Hið ómögulega Anna Lísa Björnsdóttir skrifar 15. október 2018 10:00 Alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi er í dag, 15. október. Gleym mér ei styrktarfélag hefur staðið fyrir minningarstund á hverju ári síðastliðin sjö ár. Þetta árið höldum við minningarstundir í Guðríðarkirkju og Glerárkirkju kl. 20. Að venju verður hægt að tendra ljós fyrir litlu börnin okkar og eiga fallegar stundir. Gleym mér ei styrktarfélag var stofnað haustið 2013 af undirritaðri, Þórunni Pálsdóttur og Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Sameiginleg reynsla okkar af missi á meðgöngu færði okkur saman. Missir á meðgöngu er oft einangrandi fyrir foreldra og nánustu aðstandendur – þessi sorg er oft erfið þeim sem ekki tengdust barninu á sama hátt og foreldrarnir, en langar til að veita foreldrum tilfinningalegan stuðning. Það er til orð yfir börn sem missa foreldra, maka sem missa maka, en það er ekkert orð sem lýsir þeim sársauka að missa barn. Lin-Manuel Miranda notar orðið „ómögulegt“ (The unimaginable) þegar hann skrifar lag um sorg foreldra eftir barnsmissi í söngleik sínum. Það er ómögulegt að setja sig í spor foreldra sem lifa börnin sín.Gefa okkur tækifæri Gleym mér ei hefur síðan haustið 2017 gefið foreldrum sem missa börn á meðgöngu eða skömmu eftir fæðingu minningarkassa. Þótt skrefin heim, tómhent af fæðingardeildunum, verði óendanlega þungbær hafa minningarkassarnir verið dýrmætir fyrir foreldra og systkini. Foreldrar syrgja barnið sitt út lífið og eins mikið og við í Gleym mér ei vildum óska að það væri ekki þörf fyrir okkar félag, erum við afar þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum hvert af öðru. Stuðningshóparnir okkar og minningarstundir gefa okkur tækifæri til að minnast barnanna okkar og njóta samvista við aðra foreldra með þessa þungbæru reynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi er í dag, 15. október. Gleym mér ei styrktarfélag hefur staðið fyrir minningarstund á hverju ári síðastliðin sjö ár. Þetta árið höldum við minningarstundir í Guðríðarkirkju og Glerárkirkju kl. 20. Að venju verður hægt að tendra ljós fyrir litlu börnin okkar og eiga fallegar stundir. Gleym mér ei styrktarfélag var stofnað haustið 2013 af undirritaðri, Þórunni Pálsdóttur og Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Sameiginleg reynsla okkar af missi á meðgöngu færði okkur saman. Missir á meðgöngu er oft einangrandi fyrir foreldra og nánustu aðstandendur – þessi sorg er oft erfið þeim sem ekki tengdust barninu á sama hátt og foreldrarnir, en langar til að veita foreldrum tilfinningalegan stuðning. Það er til orð yfir börn sem missa foreldra, maka sem missa maka, en það er ekkert orð sem lýsir þeim sársauka að missa barn. Lin-Manuel Miranda notar orðið „ómögulegt“ (The unimaginable) þegar hann skrifar lag um sorg foreldra eftir barnsmissi í söngleik sínum. Það er ómögulegt að setja sig í spor foreldra sem lifa börnin sín.Gefa okkur tækifæri Gleym mér ei hefur síðan haustið 2017 gefið foreldrum sem missa börn á meðgöngu eða skömmu eftir fæðingu minningarkassa. Þótt skrefin heim, tómhent af fæðingardeildunum, verði óendanlega þungbær hafa minningarkassarnir verið dýrmætir fyrir foreldra og systkini. Foreldrar syrgja barnið sitt út lífið og eins mikið og við í Gleym mér ei vildum óska að það væri ekki þörf fyrir okkar félag, erum við afar þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum hvert af öðru. Stuðningshóparnir okkar og minningarstundir gefa okkur tækifæri til að minnast barnanna okkar og njóta samvista við aðra foreldra með þessa þungbæru reynslu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar