Kawhi Leonard öflugur í fyrsta leik með Toronto | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2018 09:30 Kawhi Leonard er mættur til Kanada. vísir/getty Kawhi Leonard fór mjög vel af stað með sínu nýja liði Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar að liðið lagði Cleveland Cavaliers, 116-114, á heimavelli. Leonard gekk í raðir Raptors frá Spurs í sumar en búist er við að hann verði aðeins eitt tímabil í kandadísku borginni áður en að hann fær risasamning hjá öðru liði fyrir næstu leiktíð. Þessi magnaði körfuboltamaður skoraði 24 stig og tók tólf fráköst í nokkuð öruggum sigri Toronto en Kyle Lowry var stigahæstur heimamanna með 27 stig. Kevon Love skoraði 21 stig fyrir Cleveland sem hefur nú lífið eftir LeBron öðru sinni.Mikil spenna ríkti fyrir leik Phoenix Suns og Dallas Mavericks. Bæði lið þykja spennandi fyrir komandi tímabil; Dallas búið að styrkja liðið vel og Phoenix með ungan og efnilegan hóp. Tveir mest spennandi nýliðar deildarinnar eru í liðunum tveimur; Deandre Ayton í Phoenix sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu og svo Slóveninn Luka Doncic í Dallas sem var valinn þriðji. Doncic varð Evrópumeistari með Real Madrid í vor og kjörinn besti leikmaður Meistaradeildarinnar. Það var Ayton sem að hafði betur en hann skoraði 18 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar í 121-110 sigri heimamanna en Doncic skoraði tíu stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Devin Booker réð lögum og lofum á vellinum en hann skoraði 35 stig fyrir Phoenix.New Orleans Pelicans sýndi svo styrk sinn með flottum útisigri á Houston Rockets, 131-112, en gestirnir skoruðu yfir 30 stig í öllum fjórum leikhlutunum. Stóru mennirnir undir körfunni fóru hamförum en Anthony Davis skoraði 32 stig og tók 16 fráköst og Nikola Mirotic skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. Houston-menn réðu ekkert við þá í teignum. Ofur bakvarðatvennan James Harden og Chris Paul höfðu tiltölulega hægt um sig á þeirra mælikvarða en Paul skoraði 19 stig og Harden 18 stig en hann var þó grátlega nálægt þrennu með níu fráköst og tíu stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 112-113 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 103-100 Indiana Pacers - Memphis Grizzlies 111-83 Orlando Magic - Miami Heat 104-101 NY Knicks - Atlanta Hawks 126-107 Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 116-104 Houston Rockets - New Orleans Pelicans 112-131 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 112-108 Sacramento Kins - Utah Jazz 123-117 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 121-100 LA Clippers - Denver Nuggets 98-107 NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Kawhi Leonard fór mjög vel af stað með sínu nýja liði Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar að liðið lagði Cleveland Cavaliers, 116-114, á heimavelli. Leonard gekk í raðir Raptors frá Spurs í sumar en búist er við að hann verði aðeins eitt tímabil í kandadísku borginni áður en að hann fær risasamning hjá öðru liði fyrir næstu leiktíð. Þessi magnaði körfuboltamaður skoraði 24 stig og tók tólf fráköst í nokkuð öruggum sigri Toronto en Kyle Lowry var stigahæstur heimamanna með 27 stig. Kevon Love skoraði 21 stig fyrir Cleveland sem hefur nú lífið eftir LeBron öðru sinni.Mikil spenna ríkti fyrir leik Phoenix Suns og Dallas Mavericks. Bæði lið þykja spennandi fyrir komandi tímabil; Dallas búið að styrkja liðið vel og Phoenix með ungan og efnilegan hóp. Tveir mest spennandi nýliðar deildarinnar eru í liðunum tveimur; Deandre Ayton í Phoenix sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu og svo Slóveninn Luka Doncic í Dallas sem var valinn þriðji. Doncic varð Evrópumeistari með Real Madrid í vor og kjörinn besti leikmaður Meistaradeildarinnar. Það var Ayton sem að hafði betur en hann skoraði 18 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar í 121-110 sigri heimamanna en Doncic skoraði tíu stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Devin Booker réð lögum og lofum á vellinum en hann skoraði 35 stig fyrir Phoenix.New Orleans Pelicans sýndi svo styrk sinn með flottum útisigri á Houston Rockets, 131-112, en gestirnir skoruðu yfir 30 stig í öllum fjórum leikhlutunum. Stóru mennirnir undir körfunni fóru hamförum en Anthony Davis skoraði 32 stig og tók 16 fráköst og Nikola Mirotic skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. Houston-menn réðu ekkert við þá í teignum. Ofur bakvarðatvennan James Harden og Chris Paul höfðu tiltölulega hægt um sig á þeirra mælikvarða en Paul skoraði 19 stig og Harden 18 stig en hann var þó grátlega nálægt þrennu með níu fráköst og tíu stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 112-113 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 103-100 Indiana Pacers - Memphis Grizzlies 111-83 Orlando Magic - Miami Heat 104-101 NY Knicks - Atlanta Hawks 126-107 Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 116-104 Houston Rockets - New Orleans Pelicans 112-131 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 112-108 Sacramento Kins - Utah Jazz 123-117 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 121-100 LA Clippers - Denver Nuggets 98-107
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn