Sport

„Fyrirmyndir eins og Sunna Rannveig hjálpa til"

Smári Jökull Jónsson skrifar
Frá mótinu í dag
Frá mótinu í dag
Það var hart tekist á í Laugardalshöll í dag á Íslandsmótinu í Jiu-jitsu.

Brasilískt Jiu-jitsu er bardagaíþrótt þar sem mest áhersla er lögð á glímu á gólfinu. Markmiðið er að ná yfirburðastöðu gagnvart andstæðingi, fá hann til að gefast upp með lás, hengingu eða einhvers konar taki.

"Þetta er næst stærsta mót sem við höfum haldið. Það eru 102 keppendur skráðir til leiks frá fimm félögum en 2014 voru aðeins fleiri, 112," segir Dóra Haraldsdóttir gjaldgeri BJJ-sambandsins í viðtali við Arnar Björnsson.

Dóra segir að áhuginn sé alltaf að aukast og þeir bestu séu alltaf að verða betri.

"Það eru alltaf einhverjir nýir að bætast við. Við erum að beltaskipta þessu núna af því það eru komin mörg hvít belti og blá belti þannig að við höfum tækifæri til að gera það núna."

Hvað er svona skemmtilegt við þessa íþrótt?

"Þetta er ákveðin áskorun og skemmtileg líkamleg hreyfing þar sem maður er í snertingu við fólk. Þetta reynir bæði á hausinn á manni og tækni. Þetta er ekki bara styrkur heldur svolítið eins og skák eins og ég segi stundum."

Tæplega 20 konur kepptu á mótinu í dag en Dóra segir að fleiri konur séu farnar að æfa íþróttina.

"Það eru fyrirmyndir eins og Sunna Rannveig sem hjálpa til með það. Þetta er svolítið ávanabindandi og það er auðvitað öðruvísi að keppa heldur en að æfa. Það er öðruvísi tilfinning sem fylgir því, smá stress en betri áskorun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×