Slagurinn á McDonald's Guðmundur Steingrímsson skrifar 29. október 2018 07:00 Eitthvað það rosalegasta sem ég hef orðið vitni að á ævinni eru slagsmál dragdrottninga og nýnasista á McDonald’s í Covent Garden í London um miðja nótt einhvern tímann í kringum árið 2000. Vinahópurinn fór oft út að skemmta sér á næturklúbbi fyrir samkynhneigða þarna í hverfinu. Hann hét Heaven. Einn af okkur var ljósamaður þar. Við fengum því ókeypis inn og framfyrir í röð, sem þóttu mikil gæði á námsárum. Kynhneigð var aukaatriði. Eina laugardagsnóttina eftir gott skrall vorum við stödd nokkur úti á götu fyrir framan þennan McDonald’s stað og allt í einu gerðist þetta. Staðurinn sprakk. Allt logaði í slagsmálum. Um það bil tíu dragdrottningum af Heaven lenti saman við álíka marga svartklædda og krúnurakaða nýnasista í tryllingslegum hópslagsmálum. Stólar og borð flugu. Hnefar voru á lofti. Gestir hlupu út í offorsi. Starfsmenn þutu um ráðalausir. Löggubíla dreif að. Ein mynd er mér svo í fersku minni frá þessum atburði — þaðan sem ég horfði agndofa hinum megin við götuna, inn um gluggann — að hún er eins og málverk í huganum. Stór og sterklegur klæðskiptingur með síða svarta hárkollu, í glimmertoppi, stuttu þröngu pilsi og háum leðurstígvélum stendur uppi á borði og sveiflar stól í áttina að hópi nýnasista sem nálgast hann eins og hoppandi púkar. Hann stóð þarna eins og leiðtogi hins frjálslynda heims, studdur hópi klæðskiptinga fyrir aftan sig. Karlar í pilsum, háum hælum, sokkum, sokkaböndum, í brjóstahöldurum og stífmálaðir í framan stóðu þarna í fylkingu eins og framvarðasveit mannréttinda og umburðarlyndis, gegn hatri. Nasistarnir allir svartklæddir. Allir krúnurakaðir. Allir eins. Hvað aflsmuni varðaði virtist þetta jafn slagur. Ég verð þó að viðurkenna að það hefur ætíð verið mér uppörvandi og á einhvern hátt ánægjuleg staðreynd að klæðskiptingarnir gáfu nákvæmlega ekkert eftir. Ekki tommu. Nasistarnir fengu að finna fyrir því. Enginn meiddist alvarlega. Lögreglan náði að skakka leikinn. Allt í einu, jafn skyndilega og allt þetta hófst, færðist ró yfir svæðið. Margir voru eftir sig. Einn gestur á staðnum, hvorki klæðskiptingur né nasisti, sagði okkur hvernig þetta hafði byrjað. Eftir taumlausan hatursorðaflaum frá nýnasistum, móðganir og ögranir, sprungu drottningarnar og svöruðu fyrir sig. Framhaldið sáum við.Hin eilífa orrusta Þessi atburður hefur ætíð fylgt mér í huganum, vaxið þar og dafnað. Smám saman hefur það orðið mér ljóst að þarna varð ég vitni að smárri en kristaltærri útgáfu af nákvæmlega þeirri orrustu sem alltaf virðist eiga sér stað í heiminum, aftur og aftur. Sífellt og endalaust. Þetta er baráttan sem ætíð þarf að heyja, virðist vera, fyrir mannréttindum, frelsi, umburðarlyndi og víðsýni. Fyrir því að fólk fái að vera það sem það er, óáreitt. Þetta er stríðið gegn hatrinu, forræðishyggjunni, fordómunum og kúguninni. Skrifaði ekki hinn merki sagnfræðingur Eric Hobsbawm einmitt þykka bók — Age of Extremes — um það hvernig seinni heimsstyrjöldin var háð um þessi gildi? Frelsið gegn fordómunum. Lýðræðið gegn einræðinu. Klæðskiptingar gegn nasistum. Og mikið rosalega munaði litlu að hatrið ynni. Það getur ennþá unnið.Fánýt stríð Hér á Íslandi finnst mér sífellt eitthvert fólk reyna að espa alls konar hópa upp í stríð og skæting gegn hver öðrum. Konur gegn körlum. Verkalýður gegn auðvaldi. Vinstri menn gegn hægri mönnum. Ég verð oft ringlaður á þessu. Ég finn mig engan veginn í þessum dilkadráttum. Mér finnst Ísland vera fámenn eyja þar sem er jú fullt af viðfangsefnum. Alls konar úrlausnarefni. Það þarf að gæta að jöfnuði. Það þarf að passa að hér ríki jafnrétti kynja. Við viljum ekki fávitaskap. Við þurfum að tala betur saman. Leita lausna. Mér finnst þetta eiginlega svo borðleggjandi að ég nenni ekki að rífast um það. Aðeins ein barátta milli hópa og lífsgilda þeirra finnst mér vera raunveruleg. Hún á sér stað í heiminum öllum. Ég er óendanlega stoltur af því að Ísland tilheyrir hópi ríkja þar sem mannréttindi eru í hávegum höfð og frjálslyndi ríkir. Fólk getur verið það sjálft. En þetta er ekki alls staðar svona. Og blikur eru á lofti. Talsmenn haturs og fordóma eru að ná fótfestu víða. Þegar þetta er skrifað standa forsetakosningar yfir í Brasilíu. Hatursáróður Bolsonaro, hommafóbía hans og kvenfyrirlitning hefur hlotið rífandi hljómgrunn. Í Bandaríkjunum eys Trump hinu sama yfir land og lýð. Víða í Evrópu — meira að segja á Norðurlöndum — skýtur kynþáttahyggja aftur rótum. Því segi ég þetta: Í rifrildum á Facebook hér á Íslandi um alls kyns fánýta hluti ætla ég ekki að taka þátt. En bærist mér hins vegar herkvaðning frá klæðskiptingum til orrustu gegn nasistum skyldi ég keikur smella mér í pils og leðurstígvél og storma inn á vígvöllinn stífmálaður í framan í nafni mannréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Skoðun Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitthvað það rosalegasta sem ég hef orðið vitni að á ævinni eru slagsmál dragdrottninga og nýnasista á McDonald’s í Covent Garden í London um miðja nótt einhvern tímann í kringum árið 2000. Vinahópurinn fór oft út að skemmta sér á næturklúbbi fyrir samkynhneigða þarna í hverfinu. Hann hét Heaven. Einn af okkur var ljósamaður þar. Við fengum því ókeypis inn og framfyrir í röð, sem þóttu mikil gæði á námsárum. Kynhneigð var aukaatriði. Eina laugardagsnóttina eftir gott skrall vorum við stödd nokkur úti á götu fyrir framan þennan McDonald’s stað og allt í einu gerðist þetta. Staðurinn sprakk. Allt logaði í slagsmálum. Um það bil tíu dragdrottningum af Heaven lenti saman við álíka marga svartklædda og krúnurakaða nýnasista í tryllingslegum hópslagsmálum. Stólar og borð flugu. Hnefar voru á lofti. Gestir hlupu út í offorsi. Starfsmenn þutu um ráðalausir. Löggubíla dreif að. Ein mynd er mér svo í fersku minni frá þessum atburði — þaðan sem ég horfði agndofa hinum megin við götuna, inn um gluggann — að hún er eins og málverk í huganum. Stór og sterklegur klæðskiptingur með síða svarta hárkollu, í glimmertoppi, stuttu þröngu pilsi og háum leðurstígvélum stendur uppi á borði og sveiflar stól í áttina að hópi nýnasista sem nálgast hann eins og hoppandi púkar. Hann stóð þarna eins og leiðtogi hins frjálslynda heims, studdur hópi klæðskiptinga fyrir aftan sig. Karlar í pilsum, háum hælum, sokkum, sokkaböndum, í brjóstahöldurum og stífmálaðir í framan stóðu þarna í fylkingu eins og framvarðasveit mannréttinda og umburðarlyndis, gegn hatri. Nasistarnir allir svartklæddir. Allir krúnurakaðir. Allir eins. Hvað aflsmuni varðaði virtist þetta jafn slagur. Ég verð þó að viðurkenna að það hefur ætíð verið mér uppörvandi og á einhvern hátt ánægjuleg staðreynd að klæðskiptingarnir gáfu nákvæmlega ekkert eftir. Ekki tommu. Nasistarnir fengu að finna fyrir því. Enginn meiddist alvarlega. Lögreglan náði að skakka leikinn. Allt í einu, jafn skyndilega og allt þetta hófst, færðist ró yfir svæðið. Margir voru eftir sig. Einn gestur á staðnum, hvorki klæðskiptingur né nasisti, sagði okkur hvernig þetta hafði byrjað. Eftir taumlausan hatursorðaflaum frá nýnasistum, móðganir og ögranir, sprungu drottningarnar og svöruðu fyrir sig. Framhaldið sáum við.Hin eilífa orrusta Þessi atburður hefur ætíð fylgt mér í huganum, vaxið þar og dafnað. Smám saman hefur það orðið mér ljóst að þarna varð ég vitni að smárri en kristaltærri útgáfu af nákvæmlega þeirri orrustu sem alltaf virðist eiga sér stað í heiminum, aftur og aftur. Sífellt og endalaust. Þetta er baráttan sem ætíð þarf að heyja, virðist vera, fyrir mannréttindum, frelsi, umburðarlyndi og víðsýni. Fyrir því að fólk fái að vera það sem það er, óáreitt. Þetta er stríðið gegn hatrinu, forræðishyggjunni, fordómunum og kúguninni. Skrifaði ekki hinn merki sagnfræðingur Eric Hobsbawm einmitt þykka bók — Age of Extremes — um það hvernig seinni heimsstyrjöldin var háð um þessi gildi? Frelsið gegn fordómunum. Lýðræðið gegn einræðinu. Klæðskiptingar gegn nasistum. Og mikið rosalega munaði litlu að hatrið ynni. Það getur ennþá unnið.Fánýt stríð Hér á Íslandi finnst mér sífellt eitthvert fólk reyna að espa alls konar hópa upp í stríð og skæting gegn hver öðrum. Konur gegn körlum. Verkalýður gegn auðvaldi. Vinstri menn gegn hægri mönnum. Ég verð oft ringlaður á þessu. Ég finn mig engan veginn í þessum dilkadráttum. Mér finnst Ísland vera fámenn eyja þar sem er jú fullt af viðfangsefnum. Alls konar úrlausnarefni. Það þarf að gæta að jöfnuði. Það þarf að passa að hér ríki jafnrétti kynja. Við viljum ekki fávitaskap. Við þurfum að tala betur saman. Leita lausna. Mér finnst þetta eiginlega svo borðleggjandi að ég nenni ekki að rífast um það. Aðeins ein barátta milli hópa og lífsgilda þeirra finnst mér vera raunveruleg. Hún á sér stað í heiminum öllum. Ég er óendanlega stoltur af því að Ísland tilheyrir hópi ríkja þar sem mannréttindi eru í hávegum höfð og frjálslyndi ríkir. Fólk getur verið það sjálft. En þetta er ekki alls staðar svona. Og blikur eru á lofti. Talsmenn haturs og fordóma eru að ná fótfestu víða. Þegar þetta er skrifað standa forsetakosningar yfir í Brasilíu. Hatursáróður Bolsonaro, hommafóbía hans og kvenfyrirlitning hefur hlotið rífandi hljómgrunn. Í Bandaríkjunum eys Trump hinu sama yfir land og lýð. Víða í Evrópu — meira að segja á Norðurlöndum — skýtur kynþáttahyggja aftur rótum. Því segi ég þetta: Í rifrildum á Facebook hér á Íslandi um alls kyns fánýta hluti ætla ég ekki að taka þátt. En bærist mér hins vegar herkvaðning frá klæðskiptingum til orrustu gegn nasistum skyldi ég keikur smella mér í pils og leðurstígvél og storma inn á vígvöllinn stífmálaður í framan í nafni mannréttinda.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun