Hjónabandið hafi verið vernd gegn dónakörlum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2018 20:08 Ástralska leikkonan Nicole Kidman segir að þegar þau Tom Cruise gengu í hjónaband hafi kynferðisleg áreitni að mestu hætt. Að vera gift valdamiklum manni í kvikmyndageiranum hafi varið hana fyrir áreitni í tengslum við kvikmyndastörf. Getty/Russell Einhorn Ástralska leikkonan Nicole Kidman segir að þegar þau Tom Cruise gengu í hjónaband hafi kynferðisleg áreitni að mestu hætt. Að vera gift valdamiklum manni í kvikmyndageiranum hafi varið hana gegn áreitni í tengslum við kvikmyndastörf. Kidman hefur hingað til ekki viljað opna sig mikið um tímann sem hún var gift Cruise. Þau voru gift í meira en áratug. „Ég hef alltaf veigrað mér við að tala um hjónabandið sem ég gekk í 22 ára gömul því nú er ég gift manninum sem er stóra ástin í lífi mínu [Keith Urban] og mér finnst vanvirðing fólgin í því að tala um Cruise,“ segir Kidman í viðtali við The Cut. Hún segist hafa verið mjög ung þegar hún gekk í hjónabandið. „Ég öðlaðist klárlega ekki vald við að giftast heldur vernd. Ég giftist vegna ástar en að vera gift svona valdamiklum manni kom í veg fyrir að ég yrði kynferðislega áreitt. Ég vann alveg en ég var sveipuð verndarhjúp,“ segir Kidman um reynslu sína af kvikmyndaiðnaðinum á tíunda áratugnum. Kidman segir að þegar þau skildu þegar hún var 33 ára hafi hún þurft að fullorðnast. Hún segir að þrátt fyrir þá vernd sem hlaust af því að vera gift Cruise hafi hún vissulega lent í kynferðislegri áreitni, alveg síðan hún var bara stúlka. Hún bætir þó við að hún vilji síður opna sig um áreitnina sem hún varð fyrir en þess í stað vill hún að þessi erfiða reynsla birtist í verkum sínum á hvíta tjaldinu. MeToo Bandaríkin Ástralía Hollywood Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Ástralska leikkonan Nicole Kidman segir að þegar þau Tom Cruise gengu í hjónaband hafi kynferðisleg áreitni að mestu hætt. Að vera gift valdamiklum manni í kvikmyndageiranum hafi varið hana gegn áreitni í tengslum við kvikmyndastörf. Kidman hefur hingað til ekki viljað opna sig mikið um tímann sem hún var gift Cruise. Þau voru gift í meira en áratug. „Ég hef alltaf veigrað mér við að tala um hjónabandið sem ég gekk í 22 ára gömul því nú er ég gift manninum sem er stóra ástin í lífi mínu [Keith Urban] og mér finnst vanvirðing fólgin í því að tala um Cruise,“ segir Kidman í viðtali við The Cut. Hún segist hafa verið mjög ung þegar hún gekk í hjónabandið. „Ég öðlaðist klárlega ekki vald við að giftast heldur vernd. Ég giftist vegna ástar en að vera gift svona valdamiklum manni kom í veg fyrir að ég yrði kynferðislega áreitt. Ég vann alveg en ég var sveipuð verndarhjúp,“ segir Kidman um reynslu sína af kvikmyndaiðnaðinum á tíunda áratugnum. Kidman segir að þegar þau skildu þegar hún var 33 ára hafi hún þurft að fullorðnast. Hún segir að þrátt fyrir þá vernd sem hlaust af því að vera gift Cruise hafi hún vissulega lent í kynferðislegri áreitni, alveg síðan hún var bara stúlka. Hún bætir þó við að hún vilji síður opna sig um áreitnina sem hún varð fyrir en þess í stað vill hún að þessi erfiða reynsla birtist í verkum sínum á hvíta tjaldinu.
MeToo Bandaríkin Ástralía Hollywood Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira