Öryggisbrestur hjá Facebook hafði áhrif á 2500 íslenska notendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2018 14:55 30 milljónir Facebook-notenda urðu fyrir öryggisbrestinum. Getty/Guillaume Payen Öryggisbrestur hjá Facebook hafði áhrif á tæplega 2500 íslenska notendur samfélagsmiðilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. Greint var frá því á dögunum að öryggisbresturinn hefði varðað um 50 milljónir notenda Facebook, en síðar kom í ljós að hann náði til færri notenda en upphaflega var talið eða um 30 milljóna. Umræddur öryggisbrestur varð til þess að óviðkomandi aðilum tókst að komast yfir margvíslegar upplýsingar um notendur, þar á meðal netföng þeirra og símanúmer. Í einhverjum tilvikum urðu aðrar og ítarlegri upplýsingar jafnframt aðgengilegar, svo sem um fæðingardag, staðsetningu og fleira. Samkvæmt upplýsingum frá Facebook komust umræddir aðilar þó ekki yfir lykilorð notenda eða greiðsluupplýsingar, svo sem kreditkortanúmer. Í kjölfar tilkynningar um öryggisbrestinn frá Facebook óskaði Persónuvernd eftir upplýsingum um hvort hann hefði haft áhrif á einstaklinga sem staðsettir væru á Íslandi. Í ljós kom að tæplega 2500 notendur hér á landi urðu fyrir öryggisbrestinum.Hér geta Facebook-notendur kannað hvort öryggisbresturinn hafi haft áhrif á þá. Umræddar upplýsingar birtast neðarlega á vefsíðunni, ásamt leiðbeiningum um rétt viðbrögð ef við á.Skjáskot af síðunni sem tekur á móti notendum þegar þeir kanna hvort þeir hafi orðið fyrir öryggisbrestinum. Í þessu tilfelli hefur notandinn ekki orðið fyrir öryggisbrestinum og hefur rauður kassi verið dreginn utan um skilaboð Facebook þess efnis.Skjáskot/FacebookHér að neðan má sjá leiðbeiningar af vef Persónuverndar sem notendur geta notfært sér, hafi þeir orðið fyrir öryggisbrestinum. Hvað get ég gert ef öryggisbresturinn varðar mig?Vertu vakandi fyrir svikapóstum, vefveiðum (e. phishing), símtölum og skilaboðum úr símanúmerum sem þú þekkir ekki. Upplýsingar um stolin netföng og símanúmer ganga kaupum og sölum á Netinu og eru meðal annars nýttar af þeim sem stunda slíkt.Athugaðu að tölvupóstur af þessu tagi kann meðal annars að vera merktur Facebook. Í stað þess að smella á tengil í tölvupóstinum er rétt að kanna hvort sömu upplýsingar eru aðgengilegar í gegnum Facebook-reikninginn sjálfan.Þarf ég að skipta um lykilorð? Samkvæmt upplýsingum frá Facebook liggur ekki fyrir að lykilorð notenda hafi orðið aðgengileg óviðkomandi aðilum. Hins vegar er það alltaf góð regla að skipta um lykilorð reglulega. Það á ekki einungis við um samfélagsmiðla heldur einnig tölvupóstföng, svo dæmi sé nefnt. Með því að smella hér opnast vefsíða þar sem hægt er að kanna hvort upplýsingum um tiltekin tölvupóstföng og lykilorð hafi verið lekið á Netið. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Öryggisbrestur hjá Facebook hafði áhrif á tæplega 2500 íslenska notendur samfélagsmiðilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. Greint var frá því á dögunum að öryggisbresturinn hefði varðað um 50 milljónir notenda Facebook, en síðar kom í ljós að hann náði til færri notenda en upphaflega var talið eða um 30 milljóna. Umræddur öryggisbrestur varð til þess að óviðkomandi aðilum tókst að komast yfir margvíslegar upplýsingar um notendur, þar á meðal netföng þeirra og símanúmer. Í einhverjum tilvikum urðu aðrar og ítarlegri upplýsingar jafnframt aðgengilegar, svo sem um fæðingardag, staðsetningu og fleira. Samkvæmt upplýsingum frá Facebook komust umræddir aðilar þó ekki yfir lykilorð notenda eða greiðsluupplýsingar, svo sem kreditkortanúmer. Í kjölfar tilkynningar um öryggisbrestinn frá Facebook óskaði Persónuvernd eftir upplýsingum um hvort hann hefði haft áhrif á einstaklinga sem staðsettir væru á Íslandi. Í ljós kom að tæplega 2500 notendur hér á landi urðu fyrir öryggisbrestinum.Hér geta Facebook-notendur kannað hvort öryggisbresturinn hafi haft áhrif á þá. Umræddar upplýsingar birtast neðarlega á vefsíðunni, ásamt leiðbeiningum um rétt viðbrögð ef við á.Skjáskot af síðunni sem tekur á móti notendum þegar þeir kanna hvort þeir hafi orðið fyrir öryggisbrestinum. Í þessu tilfelli hefur notandinn ekki orðið fyrir öryggisbrestinum og hefur rauður kassi verið dreginn utan um skilaboð Facebook þess efnis.Skjáskot/FacebookHér að neðan má sjá leiðbeiningar af vef Persónuverndar sem notendur geta notfært sér, hafi þeir orðið fyrir öryggisbrestinum. Hvað get ég gert ef öryggisbresturinn varðar mig?Vertu vakandi fyrir svikapóstum, vefveiðum (e. phishing), símtölum og skilaboðum úr símanúmerum sem þú þekkir ekki. Upplýsingar um stolin netföng og símanúmer ganga kaupum og sölum á Netinu og eru meðal annars nýttar af þeim sem stunda slíkt.Athugaðu að tölvupóstur af þessu tagi kann meðal annars að vera merktur Facebook. Í stað þess að smella á tengil í tölvupóstinum er rétt að kanna hvort sömu upplýsingar eru aðgengilegar í gegnum Facebook-reikninginn sjálfan.Þarf ég að skipta um lykilorð? Samkvæmt upplýsingum frá Facebook liggur ekki fyrir að lykilorð notenda hafi orðið aðgengileg óviðkomandi aðilum. Hins vegar er það alltaf góð regla að skipta um lykilorð reglulega. Það á ekki einungis við um samfélagsmiðla heldur einnig tölvupóstföng, svo dæmi sé nefnt. Með því að smella hér opnast vefsíða þar sem hægt er að kanna hvort upplýsingum um tiltekin tölvupóstföng og lykilorð hafi verið lekið á Netið.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira