Lögreglan á Suðurnesjum hefur farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum mannanna þriggja sem sætt hafa gæsluvarðhaldi síðan um helgina, grunaðir um aðild að vinnumansali. Þá hefur verið farið fram á farbann yfir öðrum en sá þriðji var látinn laus eftir að gæsluvarðhald rann út í dag. Mennirnir þrír eru allir erlendir ríkisborgarar.
Í samtali við fréttastofu kveðst Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Einn í farbann og annar áfram í gæsluvarðhaldi
Tengdar fréttir

Þrír menn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um vinnumansal
Þrír menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald um helgina að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum.