Fólk illa undirbúið fyrir komu fellibylsins Michael Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2018 20:00 Fellibylnum Michael sem gekk yfir Flórída í dag hefur verið líst sem skrímsli. Íslensk kona sem býr í Panama City segir fólk hafa verið óundirbúið og að eyðileggingin sé gríðarleg.Guðrún Hulda Björnsdóttir RobinsonVísir/Stöð 2Að minnst kosti tveir eru látnir eftir að fellibylurinn náði landi í Flórída og eyðileggingin gríðarleg. Vindhraði fellibylsins náði allt að 250 kílómetrum á klukkustund en meðal vindhraði var í kringum 70 metra á klukkustund. Þó veðrið hafi verið að ganga niður hafa íbúar verið varaðir við að hættan sé ekki liðin hjá, en flóðahætta er til staðar, skemmd hús víða og fleiri hættur sem ógni fólki. Um fimm hundruð þúsund manns eru án rafmagns og um fjögur hundruð þúsund var gert að yfirgefa heimili sín, meðal annars íslenskri konu og fjölskyldu hennar sem segir það hafa komið á óvart hversu öflugur fellibylurinn var.Fjölskyldan byrgði fyrir alla glugga áður en hún flúði borginaGuðrún Hulda Björnsdóttir Robinson„Mér fannst fólk voðalega afslappað yfir þessu, talandi um að þetta væri bara eins og rigning sem var að koma. Mér fannst fólk ekkert vera undirbúa sig vel,“ segir Guðrún Hulda Björnsdóttir Robinson, sem býr í Panama City. Fellibylnum sem náði fjórða stigi, hefur verið lýst sem algjöru skrímsli þegar hann gekk yfir og hafa yfirvöld sagt að þau eigi enn eftir að átta sig á eyðileggingunni sem hann olli. Margar fjölskyldur hafa misst allt sitt og óvíst er með starfsemi margra fyrirtækja. „Ég var til dæmis að fá símtal frá höfuðstöðvum fyrirtækisins sem ég vinn hjá og húsið þeirra er farið þannig að ég er í rauninni atvinnulaus eins og er,“ segir Guðrún. Heimili fjölskuldunnar, í Panama City, skemmdist einnig mikið og mörg gömul tré í garðinum og girðingar hurfu einfaldlega í veðurofsanum. „Þakið á bílskúrnum er mjög mikið skemmt. Féll inn og það vantar aftari hlutann á annað hornið á bílskúrnum,“ segir Guðrún þegar hún lýsir aðkomu vinafólks sem skoðaði heimili hennar í dag.Guðrún Hulda Björnsdóttir RibonsonGuðrún segir alls óvíst hvenær þau fá að snúa heim aftur. „Ég veit í rauninni ekkert hvenær ég er að fara til baka. Borgin er rafmagnslaus og það er ekkert símasamband inn í borgina. Það kom tilkynning frá yfirvöldum í dag að það má ekki koma til baka,“ segir Guðrún. Þá segir hún að þetta sé í anna skipti sem hún tekst á við náttúru hamfarir sem þessar. „Þetta er í anna skipti sem ég geng í gegnum svona. Þegar ég kem fyrst til Ameríku 2005, ólétt af syni mínum og með dóttur mína fimm ára gamla, að þá fluttum við til Mississippi og þá misstum við aleiguna þegar fellibylurinn Katrina gekk yfir. Þannig að við vorum þannig sé undirbúin fyrir það að geta farið hvenær sem er,“ segir Guðrún. Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Myndbönd sýna hamfarir og eyðileggingu í slóð Michaels Michael var skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur er hann náði landi fyrr í dag. 10. október 2018 22:14 Tveir látnir vegna óveðursins Michael Mesta óveður sem nokkru sinni hefur gengið yfir norðvesturhluta Flórídaríkis, fellibylurinn Michael, hefur sett allt á flot í strandbæjum og brotið stærðarinnar tré líkt og um strá væri að ræða. 11. október 2018 07:11 Michael orðinn fjórða stigs fellibylur Menn óttast jafnvel að hann eigi enn eftir að sækja í sig veðrið áður en hann nær til strandbyggða um klukkan fjögur í dag. 10. október 2018 07:45 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira
Fellibylnum Michael sem gekk yfir Flórída í dag hefur verið líst sem skrímsli. Íslensk kona sem býr í Panama City segir fólk hafa verið óundirbúið og að eyðileggingin sé gríðarleg.Guðrún Hulda Björnsdóttir RobinsonVísir/Stöð 2Að minnst kosti tveir eru látnir eftir að fellibylurinn náði landi í Flórída og eyðileggingin gríðarleg. Vindhraði fellibylsins náði allt að 250 kílómetrum á klukkustund en meðal vindhraði var í kringum 70 metra á klukkustund. Þó veðrið hafi verið að ganga niður hafa íbúar verið varaðir við að hættan sé ekki liðin hjá, en flóðahætta er til staðar, skemmd hús víða og fleiri hættur sem ógni fólki. Um fimm hundruð þúsund manns eru án rafmagns og um fjögur hundruð þúsund var gert að yfirgefa heimili sín, meðal annars íslenskri konu og fjölskyldu hennar sem segir það hafa komið á óvart hversu öflugur fellibylurinn var.Fjölskyldan byrgði fyrir alla glugga áður en hún flúði borginaGuðrún Hulda Björnsdóttir Robinson„Mér fannst fólk voðalega afslappað yfir þessu, talandi um að þetta væri bara eins og rigning sem var að koma. Mér fannst fólk ekkert vera undirbúa sig vel,“ segir Guðrún Hulda Björnsdóttir Robinson, sem býr í Panama City. Fellibylnum sem náði fjórða stigi, hefur verið lýst sem algjöru skrímsli þegar hann gekk yfir og hafa yfirvöld sagt að þau eigi enn eftir að átta sig á eyðileggingunni sem hann olli. Margar fjölskyldur hafa misst allt sitt og óvíst er með starfsemi margra fyrirtækja. „Ég var til dæmis að fá símtal frá höfuðstöðvum fyrirtækisins sem ég vinn hjá og húsið þeirra er farið þannig að ég er í rauninni atvinnulaus eins og er,“ segir Guðrún. Heimili fjölskuldunnar, í Panama City, skemmdist einnig mikið og mörg gömul tré í garðinum og girðingar hurfu einfaldlega í veðurofsanum. „Þakið á bílskúrnum er mjög mikið skemmt. Féll inn og það vantar aftari hlutann á annað hornið á bílskúrnum,“ segir Guðrún þegar hún lýsir aðkomu vinafólks sem skoðaði heimili hennar í dag.Guðrún Hulda Björnsdóttir RibonsonGuðrún segir alls óvíst hvenær þau fá að snúa heim aftur. „Ég veit í rauninni ekkert hvenær ég er að fara til baka. Borgin er rafmagnslaus og það er ekkert símasamband inn í borgina. Það kom tilkynning frá yfirvöldum í dag að það má ekki koma til baka,“ segir Guðrún. Þá segir hún að þetta sé í anna skipti sem hún tekst á við náttúru hamfarir sem þessar. „Þetta er í anna skipti sem ég geng í gegnum svona. Þegar ég kem fyrst til Ameríku 2005, ólétt af syni mínum og með dóttur mína fimm ára gamla, að þá fluttum við til Mississippi og þá misstum við aleiguna þegar fellibylurinn Katrina gekk yfir. Þannig að við vorum þannig sé undirbúin fyrir það að geta farið hvenær sem er,“ segir Guðrún.
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Myndbönd sýna hamfarir og eyðileggingu í slóð Michaels Michael var skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur er hann náði landi fyrr í dag. 10. október 2018 22:14 Tveir látnir vegna óveðursins Michael Mesta óveður sem nokkru sinni hefur gengið yfir norðvesturhluta Flórídaríkis, fellibylurinn Michael, hefur sett allt á flot í strandbæjum og brotið stærðarinnar tré líkt og um strá væri að ræða. 11. október 2018 07:11 Michael orðinn fjórða stigs fellibylur Menn óttast jafnvel að hann eigi enn eftir að sækja í sig veðrið áður en hann nær til strandbyggða um klukkan fjögur í dag. 10. október 2018 07:45 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira
Myndbönd sýna hamfarir og eyðileggingu í slóð Michaels Michael var skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur er hann náði landi fyrr í dag. 10. október 2018 22:14
Tveir látnir vegna óveðursins Michael Mesta óveður sem nokkru sinni hefur gengið yfir norðvesturhluta Flórídaríkis, fellibylurinn Michael, hefur sett allt á flot í strandbæjum og brotið stærðarinnar tré líkt og um strá væri að ræða. 11. október 2018 07:11
Michael orðinn fjórða stigs fellibylur Menn óttast jafnvel að hann eigi enn eftir að sækja í sig veðrið áður en hann nær til strandbyggða um klukkan fjögur í dag. 10. október 2018 07:45