Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Sveinn Arnarsson skrifar 10. október 2018 06:30 Byggðalögin Patreksfjörður og Bíldudalur eru hluti af sveitarfélaginu Vesturbyggð. Fréttablaðið/Pjetur Vestfirðir Eftir áratuga neikvæða byggðaþróun á Vestfjörðum hafa aukin umsvif laxeldis í fjórðungnum snúið neikvæðri þróun í jákvæða. Íbúum fjölgar, sér í lagi í Vesturbyggð, og almenn jákvæðni ríkir með tilkomu þessarar nýju atvinnugreinar. Ef íbúaþróun er skoðuð síðustu átján árin má sjá að fækkun er í öllum sveitarfélögum í fjórðungnum. Hins vegar, ef við skoðum síðustu átta ár sést að Vesturbyggð sker sig úr hvað varðar byggðaþróun og hefur fjölgun orðið í sveitarfélaginu um tíu prósent á þessum tíma. Jafnframt, ef við skoðum þróunina frá árinu 2016 sést að það fjölgar í öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum ef frá eru talin sveitarfélögin á Ströndum, Árneshreppur og Strandabyggð. Á þessum þremur árum hefur laxeldi vaxið hratt og skapað fjölda nýrra starfa í fjórðungnum, sér í lagi á sunnanverðum Vestfjörðum, sem hafa átt í erfiðleikum síðustu áratugina.Rebekka Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Vesturbyggðar.Samfélögin fyrir vestan standa frammi fyrir þeim veruleika að ef laxeldi myndi leggjast af á Vestfjörðum myndu um 300 störf hverfa úr fjórðungnum sem myndi skapa erfiða stöðu fyrir bæði sveitarfélög og íbúa á svæðinu. Rebekka Hilmarsdóttir, nýráðinn sveitarstjóri Vesturbyggðar, segir laxeldi skipta höfuðmáli fyrir framþróun og vöxt byggðanna, bæði á sunnanverðum Vestfjörðum og í Ísafjarðardjúpi. Laxeldinu fylgi mikil umsvif sem sunnanverðir Vestfirðir hafi ekki séð áður í byggðasögu Vestfjarða. „Laxeldi hefur gjörbreytt stöðunni í Vesturbyggð. Íbúasamsetningin hefur einnig breyst því hingað til okkar hafa streymt barnafjölskyldur og menntunarstig hefur hækkað. Því skiptir þessi atvinnugrein sköpum fyrir okkur.“ Bíldudalur, byggðarlag innan Vesturbyggðar, er meðal brothættra byggða á vegum Byggðastofnunar. Íbúaþróun þar hefur snúist við allra síðustu ár, með bjartari horfum í atvinnulífi staðarins. Miklar breytingar hafa orðið vegna starfsemi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, en þar starfar fjöldi íbúa byggðarlagsins. Starfsemi fyrirtækisins hefur aukist jafnt og þétt allt frá árinu 2012 og er það nú orðið stærsti vinnuveitandi staðarins. „Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir íbúa. Hér áður fyrr var sveitarfélagið stærsti vinnustaðurinn en Arnarlax hefur farið fram úr bænum hvað það varðar. Þetta hefur áhrif á afkomu sveitarfélagsins og íbúa. Við sjáum það í Vesturbyggð að tekjur sveitarfélagsins hafa aukist mikið samfara uppgangi í laxeldinu,“ segir Rebekka.Helga Vala Helgadóttir (S) „Hvernig ætlum við að réttlæta það í framtíðinni að hafa klárað þetta mál með þessum hætti? Hvaða fordæmi erum við að setja inn í framtíðina, herra forseti? Í þessu einstaka máli er ekkert fjallað um efnishlið málsins. […] Í þessu máli er ekki um stórtjón að ræða.“Halla Signý Kristjánsdóttir (B) „Hér er um að ræða byggðavá sem við verðum að bregðast við og við getum gert það með þessum einfalda hætti og virkjað það meðalhóf sem er í stjórnsýslunni. [...] Hvað annað eigum við að gera?“Inga Sæland (F) „Ég er ekki komin hér til að verja laxeldi. Það er alveg á hreinu. Ég kem hér til að verja brothætta byggð sem er brothætt í kjölfar þessa frábæra framsals kvótans á sínum tíma. Við eigum hér brothættar byggðir allt í kringum landið.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (C) „Almannahagsmunirnir eru samfélagsins fyrir vestan og einnig fyrir okkur öll. […] Við viljum halda landinu okkar í byggð. Þá ber okkur að taka alvarlega aðstæður sem ógna tilveru fjölskyldna, sama hvar á landinu það er.“ Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Strandabyggð Vesturbyggð Tengdar fréttir 310 milljóna hagnaður Fiskisunds Fjárfestingafélagið Fiskisund, sem er næststærsti eigandi Arnarlax með 8,4 prósenta hlut, hagnaðist um ríflega 310 milljónir króna á síðasta ári, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins. 10. október 2018 06:30 Fiskeldisfrumvarpið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum Frumvarp sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra um rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækja til bráðabirgða var samþykkt um hálf tólf leytið i kvöld með 45 atkvæðum. Sex þingmenn sátu hjá. 9. október 2018 23:32 Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar veitir ráðherra heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi til laxeldisfyrirtækja. 9. október 2018 06:30 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Vestfirðir Eftir áratuga neikvæða byggðaþróun á Vestfjörðum hafa aukin umsvif laxeldis í fjórðungnum snúið neikvæðri þróun í jákvæða. Íbúum fjölgar, sér í lagi í Vesturbyggð, og almenn jákvæðni ríkir með tilkomu þessarar nýju atvinnugreinar. Ef íbúaþróun er skoðuð síðustu átján árin má sjá að fækkun er í öllum sveitarfélögum í fjórðungnum. Hins vegar, ef við skoðum síðustu átta ár sést að Vesturbyggð sker sig úr hvað varðar byggðaþróun og hefur fjölgun orðið í sveitarfélaginu um tíu prósent á þessum tíma. Jafnframt, ef við skoðum þróunina frá árinu 2016 sést að það fjölgar í öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum ef frá eru talin sveitarfélögin á Ströndum, Árneshreppur og Strandabyggð. Á þessum þremur árum hefur laxeldi vaxið hratt og skapað fjölda nýrra starfa í fjórðungnum, sér í lagi á sunnanverðum Vestfjörðum, sem hafa átt í erfiðleikum síðustu áratugina.Rebekka Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Vesturbyggðar.Samfélögin fyrir vestan standa frammi fyrir þeim veruleika að ef laxeldi myndi leggjast af á Vestfjörðum myndu um 300 störf hverfa úr fjórðungnum sem myndi skapa erfiða stöðu fyrir bæði sveitarfélög og íbúa á svæðinu. Rebekka Hilmarsdóttir, nýráðinn sveitarstjóri Vesturbyggðar, segir laxeldi skipta höfuðmáli fyrir framþróun og vöxt byggðanna, bæði á sunnanverðum Vestfjörðum og í Ísafjarðardjúpi. Laxeldinu fylgi mikil umsvif sem sunnanverðir Vestfirðir hafi ekki séð áður í byggðasögu Vestfjarða. „Laxeldi hefur gjörbreytt stöðunni í Vesturbyggð. Íbúasamsetningin hefur einnig breyst því hingað til okkar hafa streymt barnafjölskyldur og menntunarstig hefur hækkað. Því skiptir þessi atvinnugrein sköpum fyrir okkur.“ Bíldudalur, byggðarlag innan Vesturbyggðar, er meðal brothættra byggða á vegum Byggðastofnunar. Íbúaþróun þar hefur snúist við allra síðustu ár, með bjartari horfum í atvinnulífi staðarins. Miklar breytingar hafa orðið vegna starfsemi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, en þar starfar fjöldi íbúa byggðarlagsins. Starfsemi fyrirtækisins hefur aukist jafnt og þétt allt frá árinu 2012 og er það nú orðið stærsti vinnuveitandi staðarins. „Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir íbúa. Hér áður fyrr var sveitarfélagið stærsti vinnustaðurinn en Arnarlax hefur farið fram úr bænum hvað það varðar. Þetta hefur áhrif á afkomu sveitarfélagsins og íbúa. Við sjáum það í Vesturbyggð að tekjur sveitarfélagsins hafa aukist mikið samfara uppgangi í laxeldinu,“ segir Rebekka.Helga Vala Helgadóttir (S) „Hvernig ætlum við að réttlæta það í framtíðinni að hafa klárað þetta mál með þessum hætti? Hvaða fordæmi erum við að setja inn í framtíðina, herra forseti? Í þessu einstaka máli er ekkert fjallað um efnishlið málsins. […] Í þessu máli er ekki um stórtjón að ræða.“Halla Signý Kristjánsdóttir (B) „Hér er um að ræða byggðavá sem við verðum að bregðast við og við getum gert það með þessum einfalda hætti og virkjað það meðalhóf sem er í stjórnsýslunni. [...] Hvað annað eigum við að gera?“Inga Sæland (F) „Ég er ekki komin hér til að verja laxeldi. Það er alveg á hreinu. Ég kem hér til að verja brothætta byggð sem er brothætt í kjölfar þessa frábæra framsals kvótans á sínum tíma. Við eigum hér brothættar byggðir allt í kringum landið.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (C) „Almannahagsmunirnir eru samfélagsins fyrir vestan og einnig fyrir okkur öll. […] Við viljum halda landinu okkar í byggð. Þá ber okkur að taka alvarlega aðstæður sem ógna tilveru fjölskyldna, sama hvar á landinu það er.“
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Strandabyggð Vesturbyggð Tengdar fréttir 310 milljóna hagnaður Fiskisunds Fjárfestingafélagið Fiskisund, sem er næststærsti eigandi Arnarlax með 8,4 prósenta hlut, hagnaðist um ríflega 310 milljónir króna á síðasta ári, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins. 10. október 2018 06:30 Fiskeldisfrumvarpið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum Frumvarp sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra um rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækja til bráðabirgða var samþykkt um hálf tólf leytið i kvöld með 45 atkvæðum. Sex þingmenn sátu hjá. 9. október 2018 23:32 Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar veitir ráðherra heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi til laxeldisfyrirtækja. 9. október 2018 06:30 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
310 milljóna hagnaður Fiskisunds Fjárfestingafélagið Fiskisund, sem er næststærsti eigandi Arnarlax með 8,4 prósenta hlut, hagnaðist um ríflega 310 milljónir króna á síðasta ári, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins. 10. október 2018 06:30
Fiskeldisfrumvarpið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum Frumvarp sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra um rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækja til bráðabirgða var samþykkt um hálf tólf leytið i kvöld með 45 atkvæðum. Sex þingmenn sátu hjá. 9. október 2018 23:32
Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar veitir ráðherra heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi til laxeldisfyrirtækja. 9. október 2018 06:30