Vinsælasti starfsmaður hússins kvaddur í gær Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. október 2018 08:00 Frægir leikarar og leikhúsfólk kvöddu kollega sinn í gær. Fréttablaðið/Ernir Fjöldi núverandi og fyrrverandi starfsmanna Borgarleikhússins kom saman þar í gær en tilefnið var starfslok miðasölustjórans, Guðrúnar Stefánsdóttur, sem sest er í helgan stein. Guðrún hefur starfað í Borgarleikhúsinu áratugum saman og allar götur frá því að það flutti í núverandi húsnæði árið 1989. Þar hefur hún stýrt miðasölunni undanfarin ár og fram til ársins 2013 var hún einnig yfir forsal leikhússins. „Í þann áratug sem ég hef unnið hér þá hefur það varla klikkað að Guðrún var mætt eldsnemma á morgnana og oft var hún síðust úr húsi þegar síðustu sýningu kvöldsins lauk,“ segir Erna Ýr Guðjónsdóttir, samstarfskona Guðrúnar. Það starfsfólk leikhússins sem Fréttablaðið ræddi við við vinnslu fréttarinnar lýsir miðasölustjóranum á einn veg. Ávallt hress og kát og að gleði hennar hafi smitað út frá sér. Þá hafi hún alltaf verið reiðubúin til að gera góðlátlegt grín að öðrum en hlegið sömuleiðis ávallt að því þegar skotið var á hana til baka. Í móttökunni í gær voru nokkrar slíkar sögur rifjaðar upp. „Sumt sprellið er eiginlega þannig að það er ekki hægt að birta það á prenti,“ segir Erna og hlær. Hún rifjar upp eitt atvik sem átti sér stað fyrir nokkru. Þá var klukkan rétt rúmlega átta, sýning kvöldsins nýhafin á sviðinu og starfsfólk móttökunnar átti ekki von á mörgum, ef einhverjum, til viðbótar. „Dagana á undan höfðum við mikið verið að ræða dans og við hvöttum Guðrúnu til að taka nokkur dansspor. Barnabarnið hennar var nýbyrjað að æfa steppdans þannig að hún tók áskoruninni og hóf að steppa á fullu,“ segir Erna. Smám saman hafi hraðinn aukist og á endanum var miðasölustjórinn kominn á þvílíkt flug. Í þeirri andrá gengu síðustu gestir kvöldsins inn í leikhúsið og fengu í raun stutta sýningu fyrir sýninguna. „Guðrún snarstoppaði í miðjum snúningi, varð eldrauð í framan og bauð fólkið velkomið í Borgarleikhúsið. Við sem vorum að vinna með henni hreinlega hrundum í gólfið af hlátri og hún fylgdi með um leið og gestirnir voru komnir inn í sal,“ segir Erna og bætir við að sagan sé lýsandi fyrir starfsandann í gegnum tíðina. „Hún er svona manneskja að það tekur fólk ekki nema sekúndu að finnast eins og það hafi þekkt hana alla ævi.“ joli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Sjá meira
Fjöldi núverandi og fyrrverandi starfsmanna Borgarleikhússins kom saman þar í gær en tilefnið var starfslok miðasölustjórans, Guðrúnar Stefánsdóttur, sem sest er í helgan stein. Guðrún hefur starfað í Borgarleikhúsinu áratugum saman og allar götur frá því að það flutti í núverandi húsnæði árið 1989. Þar hefur hún stýrt miðasölunni undanfarin ár og fram til ársins 2013 var hún einnig yfir forsal leikhússins. „Í þann áratug sem ég hef unnið hér þá hefur það varla klikkað að Guðrún var mætt eldsnemma á morgnana og oft var hún síðust úr húsi þegar síðustu sýningu kvöldsins lauk,“ segir Erna Ýr Guðjónsdóttir, samstarfskona Guðrúnar. Það starfsfólk leikhússins sem Fréttablaðið ræddi við við vinnslu fréttarinnar lýsir miðasölustjóranum á einn veg. Ávallt hress og kát og að gleði hennar hafi smitað út frá sér. Þá hafi hún alltaf verið reiðubúin til að gera góðlátlegt grín að öðrum en hlegið sömuleiðis ávallt að því þegar skotið var á hana til baka. Í móttökunni í gær voru nokkrar slíkar sögur rifjaðar upp. „Sumt sprellið er eiginlega þannig að það er ekki hægt að birta það á prenti,“ segir Erna og hlær. Hún rifjar upp eitt atvik sem átti sér stað fyrir nokkru. Þá var klukkan rétt rúmlega átta, sýning kvöldsins nýhafin á sviðinu og starfsfólk móttökunnar átti ekki von á mörgum, ef einhverjum, til viðbótar. „Dagana á undan höfðum við mikið verið að ræða dans og við hvöttum Guðrúnu til að taka nokkur dansspor. Barnabarnið hennar var nýbyrjað að æfa steppdans þannig að hún tók áskoruninni og hóf að steppa á fullu,“ segir Erna. Smám saman hafi hraðinn aukist og á endanum var miðasölustjórinn kominn á þvílíkt flug. Í þeirri andrá gengu síðustu gestir kvöldsins inn í leikhúsið og fengu í raun stutta sýningu fyrir sýninguna. „Guðrún snarstoppaði í miðjum snúningi, varð eldrauð í framan og bauð fólkið velkomið í Borgarleikhúsið. Við sem vorum að vinna með henni hreinlega hrundum í gólfið af hlátri og hún fylgdi með um leið og gestirnir voru komnir inn í sal,“ segir Erna og bætir við að sagan sé lýsandi fyrir starfsandann í gegnum tíðina. „Hún er svona manneskja að það tekur fólk ekki nema sekúndu að finnast eins og það hafi þekkt hana alla ævi.“ joli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Sjá meira