Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2018 08:09 Mótmælandi krefst frelsis Jamals Khashoggi fyrir utan ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. Talið er að hann hafi verið myrtur þar í síðustu viku. Vísir/EPA Sérfræðingar í utanríkismálum og bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af því að ríkisstjórn Donalds Trump ætli sér að humma fram af sér ásakanir um að stjórnvöld í Sádí-Arabíu hafi látið myrða þarlendan blaða- og andófsmann. Trump segir sjálfur að það yrði erfitt fyrir Bandaríkin að kyngja því að þurfa að hætta vopnasölu til Sádí-Arabíu vegna hvarfs hans. Síðast sást til Jamal Khashoggi þegar hann fór inn í ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi í síðustu viku. Þar er hann sagður hafa ætlað að verða sér úti um skjöl til að geta giftst unnustu sinni. Tyrknesk stjórnvöld hafa sakað Sáda um að hafa myrt Jamal Khashoggi á skrifstofunni og jafnvel bútað lík hans niður. Þau hafa jafnframt nafngreint fimmtán manns sem þeir telja að hafa verið sendir til Istanbúl að taka blaðamanninn höndum. Khashoggi hefur verið gagnrýninn á stjórnarhætti Mohammeds bin Salmans krónprins sem stýrir nú Sádí-Arabíu. Hann hefur haldið sig í sjálfskipaðri útlegð í Washington-borg í Bandaríkjunum.Spurningar um hvers vegna Khashoggi var ekki varaður við Svo virðist sem að bandaríska leyniþjónustan hafi haft njósnir af meintu ráðabruggi Sáda um að taka Khashoggi höndum í Tyrklandi. Washington Post greindi frá því í vikunni en Khashoggi skrifaði meðal annars pistla fyrir blaðið. Nú segir blaðið að bin Salman krónprins hafi sjálfur gefið skipun um aðgerðina. Þær fréttir hafa vakið upp spurningar um hvers vegna Trump-stjórnin hafi ekki varað Khashoggi við að hann gæti verið í hættu staddur. Leyniþjónustan er sögð hafa skyldu til að vara fólk við ef hún telur sig hafa trúverðugar njósnir af slíku. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins hefur hafnað því að stjórnvöld þar hafi vitað af hvarfi Khashoggi fyrir fram.Trump forseti hefur sýnt litla hneigð til að gagnrýna bandamenn sína Sáda.Vísir/APErfitt að kyngja því að hætta að selja Sádum vopn Trump forseti hefur ræktað tengsl Bandaríkjanna við Sádí-Arabíu jafnvel meir en flestir forverar hans í embætti. Ríkisstjórn hans hefur stutt hernaðaraðgerðir Sáda í Jemen þrátt fyrir ásakanir um stríðsglæpi og ríkin tvö eru bandamenn í að halda uppi þrýstingi á stjórnvöld í Íran. Bandaríkjastjórn hefur því gengið varlega fram í að gagnrýna stjórnvöld í Ríad vegna hvarfs andófsmannsins. Trump hefur sjálfur aðeins sagst vilja koma til botns í því hvað varð um Khashoggi. Nokkrir áhrifamiklir þingmenn bæði repúblikana og demókrata hafa aftur á móti þrýst á um aðgerðir og lýst áhyggjum sínum af þeim vísbendingum sem hafa komið fram um sekt stjórnvalda í Sádí-Arabíu. Sumir þeirra hafa jafnvel kallað eftir því að bandarísk stjórnvöld hætti að selja Sádum vopn vegna málsins. Trump er hins vegar hikandi að ganga svo langt. Í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina lagði hann áherslu á vel efnahagur Sádí-Arabíu gengi. „Hluti af því er það sem við erum að gera með varnarkerfi okkar og allir vilja þau og hreint út sagt þá held ég að það væri mjög, mjög erfið pilla að kyngja fyrir landið okkar,“ sagði Trump spurður að því hvort til greina kæmi að hætta að selja Sádum vopn ef í ljós kæmi að þeir hefðu myrt Khashoggi.Mohammed bin Salman krónprins Sádí-Arabíu. Hann er sagður sérlega viðkvæmur fyrir gagnrýni og hefur fangelsað andófsmenn í heimalandinu.Vísir/GettyÞögult samþykki skálkaskjól Sáda Bandaríska blaðið Politico rekur frásögn af fundi sérfræðinga í utanríkismálum með háttsettum embættismanni Hvíta hússins sem sér um málefni Miðausturlanda. Embættismaðurinn hafi ítrekað lagt áherslu á mikla hagsmuni Bandaríkjanna í Sádí-Arabíu og að Íran væri aðalhættan í heimshlutanum. Þegar embættismaðurinn var spurður sérstaklega um Khashoggi hafi hann borið því við að Bandaríkjastjórn væri enn að reyna að komast til botns í því hvað varð um hann. Margir gesta hans hafi furðað sig á því svari í ljósi fjölda frétta um afdrif blaðamannsins. Embættismaðurinn vildi ekkert gefa upp um hvort Trump-stjórnin myndi láta stjórnvöld í Sádí-Arabíu axla ábyrgð. Randa Slim, sérfræðingur hjá Miðausturlandastofnuninni í Washington-borg, segir að ríkisstjórn Trump sé að reyna að sópa hvarfi Khashoggi undir teppið. Margir sérfræðingar telja að Hvíta húsið telji Sáda of mikilvæga bandamenn til að þora að styggja þá. Sú nálgun hafi veitt Sádum skálkaskjól til að stunda ýmis konar mannréttindabrot á pólitískum andstæðingum, jafnvel þau sömu og bandarísk stjórnvöld gagnrýna Írani iðulega fyrir. Bent hefur verið á að Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi, sem hefur farið með málefni sem tengjast Miðausturlöndum fyrir Hvíta húsið eigi náin persónulega tengsl við bin Salman krónprins. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35 Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31 Yfirvöld í Tyrklandi leita bíls sem talinn er hafa flutt lík blaðamannsins Yfirvöld í Tyrklandi rannsaka nú umferðarmyndavélar í von um að finna svartan sendiferðabíl sem þau telja hafa flutt lík blaðamannsins Jamal Khashoggi frá ræðisskrifstofu Sádi-arabíu í Istanbúl. 8. október 2018 21:24 Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Sérfræðingar í utanríkismálum og bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af því að ríkisstjórn Donalds Trump ætli sér að humma fram af sér ásakanir um að stjórnvöld í Sádí-Arabíu hafi látið myrða þarlendan blaða- og andófsmann. Trump segir sjálfur að það yrði erfitt fyrir Bandaríkin að kyngja því að þurfa að hætta vopnasölu til Sádí-Arabíu vegna hvarfs hans. Síðast sást til Jamal Khashoggi þegar hann fór inn í ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi í síðustu viku. Þar er hann sagður hafa ætlað að verða sér úti um skjöl til að geta giftst unnustu sinni. Tyrknesk stjórnvöld hafa sakað Sáda um að hafa myrt Jamal Khashoggi á skrifstofunni og jafnvel bútað lík hans niður. Þau hafa jafnframt nafngreint fimmtán manns sem þeir telja að hafa verið sendir til Istanbúl að taka blaðamanninn höndum. Khashoggi hefur verið gagnrýninn á stjórnarhætti Mohammeds bin Salmans krónprins sem stýrir nú Sádí-Arabíu. Hann hefur haldið sig í sjálfskipaðri útlegð í Washington-borg í Bandaríkjunum.Spurningar um hvers vegna Khashoggi var ekki varaður við Svo virðist sem að bandaríska leyniþjónustan hafi haft njósnir af meintu ráðabruggi Sáda um að taka Khashoggi höndum í Tyrklandi. Washington Post greindi frá því í vikunni en Khashoggi skrifaði meðal annars pistla fyrir blaðið. Nú segir blaðið að bin Salman krónprins hafi sjálfur gefið skipun um aðgerðina. Þær fréttir hafa vakið upp spurningar um hvers vegna Trump-stjórnin hafi ekki varað Khashoggi við að hann gæti verið í hættu staddur. Leyniþjónustan er sögð hafa skyldu til að vara fólk við ef hún telur sig hafa trúverðugar njósnir af slíku. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins hefur hafnað því að stjórnvöld þar hafi vitað af hvarfi Khashoggi fyrir fram.Trump forseti hefur sýnt litla hneigð til að gagnrýna bandamenn sína Sáda.Vísir/APErfitt að kyngja því að hætta að selja Sádum vopn Trump forseti hefur ræktað tengsl Bandaríkjanna við Sádí-Arabíu jafnvel meir en flestir forverar hans í embætti. Ríkisstjórn hans hefur stutt hernaðaraðgerðir Sáda í Jemen þrátt fyrir ásakanir um stríðsglæpi og ríkin tvö eru bandamenn í að halda uppi þrýstingi á stjórnvöld í Íran. Bandaríkjastjórn hefur því gengið varlega fram í að gagnrýna stjórnvöld í Ríad vegna hvarfs andófsmannsins. Trump hefur sjálfur aðeins sagst vilja koma til botns í því hvað varð um Khashoggi. Nokkrir áhrifamiklir þingmenn bæði repúblikana og demókrata hafa aftur á móti þrýst á um aðgerðir og lýst áhyggjum sínum af þeim vísbendingum sem hafa komið fram um sekt stjórnvalda í Sádí-Arabíu. Sumir þeirra hafa jafnvel kallað eftir því að bandarísk stjórnvöld hætti að selja Sádum vopn vegna málsins. Trump er hins vegar hikandi að ganga svo langt. Í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina lagði hann áherslu á vel efnahagur Sádí-Arabíu gengi. „Hluti af því er það sem við erum að gera með varnarkerfi okkar og allir vilja þau og hreint út sagt þá held ég að það væri mjög, mjög erfið pilla að kyngja fyrir landið okkar,“ sagði Trump spurður að því hvort til greina kæmi að hætta að selja Sádum vopn ef í ljós kæmi að þeir hefðu myrt Khashoggi.Mohammed bin Salman krónprins Sádí-Arabíu. Hann er sagður sérlega viðkvæmur fyrir gagnrýni og hefur fangelsað andófsmenn í heimalandinu.Vísir/GettyÞögult samþykki skálkaskjól Sáda Bandaríska blaðið Politico rekur frásögn af fundi sérfræðinga í utanríkismálum með háttsettum embættismanni Hvíta hússins sem sér um málefni Miðausturlanda. Embættismaðurinn hafi ítrekað lagt áherslu á mikla hagsmuni Bandaríkjanna í Sádí-Arabíu og að Íran væri aðalhættan í heimshlutanum. Þegar embættismaðurinn var spurður sérstaklega um Khashoggi hafi hann borið því við að Bandaríkjastjórn væri enn að reyna að komast til botns í því hvað varð um hann. Margir gesta hans hafi furðað sig á því svari í ljósi fjölda frétta um afdrif blaðamannsins. Embættismaðurinn vildi ekkert gefa upp um hvort Trump-stjórnin myndi láta stjórnvöld í Sádí-Arabíu axla ábyrgð. Randa Slim, sérfræðingur hjá Miðausturlandastofnuninni í Washington-borg, segir að ríkisstjórn Trump sé að reyna að sópa hvarfi Khashoggi undir teppið. Margir sérfræðingar telja að Hvíta húsið telji Sáda of mikilvæga bandamenn til að þora að styggja þá. Sú nálgun hafi veitt Sádum skálkaskjól til að stunda ýmis konar mannréttindabrot á pólitískum andstæðingum, jafnvel þau sömu og bandarísk stjórnvöld gagnrýna Írani iðulega fyrir. Bent hefur verið á að Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi, sem hefur farið með málefni sem tengjast Miðausturlöndum fyrir Hvíta húsið eigi náin persónulega tengsl við bin Salman krónprins.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35 Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31 Yfirvöld í Tyrklandi leita bíls sem talinn er hafa flutt lík blaðamannsins Yfirvöld í Tyrklandi rannsaka nú umferðarmyndavélar í von um að finna svartan sendiferðabíl sem þau telja hafa flutt lík blaðamannsins Jamal Khashoggi frá ræðisskrifstofu Sádi-arabíu í Istanbúl. 8. október 2018 21:24 Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35
Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17
Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31
Yfirvöld í Tyrklandi leita bíls sem talinn er hafa flutt lík blaðamannsins Yfirvöld í Tyrklandi rannsaka nú umferðarmyndavélar í von um að finna svartan sendiferðabíl sem þau telja hafa flutt lík blaðamannsins Jamal Khashoggi frá ræðisskrifstofu Sádi-arabíu í Istanbúl. 8. október 2018 21:24
Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54