu.

Þá var nokkuð stórt svæði í kringum tónlistarskólann og kirkjuna girt af og var almenningi meinaður aðgangur að staðnum.

Að sögn RÚV var maðurinn sem lést var á sextugsaldri.

Frá vettvangi.Vísir/Arnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×