Hægt að auka verðmætasköpun í landbúnaði þrátt fyrir aukna samkeppni Heimir Már Pétursson skrifar 10. október 2018 12:29 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. Bændur verði einnig að mæta aukinni samkeppni sem fylgi auknum innflutningi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðaði til fundar í morgun með fulltrúum ólíkra hópa og sjónarmiða undir yfirskriftinni: „Hvernig aukum við verðmætasköpun í íslenskum landbúnað?“ Ráðherra segist ekki vera með svarið við þessari spurningu eftir fundinn. „En ég heyri þær hugmyndir sem eru uppi. Í grunninn snúast þær fyrst og fremst um það að landbúnaðurinn sé betur í stakk búinn til að mæta breyttum áherslum neytenda á hverjum tíma. Það fannst mér vera stóra línan. Eðlilega eru men með skiptar skoðanir um með hvaða hætti það er best gert,” segir Kristján Þór. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, var einn þeirra sem flutti erindi á fundinum. Í erindi hans kom fram að rúmlega fjögur þúsund manns ynnu við landbúnað á Íslandi sem skapaði framleiðsluverðmæti upp á um 51 milljarð króna á ári. Framleidd væru um 32 þúsund tonn af kjöti og 155 milljónir mjólkurlítra. Tekist hefði að hagræða í kúabúskap en ekki í framleiðslu lambakjöts. Framundan eru nýir samningar stjórnvalda við sauðfjárbændur. Kristján Þór segist hafa að leiðarljósi að auka frelsi bænda til framleiðslu. Er lykillinn að því að auka verðmæti til bænda að gerð verði krafa um að bú stækki? „Það er eitt af þeim sjónarmiðum sem hér kom fram. Hugleiðing um það. Sumir sjá líka styrkinn í hinu smáa. Það er fullt af tækifærum líka fyrir það sem kallað hefur verið beint frá býli,” segir landbúnaðarráðherra. Þá segir hann að bændur verði að undirbúa sig fyrir aukna samkeppni. „Ég held að það liggi bara í hlutarins eðli. Þótt ekki væri nema miðað við þann síðasta tollasamning sem tók gildi á þessu ári, hinn 1. maí. Þá er það alveg augljóst að samkeppnin gerir ekkert annað en að aukast,” segir Kristján Þór Júlíusson. Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. Bændur verði einnig að mæta aukinni samkeppni sem fylgi auknum innflutningi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðaði til fundar í morgun með fulltrúum ólíkra hópa og sjónarmiða undir yfirskriftinni: „Hvernig aukum við verðmætasköpun í íslenskum landbúnað?“ Ráðherra segist ekki vera með svarið við þessari spurningu eftir fundinn. „En ég heyri þær hugmyndir sem eru uppi. Í grunninn snúast þær fyrst og fremst um það að landbúnaðurinn sé betur í stakk búinn til að mæta breyttum áherslum neytenda á hverjum tíma. Það fannst mér vera stóra línan. Eðlilega eru men með skiptar skoðanir um með hvaða hætti það er best gert,” segir Kristján Þór. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, var einn þeirra sem flutti erindi á fundinum. Í erindi hans kom fram að rúmlega fjögur þúsund manns ynnu við landbúnað á Íslandi sem skapaði framleiðsluverðmæti upp á um 51 milljarð króna á ári. Framleidd væru um 32 þúsund tonn af kjöti og 155 milljónir mjólkurlítra. Tekist hefði að hagræða í kúabúskap en ekki í framleiðslu lambakjöts. Framundan eru nýir samningar stjórnvalda við sauðfjárbændur. Kristján Þór segist hafa að leiðarljósi að auka frelsi bænda til framleiðslu. Er lykillinn að því að auka verðmæti til bænda að gerð verði krafa um að bú stækki? „Það er eitt af þeim sjónarmiðum sem hér kom fram. Hugleiðing um það. Sumir sjá líka styrkinn í hinu smáa. Það er fullt af tækifærum líka fyrir það sem kallað hefur verið beint frá býli,” segir landbúnaðarráðherra. Þá segir hann að bændur verði að undirbúa sig fyrir aukna samkeppni. „Ég held að það liggi bara í hlutarins eðli. Þótt ekki væri nema miðað við þann síðasta tollasamning sem tók gildi á þessu ári, hinn 1. maí. Þá er það alveg augljóst að samkeppnin gerir ekkert annað en að aukast,” segir Kristján Þór Júlíusson.
Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira