Sprengjuárásin í Manchester: Starfsmenn FBI uppvísir að misferli vegna upplýsinga sem lekið var í NY-Times Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2018 23:30 Stúlka í Manchester þann 22. maí 2018, ári eftir að árásin var framin. Getty/Leon Neal Fjórir starfsmenn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hafa orðið uppvísir að misferli við meðhöndlun háleynilegra gagna í tengslum við hryðjuverkaárásina í Manchester í fyrra. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á vegum bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Myndum og öðrum sönnungargögnum, sem breska lögreglan hafði safnað saman í kjölfar árásarinnar, var lekið í bandaríska fjölmiðla. Bandaríska dagblaðið New York Times birti fyrst umræddar myndir sem sýndi m.a. brak úr sprengingunni og blóð úr fórnarlömbum árásarinnar. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir óánægju sinni við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna málsins á sínum tíma.Sjá einnig: Lögregla í Manchester lokar á BandaríkinGreint er frá niðurstöðu rannsóknar bandaríska dómsmálaráðuneytisins á gagnalekanum á vef breska dagblaðsins The Guardian. Þar kemur fram enn sé ekki ljóst hver hafi komið umræddum gögnum í hendur blaðamanna New York Times. Fjórir starfsmenn FBI hafa þó gerst sekir um misferli við meðhöndlun gagnanna, en þvertaka allir fyrir að hafa sent dagblaðinu umræddar upplýsingar. Tveir starfsmannanna fjögurra áframsendu tölvupóst með gögnunum, sem um þúsund starfsmenn FBI fengu sendan frá breskum lögregluyfirvöldum, á persónuleg tölvupóstföng sín. Þriðji starfsmaðurinn áframsendi tölvupóstinn til embættismanns hjá erlendum lögregluyfirvöldum en hafði ekki heimild til slíkrar sendingar. Sá fjórði gerði tilraun til að áframsenda póstinn á persónulegt netfang sitt. Þá kemur einnig fram í rannsókninni að gögnin hafi verið send fjölmörgum bandarískum stofnunum til viðbótar við FBI. Því sé ekki fullvíst að alríkislögreglan hafi lekið umræddum upplýsingum. 23 létust og 59 særðust í sjálfsmorðssprengjuárásinni sem gerð var á Manchester Arena skömmu eftir tónleika bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande þann 22. maí í fyrra. Fjölmörg börn voru á meðal hinna látnu. Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ariana Grande ræðir árásina í Manchester í tilfinningaþrungnu viðtali Bandaríska söngkonan Ariana Grande var í áhrifaríku viðtali á útvarpsstöðinni Apple Music Beats Radio á föstudaginn. Þar ræddi hún meðal annars um áhrifin sem sprengjuárásin á Manchester leikvanginum hafði á hana. 19. ágúst 2018 18:08 Klæddist bol með myndum af fórnarlömbunum Söngkonan Katy Perry var í sérstöku dressi til heiðurs fórnarlömbunum í Manchester á góðgerðatónleikunum um helgina. 6. júní 2017 13:30 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Theresa May minntist þeirra sem fórust í árásinni í Manchester Sagði árásina viðurstyggilegan heigulshátt. 22. maí 2018 23:49 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Fjórir starfsmenn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hafa orðið uppvísir að misferli við meðhöndlun háleynilegra gagna í tengslum við hryðjuverkaárásina í Manchester í fyrra. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á vegum bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Myndum og öðrum sönnungargögnum, sem breska lögreglan hafði safnað saman í kjölfar árásarinnar, var lekið í bandaríska fjölmiðla. Bandaríska dagblaðið New York Times birti fyrst umræddar myndir sem sýndi m.a. brak úr sprengingunni og blóð úr fórnarlömbum árásarinnar. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir óánægju sinni við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna málsins á sínum tíma.Sjá einnig: Lögregla í Manchester lokar á BandaríkinGreint er frá niðurstöðu rannsóknar bandaríska dómsmálaráðuneytisins á gagnalekanum á vef breska dagblaðsins The Guardian. Þar kemur fram enn sé ekki ljóst hver hafi komið umræddum gögnum í hendur blaðamanna New York Times. Fjórir starfsmenn FBI hafa þó gerst sekir um misferli við meðhöndlun gagnanna, en þvertaka allir fyrir að hafa sent dagblaðinu umræddar upplýsingar. Tveir starfsmannanna fjögurra áframsendu tölvupóst með gögnunum, sem um þúsund starfsmenn FBI fengu sendan frá breskum lögregluyfirvöldum, á persónuleg tölvupóstföng sín. Þriðji starfsmaðurinn áframsendi tölvupóstinn til embættismanns hjá erlendum lögregluyfirvöldum en hafði ekki heimild til slíkrar sendingar. Sá fjórði gerði tilraun til að áframsenda póstinn á persónulegt netfang sitt. Þá kemur einnig fram í rannsókninni að gögnin hafi verið send fjölmörgum bandarískum stofnunum til viðbótar við FBI. Því sé ekki fullvíst að alríkislögreglan hafi lekið umræddum upplýsingum. 23 létust og 59 særðust í sjálfsmorðssprengjuárásinni sem gerð var á Manchester Arena skömmu eftir tónleika bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande þann 22. maí í fyrra. Fjölmörg börn voru á meðal hinna látnu.
Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ariana Grande ræðir árásina í Manchester í tilfinningaþrungnu viðtali Bandaríska söngkonan Ariana Grande var í áhrifaríku viðtali á útvarpsstöðinni Apple Music Beats Radio á föstudaginn. Þar ræddi hún meðal annars um áhrifin sem sprengjuárásin á Manchester leikvanginum hafði á hana. 19. ágúst 2018 18:08 Klæddist bol með myndum af fórnarlömbunum Söngkonan Katy Perry var í sérstöku dressi til heiðurs fórnarlömbunum í Manchester á góðgerðatónleikunum um helgina. 6. júní 2017 13:30 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Theresa May minntist þeirra sem fórust í árásinni í Manchester Sagði árásina viðurstyggilegan heigulshátt. 22. maí 2018 23:49 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Ariana Grande ræðir árásina í Manchester í tilfinningaþrungnu viðtali Bandaríska söngkonan Ariana Grande var í áhrifaríku viðtali á útvarpsstöðinni Apple Music Beats Radio á föstudaginn. Þar ræddi hún meðal annars um áhrifin sem sprengjuárásin á Manchester leikvanginum hafði á hana. 19. ágúst 2018 18:08
Klæddist bol með myndum af fórnarlömbunum Söngkonan Katy Perry var í sérstöku dressi til heiðurs fórnarlömbunum í Manchester á góðgerðatónleikunum um helgina. 6. júní 2017 13:30
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53
Theresa May minntist þeirra sem fórust í árásinni í Manchester Sagði árásina viðurstyggilegan heigulshátt. 22. maí 2018 23:49