Vinsælasti starfsmaður hússins kvaddur í gær Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. október 2018 08:00 Frægir leikarar og leikhúsfólk kvöddu kollega sinn í gær. Fréttablaðið/Ernir Fjöldi núverandi og fyrrverandi starfsmanna Borgarleikhússins kom saman þar í gær en tilefnið var starfslok miðasölustjórans, Guðrúnar Stefánsdóttur, sem sest er í helgan stein. Guðrún hefur starfað í Borgarleikhúsinu áratugum saman og allar götur frá því að það flutti í núverandi húsnæði árið 1989. Þar hefur hún stýrt miðasölunni undanfarin ár og fram til ársins 2013 var hún einnig yfir forsal leikhússins. „Í þann áratug sem ég hef unnið hér þá hefur það varla klikkað að Guðrún var mætt eldsnemma á morgnana og oft var hún síðust úr húsi þegar síðustu sýningu kvöldsins lauk,“ segir Erna Ýr Guðjónsdóttir, samstarfskona Guðrúnar. Það starfsfólk leikhússins sem Fréttablaðið ræddi við við vinnslu fréttarinnar lýsir miðasölustjóranum á einn veg. Ávallt hress og kát og að gleði hennar hafi smitað út frá sér. Þá hafi hún alltaf verið reiðubúin til að gera góðlátlegt grín að öðrum en hlegið sömuleiðis ávallt að því þegar skotið var á hana til baka. Í móttökunni í gær voru nokkrar slíkar sögur rifjaðar upp. „Sumt sprellið er eiginlega þannig að það er ekki hægt að birta það á prenti,“ segir Erna og hlær. Hún rifjar upp eitt atvik sem átti sér stað fyrir nokkru. Þá var klukkan rétt rúmlega átta, sýning kvöldsins nýhafin á sviðinu og starfsfólk móttökunnar átti ekki von á mörgum, ef einhverjum, til viðbótar. „Dagana á undan höfðum við mikið verið að ræða dans og við hvöttum Guðrúnu til að taka nokkur dansspor. Barnabarnið hennar var nýbyrjað að æfa steppdans þannig að hún tók áskoruninni og hóf að steppa á fullu,“ segir Erna. Smám saman hafi hraðinn aukist og á endanum var miðasölustjórinn kominn á þvílíkt flug. Í þeirri andrá gengu síðustu gestir kvöldsins inn í leikhúsið og fengu í raun stutta sýningu fyrir sýninguna. „Guðrún snarstoppaði í miðjum snúningi, varð eldrauð í framan og bauð fólkið velkomið í Borgarleikhúsið. Við sem vorum að vinna með henni hreinlega hrundum í gólfið af hlátri og hún fylgdi með um leið og gestirnir voru komnir inn í sal,“ segir Erna og bætir við að sagan sé lýsandi fyrir starfsandann í gegnum tíðina. „Hún er svona manneskja að það tekur fólk ekki nema sekúndu að finnast eins og það hafi þekkt hana alla ævi.“ joli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Fjöldi núverandi og fyrrverandi starfsmanna Borgarleikhússins kom saman þar í gær en tilefnið var starfslok miðasölustjórans, Guðrúnar Stefánsdóttur, sem sest er í helgan stein. Guðrún hefur starfað í Borgarleikhúsinu áratugum saman og allar götur frá því að það flutti í núverandi húsnæði árið 1989. Þar hefur hún stýrt miðasölunni undanfarin ár og fram til ársins 2013 var hún einnig yfir forsal leikhússins. „Í þann áratug sem ég hef unnið hér þá hefur það varla klikkað að Guðrún var mætt eldsnemma á morgnana og oft var hún síðust úr húsi þegar síðustu sýningu kvöldsins lauk,“ segir Erna Ýr Guðjónsdóttir, samstarfskona Guðrúnar. Það starfsfólk leikhússins sem Fréttablaðið ræddi við við vinnslu fréttarinnar lýsir miðasölustjóranum á einn veg. Ávallt hress og kát og að gleði hennar hafi smitað út frá sér. Þá hafi hún alltaf verið reiðubúin til að gera góðlátlegt grín að öðrum en hlegið sömuleiðis ávallt að því þegar skotið var á hana til baka. Í móttökunni í gær voru nokkrar slíkar sögur rifjaðar upp. „Sumt sprellið er eiginlega þannig að það er ekki hægt að birta það á prenti,“ segir Erna og hlær. Hún rifjar upp eitt atvik sem átti sér stað fyrir nokkru. Þá var klukkan rétt rúmlega átta, sýning kvöldsins nýhafin á sviðinu og starfsfólk móttökunnar átti ekki von á mörgum, ef einhverjum, til viðbótar. „Dagana á undan höfðum við mikið verið að ræða dans og við hvöttum Guðrúnu til að taka nokkur dansspor. Barnabarnið hennar var nýbyrjað að æfa steppdans þannig að hún tók áskoruninni og hóf að steppa á fullu,“ segir Erna. Smám saman hafi hraðinn aukist og á endanum var miðasölustjórinn kominn á þvílíkt flug. Í þeirri andrá gengu síðustu gestir kvöldsins inn í leikhúsið og fengu í raun stutta sýningu fyrir sýninguna. „Guðrún snarstoppaði í miðjum snúningi, varð eldrauð í framan og bauð fólkið velkomið í Borgarleikhúsið. Við sem vorum að vinna með henni hreinlega hrundum í gólfið af hlátri og hún fylgdi með um leið og gestirnir voru komnir inn í sal,“ segir Erna og bætir við að sagan sé lýsandi fyrir starfsandann í gegnum tíðina. „Hún er svona manneskja að það tekur fólk ekki nema sekúndu að finnast eins og það hafi þekkt hana alla ævi.“ joli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira