Sport

Guðbjörg Jóna bætti eigið met í Buenos Aires

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guðbjörg var fánaberi Íslands á opnunarhátíðinni.
Guðbjörg var fánaberi Íslands á opnunarhátíðinni. Nordicphotos/getty
Ungstirnið Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir setti nýtt Íslandsmet í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires um helgina þegar hún kom í mark á 23,55 sekúndum.  Eftir að hafa bætt 21 ára gamalt Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur fyrr í sumar gerði hún enn betur og bætti það um sex sekúndubrot í Argentínu um helgina.

Guðbjörg kom fyrst í mark á laugardaginn, 61 sekúndubroti á undan Leticiu Mariu Nonato Lima frá Brasilíu, en er ekki búin að tryggja sér gullverðlaunin. 

Keppnin í frjálsum er með nýstárlegu sniði á þessu móti því samanlagður árangur í tveimur umferðum gildir til sigurs á mótinu. Fer seinna hlaupið fram á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×