Viðskipti innlent

Breki nýr formaður Neytendasamakanna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Breki Karlsson.
Breki Karlsson. visir/vilhelm
Breki Karlsson er nýr formaður Neytendasamtakanna en tilkynnt var um úrslit formanns- og stjórnarkosninga á þingi samtakanna laust eftir klukkan 13 í dag.

Fjórir voru í framboði og hlaut Breki 228 atkvæði af 439, eða 53 prósent atkvæða. Atkvæði annarra formannsframbjóðenda skiptust svo: Ásthildur Lóa Þórsdóttir hlaut 80 atkvæði eða 19 prósent, Guðjón Sigurbjartsson hlaut 29 atkvæði eða 7 prósent og Unnur Rán Reynisdóttir hlaut 88 eða 21 prósent.

Breki hefur undanfarin ár unnið að neyt­enda­mál­um sem for­stöðumaður Stofn­un­ar um fjár­mála­læsi.

Neytendasamtökin höfðu verið án formanns frá því Ólafur Arnarson sagði af sér formennsku 10. júlí í fyrra eftir stutta og stormasama formannstíð.


Tengdar fréttir

Ásthildur Lóa vill leiða Neytendasamtökin

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram í embætti formanns Neytendasamtakanna.

Jakob dregur framboð sitt til baka

Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, hefur dregið framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka.

Sex vilja setjast í formannsstól

Sex gefa kost á sér í formannskjöri hjá Neytendasamtökunum. Framboðsfrestur rann út á miðnætti í gær. Ný forysta verður kosin á þingi samtakanna í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×