Körfubolti

Sérfræðingar Körfuboltakvölds ósáttir við Pétur: „Hann rændi strákana tækifærinu á að vinna“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kristinn Friðriksson var gáttaður á því að Pétur hefði ekki tekið leikhlé
Kristinn Friðriksson var gáttaður á því að Pétur hefði ekki tekið leikhlé S2 Sport
Stjarnan vann 15 stiga sigur á nýliðum Breiðabliks í Domino's deild karla á fimmtudagskvöld. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds settu spurningarmerki við leikstýringu Péturs Ingvarssonar á síðustu mínútunum.

Það var mjög jafnt með liðunum í þrjá leikhluta en í þeim fjórða fór Stjarnan að síga fram úr.

„Hann tekur Arnór og Covile út af þegar það eru fimm mínútur eftir, minnir mig, og það er rétt fyrir þessa þristasýningu sem þeir svo detta í, Stjörnumenn,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson, einn sérfræðinga þáttarins.

„Hann er að spila nánast á einum gír með mennina. Þeir gerðu frábæra hluti og spiluðu geggjaðan leik, þessir ungu strákar. Þeir hlupu völlinn, rosalega agressívir í skotunum, alltaf tilbúnir að skjóta. Gerðu frábæra hluti og voru algjörlega inni í leiknum þegar það voru svona sex mínútur eftir.“

„Þá þurfti aðeins að bremsa þá af, því þeir hafa ekki þessa reynslu sem að Stjarnan er með. Eins mikla virðingu og ég ber fyrir Pétri þá var ég bara mjög gáttaður á afhverju hann notaði ekki leikhléin, því hann er klárlega sjötti maðurinn í þessu liði.“

„Mér fannst hann svolítið hafa rænt strákana tækifærinu á að vinna leikinn.“

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×