Eyjólfur vill halda áfram: Framtíðarmenn stundum valdir fram yfir þá sem hjálpa liðinu í dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. október 2018 10:30 Eyjólfur hefur þjálfað U21 landsliðið síðustu ár og vill halda áfram. mynd/ksí/hilmar þór Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta lýkur leik í undankeppni EM 2019 á Flórídana-vellinum í Árbæ í dag þegar að liðið mætir Spáni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 16.45. Íslenska liðið er úr leik og því að engu að keppa í Árbænum í dag. Liðið hefur verið yngt upp í síðustu leikjum til að undirbúa það frekar fyrir átökin í næstu undankeppni en þar vill Eyjólfur Sverrisson áfram stýra liðinu. „Ég vil vera áfram. Ég hef gríðarlegan áhuga á þessu. Ég er búinn að vera lengi í þessu en þetta er ekki í mínum höndum. Við verðum að sjá til hvernig þetta þróast,“ segir Eyjólfur við íþróttadeild. Leikmannaval Eyjólfs undanfarin misseri hefur langt frá því verið óumdeilt og alltaf eru einhverjir sem hafa skoðun á valinu sem er kannski eðlilegt. Eyjólfur segist vinna eftir skýrri stefnu og treystir á sína sannfæringu. „Ég verð að gera þetta eftir minni sannfæringu. Ég er búinn að vera í þessum bransa ansi lengi og var sjálfur atvinnumaður í 16 ár,“ segir hann. „Hlutverk okkar er að búa til leikmenn fyrir A-landsliðið. Við þurfum að velja framtíðarlandsliðsmenn. Stráka sem að við teljum að muni spila fyrir A-landsliðið í framtíðinni.“ „Það er okkar hlutverk og þess vegna erum við stundum ekki að taka leikmann inn sem að myndi hjálpa okkur strax heldur þá sem eru meiri framtíð í. Við þurfum að byggja upp framtíðarmenn. Við horfum mikið til þess þó svo að það hjálpi okkur ekki akkúrat núna,“ segir Eyjólfur Sverrisson. Íslenski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta lýkur leik í undankeppni EM 2019 á Flórídana-vellinum í Árbæ í dag þegar að liðið mætir Spáni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 16.45. Íslenska liðið er úr leik og því að engu að keppa í Árbænum í dag. Liðið hefur verið yngt upp í síðustu leikjum til að undirbúa það frekar fyrir átökin í næstu undankeppni en þar vill Eyjólfur Sverrisson áfram stýra liðinu. „Ég vil vera áfram. Ég hef gríðarlegan áhuga á þessu. Ég er búinn að vera lengi í þessu en þetta er ekki í mínum höndum. Við verðum að sjá til hvernig þetta þróast,“ segir Eyjólfur við íþróttadeild. Leikmannaval Eyjólfs undanfarin misseri hefur langt frá því verið óumdeilt og alltaf eru einhverjir sem hafa skoðun á valinu sem er kannski eðlilegt. Eyjólfur segist vinna eftir skýrri stefnu og treystir á sína sannfæringu. „Ég verð að gera þetta eftir minni sannfæringu. Ég er búinn að vera í þessum bransa ansi lengi og var sjálfur atvinnumaður í 16 ár,“ segir hann. „Hlutverk okkar er að búa til leikmenn fyrir A-landsliðið. Við þurfum að velja framtíðarlandsliðsmenn. Stráka sem að við teljum að muni spila fyrir A-landsliðið í framtíðinni.“ „Það er okkar hlutverk og þess vegna erum við stundum ekki að taka leikmann inn sem að myndi hjálpa okkur strax heldur þá sem eru meiri framtíð í. Við þurfum að byggja upp framtíðarmenn. Við horfum mikið til þess þó svo að það hjálpi okkur ekki akkúrat núna,“ segir Eyjólfur Sverrisson.
Íslenski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira