Ryanair birtir myndband sem það segir sanna sviðsetningu Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. október 2018 13:54 Í myndbandinu má sjá fólkið leggjast á gólfið og standa svo upp aftur þegar búið er að taka myndina frægu. Skjáskot Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur birt upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir áhafnarmeðlimi félagsins sviðsetja ljósmynd sem vakti mikla athygli í netheimum í upphafi vikunnar. Á myndinni, sem Vísir greindi frá á sínum tíma, mátti sjá flugþjóna- og freyjur liggjandi á gólfinu á flugvelli í Malaga á Spáni. Áhöfnin var sögð föst á flugvellinum vegna veðurs og var Ryanair gagnrýnt fyrir að veita starfsfólki sínu ekki betri aðbúnað.Sjá einnig: Mynd af áhöfn Ryanair reitir netverja til reiði Eftir að myndin fór í dreifingu sendi Ryanair frá sér yfirlýsingu þar sem félagið hélt því fram að myndin væri sviðsett. Ryanair bætti svo um betur í gær þegar það birti myndband á Twitter-síðu sinni sem virðist tekið úr öryggismyndavél herbergisins þar sem áhöfnin dvaldi. Í myndskeiðinu má sjá áhafnarmeðlimina sex standa upp úr sætum sínum og leggjast á gólfið. Eftir að kollegi þeirra hefur dregið upp síma sinn og tekið mynd af þeim á gólfinu stendur fólkið upp aftur og gengur út eða aftur til sæta sinna. Myndbandið má sjá hér að neðan en flugfélagið segir það sanna að hin fræga ljósmynd sé sviðsett.Ryanair exposes fake photo of cabin crew sleeping in crew room. Watch video here: pic.twitter.com/tzTn6EHsKH— Ryanair (@Ryanair) October 17, 2018 Netverjar voru þó ekki tilbúnir að fyrirgefa flugfélaginu. Jim Atkinsson, sá sem fyrstur birti umrædda ljósmynd á Twitter, var fljótur að svara tísti Ryanair. Í svari sínu sagði hann augljóst að myndin hafi verið tekin í mótmælaskyni. Eftir stæði að áhafnarmeðlimirnir hefðu verið strandaglópar á flugvellinum yfir nóttina og að Ryanair hafi ekki reynt að létta þeim lífið. Aðrir netverjar spurðu sig hvort flugfélaginu þætti ásættanlegt að áhafnir Ryanair þyrftu að verja nóttinni á stólum, sem vart getur talist þægilegt til lengdar. Þá settu aðrir stórt spurningarmerki við það að flugfélag væri að leka upptökum úr öryggismyndavélum til að klekkja opinberlega á starfsmönnum sínum. Enn aðrir sögðu að myndbandið sýndi fram á að Ryanair hefði brugðist enn fleiri starfsmönnum sínum en upphaflega var talið. Heildarfjöldi þeirra væri ekki 6, eins og sjá má á myndinni, heldur 24 - átta flugmenn og 16 flugfreyjur og þjónar - eins og sést í myndbandinu. Þegar veðrinu slotaði var starfsmönnum Ryanair að endingu flogið til Portúgal. Þar þurftu þeir að bíða um borð í vél félagsins í þrjár klukkustundir því sækja þurfti flugmann til Lundúna til að flytja fólkið aftur til síns heima. Myndina sem olli öllu fjarðafokinu má sjá hér að neðan.This is a Ryanair 737 crew based in Portugal, stranded in Malaga, Spain a couple of nights ago due to storms. They are sleeping on the floor of the Ryanair crew room. RYR is earning €1.25 billion this year but will not put stranded crews in a hotel for the night. @peterbellew ? pic.twitter.com/lILWZVqqGj— Jim Atkinson (@Jimbaba) October 14, 2018 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mynd af áhöfn Ryanair reitir netverja til reiði Ryanair fullyrðir að myndin sé sviðsett. 16. október 2018 07:40 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur birt upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir áhafnarmeðlimi félagsins sviðsetja ljósmynd sem vakti mikla athygli í netheimum í upphafi vikunnar. Á myndinni, sem Vísir greindi frá á sínum tíma, mátti sjá flugþjóna- og freyjur liggjandi á gólfinu á flugvelli í Malaga á Spáni. Áhöfnin var sögð föst á flugvellinum vegna veðurs og var Ryanair gagnrýnt fyrir að veita starfsfólki sínu ekki betri aðbúnað.Sjá einnig: Mynd af áhöfn Ryanair reitir netverja til reiði Eftir að myndin fór í dreifingu sendi Ryanair frá sér yfirlýsingu þar sem félagið hélt því fram að myndin væri sviðsett. Ryanair bætti svo um betur í gær þegar það birti myndband á Twitter-síðu sinni sem virðist tekið úr öryggismyndavél herbergisins þar sem áhöfnin dvaldi. Í myndskeiðinu má sjá áhafnarmeðlimina sex standa upp úr sætum sínum og leggjast á gólfið. Eftir að kollegi þeirra hefur dregið upp síma sinn og tekið mynd af þeim á gólfinu stendur fólkið upp aftur og gengur út eða aftur til sæta sinna. Myndbandið má sjá hér að neðan en flugfélagið segir það sanna að hin fræga ljósmynd sé sviðsett.Ryanair exposes fake photo of cabin crew sleeping in crew room. Watch video here: pic.twitter.com/tzTn6EHsKH— Ryanair (@Ryanair) October 17, 2018 Netverjar voru þó ekki tilbúnir að fyrirgefa flugfélaginu. Jim Atkinsson, sá sem fyrstur birti umrædda ljósmynd á Twitter, var fljótur að svara tísti Ryanair. Í svari sínu sagði hann augljóst að myndin hafi verið tekin í mótmælaskyni. Eftir stæði að áhafnarmeðlimirnir hefðu verið strandaglópar á flugvellinum yfir nóttina og að Ryanair hafi ekki reynt að létta þeim lífið. Aðrir netverjar spurðu sig hvort flugfélaginu þætti ásættanlegt að áhafnir Ryanair þyrftu að verja nóttinni á stólum, sem vart getur talist þægilegt til lengdar. Þá settu aðrir stórt spurningarmerki við það að flugfélag væri að leka upptökum úr öryggismyndavélum til að klekkja opinberlega á starfsmönnum sínum. Enn aðrir sögðu að myndbandið sýndi fram á að Ryanair hefði brugðist enn fleiri starfsmönnum sínum en upphaflega var talið. Heildarfjöldi þeirra væri ekki 6, eins og sjá má á myndinni, heldur 24 - átta flugmenn og 16 flugfreyjur og þjónar - eins og sést í myndbandinu. Þegar veðrinu slotaði var starfsmönnum Ryanair að endingu flogið til Portúgal. Þar þurftu þeir að bíða um borð í vél félagsins í þrjár klukkustundir því sækja þurfti flugmann til Lundúna til að flytja fólkið aftur til síns heima. Myndina sem olli öllu fjarðafokinu má sjá hér að neðan.This is a Ryanair 737 crew based in Portugal, stranded in Malaga, Spain a couple of nights ago due to storms. They are sleeping on the floor of the Ryanair crew room. RYR is earning €1.25 billion this year but will not put stranded crews in a hotel for the night. @peterbellew ? pic.twitter.com/lILWZVqqGj— Jim Atkinson (@Jimbaba) October 14, 2018
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mynd af áhöfn Ryanair reitir netverja til reiði Ryanair fullyrðir að myndin sé sviðsett. 16. október 2018 07:40 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mynd af áhöfn Ryanair reitir netverja til reiði Ryanair fullyrðir að myndin sé sviðsett. 16. október 2018 07:40