Hársbreidd frá sögulegum sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. október 2018 09:30 Birkir Már Sævarsson spilaði vinstri bakvörðinn og gerði það frábærlega. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sýndi sitt rétta andlit í gær í 2-2 jafntefli gegn ríkjandi heimsmeisturum Frakklands. Á lokamínútum leiksins tók Kylian Mbappé leikinn í eigin hendur, jafnaði metin og sýndi af hverju hann er talinn vera einn besti leikmaður heims þrátt fyrir að vera nítján ára. Fyrstu sextíu mínútur leiksins voru einfaldlega fullkomnar af hálfu Íslands. Þrír af reynslumestu leikmönnum hópsins komu inn í liðið á ný og mátti strax sjá hvað þeir gefa liðinu, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og maður leiksins, Kári Árnason. Kári sem verður 36 ára á morgun var að leika sinn 80. leik og kórónaði frábæran leik þegar hann skoraði annað mark leiksins. Það sást strax í upphafi leiks hvað Jóhann og Alfreð færa liðinu og skapaði Alfreð fyrsta mark leiksins. Vann hann boltann hátt á vellinum, leitupp og valdi hárréttan kost, Birkir Bjarnason afgreiddi færið vel. Frakkar voru slegnir út af laginu við þetta enda virtist viðhorf þeirra vera að Ísland væri mætt til að taka þátt í sigurhátíð þeirra. Þrátt fyrir að vera mun meira með boltann fengu þeir vart færi gegn sterkri vörn Íslands. Kári minnti svo á gæði sín í föstum leikatriðum í upphafi seinni hálfleiks þegar hann stangaði hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í netið. Aftur virtust Frakkar einfaldlega vera gáttaðir á stöðunni. Didier Deschamps brást við þessu með því að blása til sóknar sem bar loksins árangur undir lokin. Ísland missti boltann í sama horni og fyrsta mark Íslands kom upp úr, Mbappé fékk boltann og hættuleg fyrirgjöf hans fór af Hannesi í Hólmar og þaðan í netið. Það gaf Frökkunum trú og skyndilega tók völlurinn og stuðningsmennirnir við sér. Vítaspyrna gaf svo Frökkunum jöfnunarmark sem þeir áttu alls ekki skilið á 90. mínútu eftir hetjulega frammistöðu Íslands. Hægt er að byggja heilmargt á þessari frammistöðu fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni á mánudaginn. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Didier: Það eru gæði í íslenska liðinu Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, bauð ekkert upp á neinar afsakanir eftir að heimsmeistararnir mörðu jafntefli gegn Íslandi í kvöld. 11. október 2018 22:01 Rúnar Alex tekinn út vegna bakmeiðsla Rúnar Alex Rúnarsson byrjaði í marki Íslands gegn Frökkum en fór út af í hálfleik. Erik Hamrén sagði það ekki hafa verið taktíska ákvörðun heldur hafi markmaðurinn ungi meiðst í baki. 11. október 2018 21:46 Einkunnir Íslands: Kári maður leiksins Ísland gerði 2-2 jafntefli gegn Frakklandi í vináttulandsleik í kvöld en frammistaðan var sú besta hjá liðinu eftir að Erik Hamrén tók við því. 11. október 2018 22:30 Kári: Þurfum að skera út mistökin Kári Árnason var aðallega svekktur eftir að Ísland missti niður 2-0 forystu gegn Frökkum í kvöld. 11. október 2018 21:44 Myndband: Rúnar Már tæklaði Mbappe og allt varð vitlaust Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Rúnar Már Sigurjónsson tæklaði ungstirnið Kylian Mbappe. 11. október 2018 22:03 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sýndi sitt rétta andlit í gær í 2-2 jafntefli gegn ríkjandi heimsmeisturum Frakklands. Á lokamínútum leiksins tók Kylian Mbappé leikinn í eigin hendur, jafnaði metin og sýndi af hverju hann er talinn vera einn besti leikmaður heims þrátt fyrir að vera nítján ára. Fyrstu sextíu mínútur leiksins voru einfaldlega fullkomnar af hálfu Íslands. Þrír af reynslumestu leikmönnum hópsins komu inn í liðið á ný og mátti strax sjá hvað þeir gefa liðinu, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og maður leiksins, Kári Árnason. Kári sem verður 36 ára á morgun var að leika sinn 80. leik og kórónaði frábæran leik þegar hann skoraði annað mark leiksins. Það sást strax í upphafi leiks hvað Jóhann og Alfreð færa liðinu og skapaði Alfreð fyrsta mark leiksins. Vann hann boltann hátt á vellinum, leitupp og valdi hárréttan kost, Birkir Bjarnason afgreiddi færið vel. Frakkar voru slegnir út af laginu við þetta enda virtist viðhorf þeirra vera að Ísland væri mætt til að taka þátt í sigurhátíð þeirra. Þrátt fyrir að vera mun meira með boltann fengu þeir vart færi gegn sterkri vörn Íslands. Kári minnti svo á gæði sín í föstum leikatriðum í upphafi seinni hálfleiks þegar hann stangaði hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í netið. Aftur virtust Frakkar einfaldlega vera gáttaðir á stöðunni. Didier Deschamps brást við þessu með því að blása til sóknar sem bar loksins árangur undir lokin. Ísland missti boltann í sama horni og fyrsta mark Íslands kom upp úr, Mbappé fékk boltann og hættuleg fyrirgjöf hans fór af Hannesi í Hólmar og þaðan í netið. Það gaf Frökkunum trú og skyndilega tók völlurinn og stuðningsmennirnir við sér. Vítaspyrna gaf svo Frökkunum jöfnunarmark sem þeir áttu alls ekki skilið á 90. mínútu eftir hetjulega frammistöðu Íslands. Hægt er að byggja heilmargt á þessari frammistöðu fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni á mánudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Didier: Það eru gæði í íslenska liðinu Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, bauð ekkert upp á neinar afsakanir eftir að heimsmeistararnir mörðu jafntefli gegn Íslandi í kvöld. 11. október 2018 22:01 Rúnar Alex tekinn út vegna bakmeiðsla Rúnar Alex Rúnarsson byrjaði í marki Íslands gegn Frökkum en fór út af í hálfleik. Erik Hamrén sagði það ekki hafa verið taktíska ákvörðun heldur hafi markmaðurinn ungi meiðst í baki. 11. október 2018 21:46 Einkunnir Íslands: Kári maður leiksins Ísland gerði 2-2 jafntefli gegn Frakklandi í vináttulandsleik í kvöld en frammistaðan var sú besta hjá liðinu eftir að Erik Hamrén tók við því. 11. október 2018 22:30 Kári: Þurfum að skera út mistökin Kári Árnason var aðallega svekktur eftir að Ísland missti niður 2-0 forystu gegn Frökkum í kvöld. 11. október 2018 21:44 Myndband: Rúnar Már tæklaði Mbappe og allt varð vitlaust Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Rúnar Már Sigurjónsson tæklaði ungstirnið Kylian Mbappe. 11. október 2018 22:03 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Didier: Það eru gæði í íslenska liðinu Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, bauð ekkert upp á neinar afsakanir eftir að heimsmeistararnir mörðu jafntefli gegn Íslandi í kvöld. 11. október 2018 22:01
Rúnar Alex tekinn út vegna bakmeiðsla Rúnar Alex Rúnarsson byrjaði í marki Íslands gegn Frökkum en fór út af í hálfleik. Erik Hamrén sagði það ekki hafa verið taktíska ákvörðun heldur hafi markmaðurinn ungi meiðst í baki. 11. október 2018 21:46
Einkunnir Íslands: Kári maður leiksins Ísland gerði 2-2 jafntefli gegn Frakklandi í vináttulandsleik í kvöld en frammistaðan var sú besta hjá liðinu eftir að Erik Hamrén tók við því. 11. október 2018 22:30
Kári: Þurfum að skera út mistökin Kári Árnason var aðallega svekktur eftir að Ísland missti niður 2-0 forystu gegn Frökkum í kvöld. 11. október 2018 21:44
Myndband: Rúnar Már tæklaði Mbappe og allt varð vitlaust Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Rúnar Már Sigurjónsson tæklaði ungstirnið Kylian Mbappe. 11. október 2018 22:03