Lýsa furðu sinni á aðdróttunum Símans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2018 10:59 Alma Ómarsdóttir er formaður Félags fréttamanna. Fréttablaðið/Pjetur Aðalfundur Félags fréttamanna lýsir furðu sinni á ómaklegum aðdróttunum Magnúsar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra sölusviðs Símans, í garð fréttastofu RÚV. Ásakanir hans í bréfi til fjölmiðlanefndar eiga ekki við nein rök að styðjast heldur lýsa þær aðeins fjörugu ímyndunarafli framkvæmdastjórans. Svo segir í ályktun félagsins sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í gær. „Það er ekki að ástæðulausu að fréttastofa RÚV nýtur langmests trausts íslenskra fjölmiðla í öllum könnunum. Fréttastofa og starfsmenn hennar starfa af heilindum. Það ætti vart að þurfa að taka fram að fréttir eru aldrei unnar með hliðsjón af auglýsingahagsmunum og að engar kostaðar umfjallanir eru í fréttum RÚV.“ Ríkisúvarpið greindi frá því í fyrrakvöld að Síminn krefðist þess að Fjölmiðlanefnd rannsakaði hvort óeðlileg tengsl væru á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans, sagði í bréfi til Fjölmiðlanefndar að húsleit hjá RÚV væri eina leiðin sem gæti skilað „óyggjandi niðurstöðu“ yrði málið rannsakað að mati Símans. Í Fréttablaðinu í dag segir Magnús að hafi einhvern tímann verið rannsóknarhagsmunir í málinu séu þeir nú spilltir eftir að Fjölmiðlanefnd sendi kæruna til RÚV. „Með því að taka málið ekki fyrir sérstaklega eða leiðbeina um aðra málsmeðferð heldur senda kæruna bara beint til Ríkisútvarpsins er Fjölmiðlanefnd búin að tryggja að það verður aldrei fengin nein óyggjandi niðurstaða í þessu máli,“ segir Magnús í Fréttablaðinu. Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóri RÚV, sagði á vef miðilsins í fyrrakvöld að ásakanir Magnúsar væru grafalvalegar og atvinnurógur. Í kvörtun hans væri aðeins að finna „rakalausar dylgjur og hugarburð“. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru Magnús Ragnarsson kveðst hafa fengið símtal um að auglýsing um Hafnartorg yrði ekki birt hjá Símanum því fyrirtækið ræki ekki fréttastofu. Ekki verði skorið úr um brot RÚV því fjölmiðlanefnd hafi klúðrað rannsóknarbeiðni. 12. október 2018 07:15 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Aðalfundur Félags fréttamanna lýsir furðu sinni á ómaklegum aðdróttunum Magnúsar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra sölusviðs Símans, í garð fréttastofu RÚV. Ásakanir hans í bréfi til fjölmiðlanefndar eiga ekki við nein rök að styðjast heldur lýsa þær aðeins fjörugu ímyndunarafli framkvæmdastjórans. Svo segir í ályktun félagsins sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í gær. „Það er ekki að ástæðulausu að fréttastofa RÚV nýtur langmests trausts íslenskra fjölmiðla í öllum könnunum. Fréttastofa og starfsmenn hennar starfa af heilindum. Það ætti vart að þurfa að taka fram að fréttir eru aldrei unnar með hliðsjón af auglýsingahagsmunum og að engar kostaðar umfjallanir eru í fréttum RÚV.“ Ríkisúvarpið greindi frá því í fyrrakvöld að Síminn krefðist þess að Fjölmiðlanefnd rannsakaði hvort óeðlileg tengsl væru á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans, sagði í bréfi til Fjölmiðlanefndar að húsleit hjá RÚV væri eina leiðin sem gæti skilað „óyggjandi niðurstöðu“ yrði málið rannsakað að mati Símans. Í Fréttablaðinu í dag segir Magnús að hafi einhvern tímann verið rannsóknarhagsmunir í málinu séu þeir nú spilltir eftir að Fjölmiðlanefnd sendi kæruna til RÚV. „Með því að taka málið ekki fyrir sérstaklega eða leiðbeina um aðra málsmeðferð heldur senda kæruna bara beint til Ríkisútvarpsins er Fjölmiðlanefnd búin að tryggja að það verður aldrei fengin nein óyggjandi niðurstaða í þessu máli,“ segir Magnús í Fréttablaðinu. Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóri RÚV, sagði á vef miðilsins í fyrrakvöld að ásakanir Magnúsar væru grafalvalegar og atvinnurógur. Í kvörtun hans væri aðeins að finna „rakalausar dylgjur og hugarburð“.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru Magnús Ragnarsson kveðst hafa fengið símtal um að auglýsing um Hafnartorg yrði ekki birt hjá Símanum því fyrirtækið ræki ekki fréttastofu. Ekki verði skorið úr um brot RÚV því fjölmiðlanefnd hafi klúðrað rannsóknarbeiðni. 12. október 2018 07:15 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45
Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru Magnús Ragnarsson kveðst hafa fengið símtal um að auglýsing um Hafnartorg yrði ekki birt hjá Símanum því fyrirtækið ræki ekki fréttastofu. Ekki verði skorið úr um brot RÚV því fjölmiðlanefnd hafi klúðrað rannsóknarbeiðni. 12. október 2018 07:15