Ryanair birtir myndband sem það segir sanna sviðsetningu Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. október 2018 13:54 Í myndbandinu má sjá fólkið leggjast á gólfið og standa svo upp aftur þegar búið er að taka myndina frægu. Skjáskot Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur birt upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir áhafnarmeðlimi félagsins sviðsetja ljósmynd sem vakti mikla athygli í netheimum í upphafi vikunnar. Á myndinni, sem Vísir greindi frá á sínum tíma, mátti sjá flugþjóna- og freyjur liggjandi á gólfinu á flugvelli í Malaga á Spáni. Áhöfnin var sögð föst á flugvellinum vegna veðurs og var Ryanair gagnrýnt fyrir að veita starfsfólki sínu ekki betri aðbúnað.Sjá einnig: Mynd af áhöfn Ryanair reitir netverja til reiði Eftir að myndin fór í dreifingu sendi Ryanair frá sér yfirlýsingu þar sem félagið hélt því fram að myndin væri sviðsett. Ryanair bætti svo um betur í gær þegar það birti myndband á Twitter-síðu sinni sem virðist tekið úr öryggismyndavél herbergisins þar sem áhöfnin dvaldi. Í myndskeiðinu má sjá áhafnarmeðlimina sex standa upp úr sætum sínum og leggjast á gólfið. Eftir að kollegi þeirra hefur dregið upp síma sinn og tekið mynd af þeim á gólfinu stendur fólkið upp aftur og gengur út eða aftur til sæta sinna. Myndbandið má sjá hér að neðan en flugfélagið segir það sanna að hin fræga ljósmynd sé sviðsett.Ryanair exposes fake photo of cabin crew sleeping in crew room. Watch video here: pic.twitter.com/tzTn6EHsKH— Ryanair (@Ryanair) October 17, 2018 Netverjar voru þó ekki tilbúnir að fyrirgefa flugfélaginu. Jim Atkinsson, sá sem fyrstur birti umrædda ljósmynd á Twitter, var fljótur að svara tísti Ryanair. Í svari sínu sagði hann augljóst að myndin hafi verið tekin í mótmælaskyni. Eftir stæði að áhafnarmeðlimirnir hefðu verið strandaglópar á flugvellinum yfir nóttina og að Ryanair hafi ekki reynt að létta þeim lífið. Aðrir netverjar spurðu sig hvort flugfélaginu þætti ásættanlegt að áhafnir Ryanair þyrftu að verja nóttinni á stólum, sem vart getur talist þægilegt til lengdar. Þá settu aðrir stórt spurningarmerki við það að flugfélag væri að leka upptökum úr öryggismyndavélum til að klekkja opinberlega á starfsmönnum sínum. Enn aðrir sögðu að myndbandið sýndi fram á að Ryanair hefði brugðist enn fleiri starfsmönnum sínum en upphaflega var talið. Heildarfjöldi þeirra væri ekki 6, eins og sjá má á myndinni, heldur 24 - átta flugmenn og 16 flugfreyjur og þjónar - eins og sést í myndbandinu. Þegar veðrinu slotaði var starfsmönnum Ryanair að endingu flogið til Portúgal. Þar þurftu þeir að bíða um borð í vél félagsins í þrjár klukkustundir því sækja þurfti flugmann til Lundúna til að flytja fólkið aftur til síns heima. Myndina sem olli öllu fjarðafokinu má sjá hér að neðan.This is a Ryanair 737 crew based in Portugal, stranded in Malaga, Spain a couple of nights ago due to storms. They are sleeping on the floor of the Ryanair crew room. RYR is earning €1.25 billion this year but will not put stranded crews in a hotel for the night. @peterbellew ? pic.twitter.com/lILWZVqqGj— Jim Atkinson (@Jimbaba) October 14, 2018 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mynd af áhöfn Ryanair reitir netverja til reiði Ryanair fullyrðir að myndin sé sviðsett. 16. október 2018 07:40 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur birt upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir áhafnarmeðlimi félagsins sviðsetja ljósmynd sem vakti mikla athygli í netheimum í upphafi vikunnar. Á myndinni, sem Vísir greindi frá á sínum tíma, mátti sjá flugþjóna- og freyjur liggjandi á gólfinu á flugvelli í Malaga á Spáni. Áhöfnin var sögð föst á flugvellinum vegna veðurs og var Ryanair gagnrýnt fyrir að veita starfsfólki sínu ekki betri aðbúnað.Sjá einnig: Mynd af áhöfn Ryanair reitir netverja til reiði Eftir að myndin fór í dreifingu sendi Ryanair frá sér yfirlýsingu þar sem félagið hélt því fram að myndin væri sviðsett. Ryanair bætti svo um betur í gær þegar það birti myndband á Twitter-síðu sinni sem virðist tekið úr öryggismyndavél herbergisins þar sem áhöfnin dvaldi. Í myndskeiðinu má sjá áhafnarmeðlimina sex standa upp úr sætum sínum og leggjast á gólfið. Eftir að kollegi þeirra hefur dregið upp síma sinn og tekið mynd af þeim á gólfinu stendur fólkið upp aftur og gengur út eða aftur til sæta sinna. Myndbandið má sjá hér að neðan en flugfélagið segir það sanna að hin fræga ljósmynd sé sviðsett.Ryanair exposes fake photo of cabin crew sleeping in crew room. Watch video here: pic.twitter.com/tzTn6EHsKH— Ryanair (@Ryanair) October 17, 2018 Netverjar voru þó ekki tilbúnir að fyrirgefa flugfélaginu. Jim Atkinsson, sá sem fyrstur birti umrædda ljósmynd á Twitter, var fljótur að svara tísti Ryanair. Í svari sínu sagði hann augljóst að myndin hafi verið tekin í mótmælaskyni. Eftir stæði að áhafnarmeðlimirnir hefðu verið strandaglópar á flugvellinum yfir nóttina og að Ryanair hafi ekki reynt að létta þeim lífið. Aðrir netverjar spurðu sig hvort flugfélaginu þætti ásættanlegt að áhafnir Ryanair þyrftu að verja nóttinni á stólum, sem vart getur talist þægilegt til lengdar. Þá settu aðrir stórt spurningarmerki við það að flugfélag væri að leka upptökum úr öryggismyndavélum til að klekkja opinberlega á starfsmönnum sínum. Enn aðrir sögðu að myndbandið sýndi fram á að Ryanair hefði brugðist enn fleiri starfsmönnum sínum en upphaflega var talið. Heildarfjöldi þeirra væri ekki 6, eins og sjá má á myndinni, heldur 24 - átta flugmenn og 16 flugfreyjur og þjónar - eins og sést í myndbandinu. Þegar veðrinu slotaði var starfsmönnum Ryanair að endingu flogið til Portúgal. Þar þurftu þeir að bíða um borð í vél félagsins í þrjár klukkustundir því sækja þurfti flugmann til Lundúna til að flytja fólkið aftur til síns heima. Myndina sem olli öllu fjarðafokinu má sjá hér að neðan.This is a Ryanair 737 crew based in Portugal, stranded in Malaga, Spain a couple of nights ago due to storms. They are sleeping on the floor of the Ryanair crew room. RYR is earning €1.25 billion this year but will not put stranded crews in a hotel for the night. @peterbellew ? pic.twitter.com/lILWZVqqGj— Jim Atkinson (@Jimbaba) October 14, 2018
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mynd af áhöfn Ryanair reitir netverja til reiði Ryanair fullyrðir að myndin sé sviðsett. 16. október 2018 07:40 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Mynd af áhöfn Ryanair reitir netverja til reiði Ryanair fullyrðir að myndin sé sviðsett. 16. október 2018 07:40