Lýsa furðu sinni á aðdróttunum Símans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2018 10:59 Alma Ómarsdóttir er formaður Félags fréttamanna. Fréttablaðið/Pjetur Aðalfundur Félags fréttamanna lýsir furðu sinni á ómaklegum aðdróttunum Magnúsar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra sölusviðs Símans, í garð fréttastofu RÚV. Ásakanir hans í bréfi til fjölmiðlanefndar eiga ekki við nein rök að styðjast heldur lýsa þær aðeins fjörugu ímyndunarafli framkvæmdastjórans. Svo segir í ályktun félagsins sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í gær. „Það er ekki að ástæðulausu að fréttastofa RÚV nýtur langmests trausts íslenskra fjölmiðla í öllum könnunum. Fréttastofa og starfsmenn hennar starfa af heilindum. Það ætti vart að þurfa að taka fram að fréttir eru aldrei unnar með hliðsjón af auglýsingahagsmunum og að engar kostaðar umfjallanir eru í fréttum RÚV.“ Ríkisúvarpið greindi frá því í fyrrakvöld að Síminn krefðist þess að Fjölmiðlanefnd rannsakaði hvort óeðlileg tengsl væru á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans, sagði í bréfi til Fjölmiðlanefndar að húsleit hjá RÚV væri eina leiðin sem gæti skilað „óyggjandi niðurstöðu“ yrði málið rannsakað að mati Símans. Í Fréttablaðinu í dag segir Magnús að hafi einhvern tímann verið rannsóknarhagsmunir í málinu séu þeir nú spilltir eftir að Fjölmiðlanefnd sendi kæruna til RÚV. „Með því að taka málið ekki fyrir sérstaklega eða leiðbeina um aðra málsmeðferð heldur senda kæruna bara beint til Ríkisútvarpsins er Fjölmiðlanefnd búin að tryggja að það verður aldrei fengin nein óyggjandi niðurstaða í þessu máli,“ segir Magnús í Fréttablaðinu. Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóri RÚV, sagði á vef miðilsins í fyrrakvöld að ásakanir Magnúsar væru grafalvalegar og atvinnurógur. Í kvörtun hans væri aðeins að finna „rakalausar dylgjur og hugarburð“. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru Magnús Ragnarsson kveðst hafa fengið símtal um að auglýsing um Hafnartorg yrði ekki birt hjá Símanum því fyrirtækið ræki ekki fréttastofu. Ekki verði skorið úr um brot RÚV því fjölmiðlanefnd hafi klúðrað rannsóknarbeiðni. 12. október 2018 07:15 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Aðalfundur Félags fréttamanna lýsir furðu sinni á ómaklegum aðdróttunum Magnúsar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra sölusviðs Símans, í garð fréttastofu RÚV. Ásakanir hans í bréfi til fjölmiðlanefndar eiga ekki við nein rök að styðjast heldur lýsa þær aðeins fjörugu ímyndunarafli framkvæmdastjórans. Svo segir í ályktun félagsins sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í gær. „Það er ekki að ástæðulausu að fréttastofa RÚV nýtur langmests trausts íslenskra fjölmiðla í öllum könnunum. Fréttastofa og starfsmenn hennar starfa af heilindum. Það ætti vart að þurfa að taka fram að fréttir eru aldrei unnar með hliðsjón af auglýsingahagsmunum og að engar kostaðar umfjallanir eru í fréttum RÚV.“ Ríkisúvarpið greindi frá því í fyrrakvöld að Síminn krefðist þess að Fjölmiðlanefnd rannsakaði hvort óeðlileg tengsl væru á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans, sagði í bréfi til Fjölmiðlanefndar að húsleit hjá RÚV væri eina leiðin sem gæti skilað „óyggjandi niðurstöðu“ yrði málið rannsakað að mati Símans. Í Fréttablaðinu í dag segir Magnús að hafi einhvern tímann verið rannsóknarhagsmunir í málinu séu þeir nú spilltir eftir að Fjölmiðlanefnd sendi kæruna til RÚV. „Með því að taka málið ekki fyrir sérstaklega eða leiðbeina um aðra málsmeðferð heldur senda kæruna bara beint til Ríkisútvarpsins er Fjölmiðlanefnd búin að tryggja að það verður aldrei fengin nein óyggjandi niðurstaða í þessu máli,“ segir Magnús í Fréttablaðinu. Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóri RÚV, sagði á vef miðilsins í fyrrakvöld að ásakanir Magnúsar væru grafalvalegar og atvinnurógur. Í kvörtun hans væri aðeins að finna „rakalausar dylgjur og hugarburð“.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru Magnús Ragnarsson kveðst hafa fengið símtal um að auglýsing um Hafnartorg yrði ekki birt hjá Símanum því fyrirtækið ræki ekki fréttastofu. Ekki verði skorið úr um brot RÚV því fjölmiðlanefnd hafi klúðrað rannsóknarbeiðni. 12. október 2018 07:15 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45
Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru Magnús Ragnarsson kveðst hafa fengið símtal um að auglýsing um Hafnartorg yrði ekki birt hjá Símanum því fyrirtækið ræki ekki fréttastofu. Ekki verði skorið úr um brot RÚV því fjölmiðlanefnd hafi klúðrað rannsóknarbeiðni. 12. október 2018 07:15