Gerðu rassíu saman vegna Khashoggi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. október 2018 07:30 Tyrkneskir lögreglumenn við ræðismannsskrifstofuna í gær. Getty/Yasin Aras Hópur rannsakenda fór í gær inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl. Yfirvöld í Tyrklandi sögðu að um væri að ræða sameiginlega rannsókn vegna máls sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi, sem hvarf eftir að hafa farið inn á skrifstofuna fyrir um hálfum mánuði. Ekki lá fyrir hver afraksturinn var þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Tyrkneskir embættismenn hafa áður sagst óttast að sveit leigumorðingja á vegum Sádi-Araba hafi komið til landsins, myrt og sundurlimað Khashoggi en blaðamaðurinn hafði gagnrýnt sádiarabíska krónprinsinn Mohammed bin Salman harðlega, meðal annars í skoðanagrein í The Washington Post. Þessum ásökunum hafa Sádi-Arabar ítrekað hafnað en ekki lagt fram nein sönnunargögn fyrir því að Khashoggi hafi yfirgefið ræðismannsskrifstofuna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi við Salman, konung Sádi-Arabíu, í gær. Eftir samræðurnar greindi Trump frá því að Salman segðist ekkert vita um afdrif Khashoggi. Bætti hann því þó við að ráðist yrði í refsiaðgerðir ef sannað verður að Sádi-Arabar beri ábyrgð á hvarfinu. Sádi-Aröbum hefur áður verið hótað aðgerðum vegna málsins. Þeir sögðu á sunnudag að ef þeim yrði refsað myndi ríkið svara með enn meiri refsiaðgerðum, sádiarabíska hagkerfið væri mikilvægt í alþjóðlegu samhengi. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Stórfyrirtæki fjarlægja sig Sádum eftir hvarf blaðamannsins Sum vestræn fyrirtækja hika við að láta bendla sig við Sáda eftir hvarf blaða- og andófsmanns. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar verið meira tvístígandi í viðbrögðum sínum við ásökunum um að Sádar hafi myrt hann. 13. október 2018 10:02 Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Bandaríkjaforseti hafði talað um strangar refsingar ef í ljós kemur að Sádar beri ábyrgð á hvarfi sádiarabísks blaða- og andófsmanns. 14. október 2018 14:23 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
Hópur rannsakenda fór í gær inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl. Yfirvöld í Tyrklandi sögðu að um væri að ræða sameiginlega rannsókn vegna máls sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi, sem hvarf eftir að hafa farið inn á skrifstofuna fyrir um hálfum mánuði. Ekki lá fyrir hver afraksturinn var þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Tyrkneskir embættismenn hafa áður sagst óttast að sveit leigumorðingja á vegum Sádi-Araba hafi komið til landsins, myrt og sundurlimað Khashoggi en blaðamaðurinn hafði gagnrýnt sádiarabíska krónprinsinn Mohammed bin Salman harðlega, meðal annars í skoðanagrein í The Washington Post. Þessum ásökunum hafa Sádi-Arabar ítrekað hafnað en ekki lagt fram nein sönnunargögn fyrir því að Khashoggi hafi yfirgefið ræðismannsskrifstofuna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi við Salman, konung Sádi-Arabíu, í gær. Eftir samræðurnar greindi Trump frá því að Salman segðist ekkert vita um afdrif Khashoggi. Bætti hann því þó við að ráðist yrði í refsiaðgerðir ef sannað verður að Sádi-Arabar beri ábyrgð á hvarfinu. Sádi-Aröbum hefur áður verið hótað aðgerðum vegna málsins. Þeir sögðu á sunnudag að ef þeim yrði refsað myndi ríkið svara með enn meiri refsiaðgerðum, sádiarabíska hagkerfið væri mikilvægt í alþjóðlegu samhengi.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Stórfyrirtæki fjarlægja sig Sádum eftir hvarf blaðamannsins Sum vestræn fyrirtækja hika við að láta bendla sig við Sáda eftir hvarf blaða- og andófsmanns. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar verið meira tvístígandi í viðbrögðum sínum við ásökunum um að Sádar hafi myrt hann. 13. október 2018 10:02 Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Bandaríkjaforseti hafði talað um strangar refsingar ef í ljós kemur að Sádar beri ábyrgð á hvarfi sádiarabísks blaða- og andófsmanns. 14. október 2018 14:23 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26
Stórfyrirtæki fjarlægja sig Sádum eftir hvarf blaðamannsins Sum vestræn fyrirtækja hika við að láta bendla sig við Sáda eftir hvarf blaða- og andófsmanns. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar verið meira tvístígandi í viðbrögðum sínum við ásökunum um að Sádar hafi myrt hann. 13. október 2018 10:02
Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Bandaríkjaforseti hafði talað um strangar refsingar ef í ljós kemur að Sádar beri ábyrgð á hvarfi sádiarabísks blaða- og andófsmanns. 14. október 2018 14:23