Ellis seldi hlut sinn í félaginu til bandaríska auðmannsins Randy Lerner árið 2006 og var Ellis þá gerður að heiðursforseta félagsins.
Í frétt BBC kemur fram að þegar Aston Villa féll úr ensku úrvalsdeildinni í apríl 2016 sagðist Ellis aldrei hafa verið hryggari og vonaði að hann myndi lifa þann dag að sjá liðið snúa aftur í deild þeirra bestu. Ellis hlaut riddaratign árið 2012 fyrir góðgerðarstörf.
Ellis auðgaðist á sínum yngri árum í ferðamannageiranum. Hann hlaut viðurnefnið Deadly Doug þegar hann starfaði innan fótboltans, en hann þótti á köflum miskunnarlaus í garð knattspyrnustjóra sem ekki þóttu standa sig í stykkinu.
Á þeim 35 árum sem hann gegndi stjórnarformennsku í Aston Villa réði hann alls þrettán stjóra til starfa, meðal annars Slóvakann Jozef Venglos sem var fyrsti maðurinn frá landi utan Bretlandseyja til að stýra liði í efstu deild enska boltans.
⚡️ “RIP Sir Doug”https://t.co/OgIZYHWSxd
— Aston Villa FC (@AVFCOfficial) October 11, 2018
Extremely sad to hear Doug Ellis has passed away today.
Made it possible to fulfill my dream of playing for Villa, something I'll be eternally grateful to him for.
Rest in peace, Chairman, sincere gratitude from me and mine.#UTVpic.twitter.com/czz02gP1tr
— Stan Collymore (@StanCollymore) October 11, 2018