Bolsonaro: „Við munum breyta örlögum Brasilíu“ Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2018 23:36 Þegar búið var telja nær öll atkvæði var Bolsonaro með 56 prósent atkvæða. EPA/Fernando Bizerra „Við munum breyta örlögum Brasilíu í sameiningu,“ sagði hægrimaðurinn Jair Bolsonaro þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Sao Paulo í kvöld. Þegar búið var telja nær öll atkvæði var Bolsonaro með 56 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Fernando Haddad, frambjóðandi Verkamannaflokksins, 44 prósent. „Við getum ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu,“ sagði Bolsonaro.Umdeildur Síðari umferð forsetakosninganna fór fram í dag þar sem kosið var milli Bolsonaro og Haddad, þá frambjóðendur sem fengu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna fyrr í mánuðinum. Bolsonaro hefur verið lýst sem „hinum brasilíska Donald Trump“ og hefur lagt áherslu á að í embætti muni hann taka hart á glæpamönnum og spillingu í landinu. Hann hefur verið sakaður um kynþáttafordóma og sætt gagnrýni fyrir ummæli sín um konur og samkynhneigða. Kosningabaráttan var mjög hörð þar sem stuðningsmenn beggja frambjóðenda sökuðu andstæðinginn um að sá myndi eyðileggja brasilískt samfélag, yrði hann kosinn.Þakkaði traustið Bolsonaro mun taka við embætti forseta 1. janúar á næsta ári. Fráfarandi forseti, Michel Temer, nýtur fádæma óvinsælda en skoðanakannanir benda til að einungis tvö prósent Brasilíumanna séu ánægðir með hans störf. Bolsonaro þakkaði traustið í færslu á Twitter í kvöld og sagði að þau muni breyta Brasilíu.Obrigado pela confiança! Vamos juntos mudar o Brasil! pic.twitter.com/eeAdr0dc13— Jair Bolsonaro (@jairbolsonaro) October 28, 2018 “Yes him! Yes him!” Massive Bolsonaro celebrations outside São Paulo's Art museum @guardianworld @MsKateLyons pic.twitter.com/uoGCV4GCxy— Tom Phillips (@tomphillipsin) October 28, 2018 Suður-Ameríka Tengdar fréttir Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13 „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
„Við munum breyta örlögum Brasilíu í sameiningu,“ sagði hægrimaðurinn Jair Bolsonaro þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Sao Paulo í kvöld. Þegar búið var telja nær öll atkvæði var Bolsonaro með 56 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Fernando Haddad, frambjóðandi Verkamannaflokksins, 44 prósent. „Við getum ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu,“ sagði Bolsonaro.Umdeildur Síðari umferð forsetakosninganna fór fram í dag þar sem kosið var milli Bolsonaro og Haddad, þá frambjóðendur sem fengu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna fyrr í mánuðinum. Bolsonaro hefur verið lýst sem „hinum brasilíska Donald Trump“ og hefur lagt áherslu á að í embætti muni hann taka hart á glæpamönnum og spillingu í landinu. Hann hefur verið sakaður um kynþáttafordóma og sætt gagnrýni fyrir ummæli sín um konur og samkynhneigða. Kosningabaráttan var mjög hörð þar sem stuðningsmenn beggja frambjóðenda sökuðu andstæðinginn um að sá myndi eyðileggja brasilískt samfélag, yrði hann kosinn.Þakkaði traustið Bolsonaro mun taka við embætti forseta 1. janúar á næsta ári. Fráfarandi forseti, Michel Temer, nýtur fádæma óvinsælda en skoðanakannanir benda til að einungis tvö prósent Brasilíumanna séu ánægðir með hans störf. Bolsonaro þakkaði traustið í færslu á Twitter í kvöld og sagði að þau muni breyta Brasilíu.Obrigado pela confiança! Vamos juntos mudar o Brasil! pic.twitter.com/eeAdr0dc13— Jair Bolsonaro (@jairbolsonaro) October 28, 2018 “Yes him! Yes him!” Massive Bolsonaro celebrations outside São Paulo's Art museum @guardianworld @MsKateLyons pic.twitter.com/uoGCV4GCxy— Tom Phillips (@tomphillipsin) October 28, 2018
Suður-Ameríka Tengdar fréttir Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13 „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13
„Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00