Ásmundur horfir til Finnlands í húsnæðismálum Kristín Ólafsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 28. október 2018 14:03 Ásmundur Einar Daðason. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra boðar stóraukið átak í húsnæðismálum til að koma til móts við verkalýðshreyfingarinnar vegna komandi kjarasamninga. Koma á samvinnu milli ríkis og sveitarfélaga til að fjölga íbúðum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, var gestur Sprengisands í morgun. Hann sagði þar að vinna sé hafin við að koma af stað þjóðarátaki í húsnæðismálum. Hann hefur fundað með nokkrum sveitarfélögum og óskað eftir samstarfi. „Það þarf miklu meira framboð af lóðum. Ekki bara hér í Reykjavík heldur á stórhöfuðborgarsvæðinu, og þá tala ég um einhvern 70 til 80 kílómetra radíus við Reykjavík. Þetta er allt orðið eitt atvinnusvæði og þarna erum við byrjuð að hefja samtal við sveitarfélögin á þessu svæði, um að menn geti náð saman um það, að gera einhvers konar samning um að við tryggjum ákveðið lóðaframboð með ákveðnum skilyrðum og ríkisvaldið komi að því, þannig að á næstu árum takist okkur að stuðla að nægu framboði.“ Í Finnlandi var þjóðarátaki komið af stað í þessum málum og hefur Ásmundur viljað fara svipaðar leiðir. „Ég var úti í Finnlandi m.a. til að kynna mér það hvernig þeim hefur tekist að halda niðri fasteignaverði. Þeir gerðu það með því að ríkisvaldið hafði frumkvæði að því að kalla til sín öll sveitarfélög og alla helstu hagsmunaaðila, leigufélög og svo framvegis. Það var gerður samningur á milli allra sveitarfélaga á stór-Helsinkisvæðinu við ríkisvaldið.“ Í kjölfar fundarins hóf Ásmundur samstarf við Finna. Hann segir nauðsynlegt að ná sáttum í þessum málum því algengt sé að ríki og sveitarfélög bendi hvort á annað varðandi ábyrgðina. „Næstu tíu, fimmtán árin þarf að byggja jafnmikið og er byggt á þessu ári, 2000-2500 nýjar íbúðir. Við erum ekki að tryggja nægilegar lóðir sem samfélag, og þá er ég að tala um allt stór-Reykjavíkursvæðið til þess að geta gert slíkt. Þannig að hugsun mín er sú að kalla alla þarna að borðinu. Nú hef ég ábyrgð á málaflokknum húsnæðismál, og við erum að styrkja inni í ráðuneytinu, en lóðirnar eru hjá sveitarfélögunum, og það er lykilatriði ef við getum kallað alla þessa aðila að borðinu og sagt: Heyrðu, eru menn ekki tilbúnir í þennan leiðangur.“ Húsnæðismál Stj.mál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Félagsmálaráðherra boðar stóraukið átak í húsnæðismálum til að koma til móts við verkalýðshreyfingarinnar vegna komandi kjarasamninga. Koma á samvinnu milli ríkis og sveitarfélaga til að fjölga íbúðum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, var gestur Sprengisands í morgun. Hann sagði þar að vinna sé hafin við að koma af stað þjóðarátaki í húsnæðismálum. Hann hefur fundað með nokkrum sveitarfélögum og óskað eftir samstarfi. „Það þarf miklu meira framboð af lóðum. Ekki bara hér í Reykjavík heldur á stórhöfuðborgarsvæðinu, og þá tala ég um einhvern 70 til 80 kílómetra radíus við Reykjavík. Þetta er allt orðið eitt atvinnusvæði og þarna erum við byrjuð að hefja samtal við sveitarfélögin á þessu svæði, um að menn geti náð saman um það, að gera einhvers konar samning um að við tryggjum ákveðið lóðaframboð með ákveðnum skilyrðum og ríkisvaldið komi að því, þannig að á næstu árum takist okkur að stuðla að nægu framboði.“ Í Finnlandi var þjóðarátaki komið af stað í þessum málum og hefur Ásmundur viljað fara svipaðar leiðir. „Ég var úti í Finnlandi m.a. til að kynna mér það hvernig þeim hefur tekist að halda niðri fasteignaverði. Þeir gerðu það með því að ríkisvaldið hafði frumkvæði að því að kalla til sín öll sveitarfélög og alla helstu hagsmunaaðila, leigufélög og svo framvegis. Það var gerður samningur á milli allra sveitarfélaga á stór-Helsinkisvæðinu við ríkisvaldið.“ Í kjölfar fundarins hóf Ásmundur samstarf við Finna. Hann segir nauðsynlegt að ná sáttum í þessum málum því algengt sé að ríki og sveitarfélög bendi hvort á annað varðandi ábyrgðina. „Næstu tíu, fimmtán árin þarf að byggja jafnmikið og er byggt á þessu ári, 2000-2500 nýjar íbúðir. Við erum ekki að tryggja nægilegar lóðir sem samfélag, og þá er ég að tala um allt stór-Reykjavíkursvæðið til þess að geta gert slíkt. Þannig að hugsun mín er sú að kalla alla þarna að borðinu. Nú hef ég ábyrgð á málaflokknum húsnæðismál, og við erum að styrkja inni í ráðuneytinu, en lóðirnar eru hjá sveitarfélögunum, og það er lykilatriði ef við getum kallað alla þessa aðila að borðinu og sagt: Heyrðu, eru menn ekki tilbúnir í þennan leiðangur.“
Húsnæðismál Stj.mál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira