Innlent

Enn í haldi eftir árás á dyravörð

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Árásin var á Shooters í Austurstræti.
Árásin var á Shooters í Austurstræti. Fréttablaðið/Anton Brink
Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhalds um fjórar vikur yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás á dyravörð 26. ágúst. Maðurinn hefur verið í haldi frá því að hann var handtekinn skömmu eftir árásina.

Í úrskurðinum er árásinni lýst sem ofsafenginni. Fjórir menn hafi ráðist með offorsi á dyravörðinn og sá sem er í haldi sagður hafa kýlt ítrekað og sparkað í höfuð dyravarðarins sem er nú lamaður fyrir neðan höku. Enn er tveggja manna leitað vegna gruns um aðild að árásinni.


Tengdar fréttir

Dyraverðir vilja fá betri búnað til að bregðast við ofbeldi

Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun.

Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×