Öryggisbrestur hjá Facebook hafði áhrif á 2500 íslenska notendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2018 14:55 30 milljónir Facebook-notenda urðu fyrir öryggisbrestinum. Getty/Guillaume Payen Öryggisbrestur hjá Facebook hafði áhrif á tæplega 2500 íslenska notendur samfélagsmiðilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. Greint var frá því á dögunum að öryggisbresturinn hefði varðað um 50 milljónir notenda Facebook, en síðar kom í ljós að hann náði til færri notenda en upphaflega var talið eða um 30 milljóna. Umræddur öryggisbrestur varð til þess að óviðkomandi aðilum tókst að komast yfir margvíslegar upplýsingar um notendur, þar á meðal netföng þeirra og símanúmer. Í einhverjum tilvikum urðu aðrar og ítarlegri upplýsingar jafnframt aðgengilegar, svo sem um fæðingardag, staðsetningu og fleira. Samkvæmt upplýsingum frá Facebook komust umræddir aðilar þó ekki yfir lykilorð notenda eða greiðsluupplýsingar, svo sem kreditkortanúmer. Í kjölfar tilkynningar um öryggisbrestinn frá Facebook óskaði Persónuvernd eftir upplýsingum um hvort hann hefði haft áhrif á einstaklinga sem staðsettir væru á Íslandi. Í ljós kom að tæplega 2500 notendur hér á landi urðu fyrir öryggisbrestinum.Hér geta Facebook-notendur kannað hvort öryggisbresturinn hafi haft áhrif á þá. Umræddar upplýsingar birtast neðarlega á vefsíðunni, ásamt leiðbeiningum um rétt viðbrögð ef við á.Skjáskot af síðunni sem tekur á móti notendum þegar þeir kanna hvort þeir hafi orðið fyrir öryggisbrestinum. Í þessu tilfelli hefur notandinn ekki orðið fyrir öryggisbrestinum og hefur rauður kassi verið dreginn utan um skilaboð Facebook þess efnis.Skjáskot/FacebookHér að neðan má sjá leiðbeiningar af vef Persónuverndar sem notendur geta notfært sér, hafi þeir orðið fyrir öryggisbrestinum. Hvað get ég gert ef öryggisbresturinn varðar mig?Vertu vakandi fyrir svikapóstum, vefveiðum (e. phishing), símtölum og skilaboðum úr símanúmerum sem þú þekkir ekki. Upplýsingar um stolin netföng og símanúmer ganga kaupum og sölum á Netinu og eru meðal annars nýttar af þeim sem stunda slíkt.Athugaðu að tölvupóstur af þessu tagi kann meðal annars að vera merktur Facebook. Í stað þess að smella á tengil í tölvupóstinum er rétt að kanna hvort sömu upplýsingar eru aðgengilegar í gegnum Facebook-reikninginn sjálfan.Þarf ég að skipta um lykilorð? Samkvæmt upplýsingum frá Facebook liggur ekki fyrir að lykilorð notenda hafi orðið aðgengileg óviðkomandi aðilum. Hins vegar er það alltaf góð regla að skipta um lykilorð reglulega. Það á ekki einungis við um samfélagsmiðla heldur einnig tölvupóstföng, svo dæmi sé nefnt. Með því að smella hér opnast vefsíða þar sem hægt er að kanna hvort upplýsingum um tiltekin tölvupóstföng og lykilorð hafi verið lekið á Netið. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Öryggisbrestur hjá Facebook hafði áhrif á tæplega 2500 íslenska notendur samfélagsmiðilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. Greint var frá því á dögunum að öryggisbresturinn hefði varðað um 50 milljónir notenda Facebook, en síðar kom í ljós að hann náði til færri notenda en upphaflega var talið eða um 30 milljóna. Umræddur öryggisbrestur varð til þess að óviðkomandi aðilum tókst að komast yfir margvíslegar upplýsingar um notendur, þar á meðal netföng þeirra og símanúmer. Í einhverjum tilvikum urðu aðrar og ítarlegri upplýsingar jafnframt aðgengilegar, svo sem um fæðingardag, staðsetningu og fleira. Samkvæmt upplýsingum frá Facebook komust umræddir aðilar þó ekki yfir lykilorð notenda eða greiðsluupplýsingar, svo sem kreditkortanúmer. Í kjölfar tilkynningar um öryggisbrestinn frá Facebook óskaði Persónuvernd eftir upplýsingum um hvort hann hefði haft áhrif á einstaklinga sem staðsettir væru á Íslandi. Í ljós kom að tæplega 2500 notendur hér á landi urðu fyrir öryggisbrestinum.Hér geta Facebook-notendur kannað hvort öryggisbresturinn hafi haft áhrif á þá. Umræddar upplýsingar birtast neðarlega á vefsíðunni, ásamt leiðbeiningum um rétt viðbrögð ef við á.Skjáskot af síðunni sem tekur á móti notendum þegar þeir kanna hvort þeir hafi orðið fyrir öryggisbrestinum. Í þessu tilfelli hefur notandinn ekki orðið fyrir öryggisbrestinum og hefur rauður kassi verið dreginn utan um skilaboð Facebook þess efnis.Skjáskot/FacebookHér að neðan má sjá leiðbeiningar af vef Persónuverndar sem notendur geta notfært sér, hafi þeir orðið fyrir öryggisbrestinum. Hvað get ég gert ef öryggisbresturinn varðar mig?Vertu vakandi fyrir svikapóstum, vefveiðum (e. phishing), símtölum og skilaboðum úr símanúmerum sem þú þekkir ekki. Upplýsingar um stolin netföng og símanúmer ganga kaupum og sölum á Netinu og eru meðal annars nýttar af þeim sem stunda slíkt.Athugaðu að tölvupóstur af þessu tagi kann meðal annars að vera merktur Facebook. Í stað þess að smella á tengil í tölvupóstinum er rétt að kanna hvort sömu upplýsingar eru aðgengilegar í gegnum Facebook-reikninginn sjálfan.Þarf ég að skipta um lykilorð? Samkvæmt upplýsingum frá Facebook liggur ekki fyrir að lykilorð notenda hafi orðið aðgengileg óviðkomandi aðilum. Hins vegar er það alltaf góð regla að skipta um lykilorð reglulega. Það á ekki einungis við um samfélagsmiðla heldur einnig tölvupóstföng, svo dæmi sé nefnt. Með því að smella hér opnast vefsíða þar sem hægt er að kanna hvort upplýsingum um tiltekin tölvupóstföng og lykilorð hafi verið lekið á Netið.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira