Lýsa furðu sinni á aðdróttunum Símans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2018 10:59 Alma Ómarsdóttir er formaður Félags fréttamanna. Fréttablaðið/Pjetur Aðalfundur Félags fréttamanna lýsir furðu sinni á ómaklegum aðdróttunum Magnúsar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra sölusviðs Símans, í garð fréttastofu RÚV. Ásakanir hans í bréfi til fjölmiðlanefndar eiga ekki við nein rök að styðjast heldur lýsa þær aðeins fjörugu ímyndunarafli framkvæmdastjórans. Svo segir í ályktun félagsins sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í gær. „Það er ekki að ástæðulausu að fréttastofa RÚV nýtur langmests trausts íslenskra fjölmiðla í öllum könnunum. Fréttastofa og starfsmenn hennar starfa af heilindum. Það ætti vart að þurfa að taka fram að fréttir eru aldrei unnar með hliðsjón af auglýsingahagsmunum og að engar kostaðar umfjallanir eru í fréttum RÚV.“ Ríkisúvarpið greindi frá því í fyrrakvöld að Síminn krefðist þess að Fjölmiðlanefnd rannsakaði hvort óeðlileg tengsl væru á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans, sagði í bréfi til Fjölmiðlanefndar að húsleit hjá RÚV væri eina leiðin sem gæti skilað „óyggjandi niðurstöðu“ yrði málið rannsakað að mati Símans. Í Fréttablaðinu í dag segir Magnús að hafi einhvern tímann verið rannsóknarhagsmunir í málinu séu þeir nú spilltir eftir að Fjölmiðlanefnd sendi kæruna til RÚV. „Með því að taka málið ekki fyrir sérstaklega eða leiðbeina um aðra málsmeðferð heldur senda kæruna bara beint til Ríkisútvarpsins er Fjölmiðlanefnd búin að tryggja að það verður aldrei fengin nein óyggjandi niðurstaða í þessu máli,“ segir Magnús í Fréttablaðinu. Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóri RÚV, sagði á vef miðilsins í fyrrakvöld að ásakanir Magnúsar væru grafalvalegar og atvinnurógur. Í kvörtun hans væri aðeins að finna „rakalausar dylgjur og hugarburð“. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru Magnús Ragnarsson kveðst hafa fengið símtal um að auglýsing um Hafnartorg yrði ekki birt hjá Símanum því fyrirtækið ræki ekki fréttastofu. Ekki verði skorið úr um brot RÚV því fjölmiðlanefnd hafi klúðrað rannsóknarbeiðni. 12. október 2018 07:15 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Aðalfundur Félags fréttamanna lýsir furðu sinni á ómaklegum aðdróttunum Magnúsar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra sölusviðs Símans, í garð fréttastofu RÚV. Ásakanir hans í bréfi til fjölmiðlanefndar eiga ekki við nein rök að styðjast heldur lýsa þær aðeins fjörugu ímyndunarafli framkvæmdastjórans. Svo segir í ályktun félagsins sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í gær. „Það er ekki að ástæðulausu að fréttastofa RÚV nýtur langmests trausts íslenskra fjölmiðla í öllum könnunum. Fréttastofa og starfsmenn hennar starfa af heilindum. Það ætti vart að þurfa að taka fram að fréttir eru aldrei unnar með hliðsjón af auglýsingahagsmunum og að engar kostaðar umfjallanir eru í fréttum RÚV.“ Ríkisúvarpið greindi frá því í fyrrakvöld að Síminn krefðist þess að Fjölmiðlanefnd rannsakaði hvort óeðlileg tengsl væru á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans, sagði í bréfi til Fjölmiðlanefndar að húsleit hjá RÚV væri eina leiðin sem gæti skilað „óyggjandi niðurstöðu“ yrði málið rannsakað að mati Símans. Í Fréttablaðinu í dag segir Magnús að hafi einhvern tímann verið rannsóknarhagsmunir í málinu séu þeir nú spilltir eftir að Fjölmiðlanefnd sendi kæruna til RÚV. „Með því að taka málið ekki fyrir sérstaklega eða leiðbeina um aðra málsmeðferð heldur senda kæruna bara beint til Ríkisútvarpsins er Fjölmiðlanefnd búin að tryggja að það verður aldrei fengin nein óyggjandi niðurstaða í þessu máli,“ segir Magnús í Fréttablaðinu. Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóri RÚV, sagði á vef miðilsins í fyrrakvöld að ásakanir Magnúsar væru grafalvalegar og atvinnurógur. Í kvörtun hans væri aðeins að finna „rakalausar dylgjur og hugarburð“.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru Magnús Ragnarsson kveðst hafa fengið símtal um að auglýsing um Hafnartorg yrði ekki birt hjá Símanum því fyrirtækið ræki ekki fréttastofu. Ekki verði skorið úr um brot RÚV því fjölmiðlanefnd hafi klúðrað rannsóknarbeiðni. 12. október 2018 07:15 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45
Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru Magnús Ragnarsson kveðst hafa fengið símtal um að auglýsing um Hafnartorg yrði ekki birt hjá Símanum því fyrirtækið ræki ekki fréttastofu. Ekki verði skorið úr um brot RÚV því fjölmiðlanefnd hafi klúðrað rannsóknarbeiðni. 12. október 2018 07:15