Fjármálaráðherra Trump hunsar ráðstefnu Sáda Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2018 16:14 Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna AP/Jacquelyn Martin Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann muni ekki mæta á ráðstefnu í Sádi-Arabíu í næstu viku. Mnuchin sagði frá þessari ákvörðun á Twitter og sagði að hún hefði verið tekin í samráði við Donald Trump, forseta, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra. Mnuchin tók þó ekki fram af hverju hann hefði hætt við að fara til Sádi-Arabíu. Umrædd ráðstefna er meðal stærstu ráðstefnum fjárfesta í heiminum. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja og fjölmiðla hafa tekið sömu ákvörðun í tengslum við ráðstefnuna og segja hana vera vegna hvarfs blaðamannsins Jamal Khashoggi, sem rannsakendur í Tyrklandi telja að hafi verið myrtur í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir rúmum tveimur vikum. Sádar neita hins vegar að hafa komið að hvarfinu.Just met with @realDonaldTrump and @SecPompeo and we have decided, I will not be participating in the Future Investment Initiative summit in Saudi Arabia. — Steven Mnuchin (@stevenmnuchin1) October 18, 2018 Ákvörðun Mnuchin er mögulega fyrsta opinbera aðgerð yfirvalda Bandaríkjanna vegna hvarf Khashoggi. Í fyrstu hafði Mnuchin hins vegar sagt að hann myndi sækja ráðstefnuna. Undanfarna daga hefur þrýstingur á ráðherrann aukist og hafa ráðgjafar hans sagt fjölmiðlum að hann væri að bíða frekari upplýsinga áður en hann tæki ákvörðun, samkvæmt Washington Post.https://www.washingtonpost.com/business/economy/treasury-secretary-steven-mnuchin-pulls-out-of-saudi-investment-conference/2018/10/18/6949007c-d2eb-11e8-8c22-fa2ef74bd6d6_story.html?utm_term=.8e3dc7509ba5Mike Pompeo, ræddi við forsvarsmenn konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu og sagði þeim að Bandaríkin tæku hvarf Khashoggi mjög alvarlega. Hann sagði sömuleiðis að Bandaríkin myndu bíða eftir niðurstöðum rannsókna Tyrkja og Sáda, áður en Bandaríkin tækju ákvörðun um viðbrögð vegna málsins. Þetta sagði Pompeo við blaðamenn í dag, eftir að hann sagði Trump frá ferð sinni til Sádi-Arabíu og Tyrklands. Hann sagði Sáda hafa staðhæft að þeir myndu rannsaka málið ítarlega. Peter Alexander, blaðamaður NBC, sagði frá því á Twitter að á blaðamannafundinum hefði hann spurt Pompeo hvort Khashoggi væri dáinn. „Hann heyrði í mér, við vorum í augnsambandi, en hann gekk í burtu.“I asked Pompeo if Jamal Khashoggi is dead? He heard me, made eye contact, but walked away. — Peter Alexander (@PeterAlexander) October 18, 2018 Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Sádar sendu Bandaríkjastjórn milljónir dollara Greiðslan var vegna uppbyggingar í Sýrlandi. Hún er sögð vekja spurningar um hvort að Sádar reyni að kaupa sér frið frá Bandaríkjastjórn. 18. október 2018 14:01 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann muni ekki mæta á ráðstefnu í Sádi-Arabíu í næstu viku. Mnuchin sagði frá þessari ákvörðun á Twitter og sagði að hún hefði verið tekin í samráði við Donald Trump, forseta, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra. Mnuchin tók þó ekki fram af hverju hann hefði hætt við að fara til Sádi-Arabíu. Umrædd ráðstefna er meðal stærstu ráðstefnum fjárfesta í heiminum. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja og fjölmiðla hafa tekið sömu ákvörðun í tengslum við ráðstefnuna og segja hana vera vegna hvarfs blaðamannsins Jamal Khashoggi, sem rannsakendur í Tyrklandi telja að hafi verið myrtur í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir rúmum tveimur vikum. Sádar neita hins vegar að hafa komið að hvarfinu.Just met with @realDonaldTrump and @SecPompeo and we have decided, I will not be participating in the Future Investment Initiative summit in Saudi Arabia. — Steven Mnuchin (@stevenmnuchin1) October 18, 2018 Ákvörðun Mnuchin er mögulega fyrsta opinbera aðgerð yfirvalda Bandaríkjanna vegna hvarf Khashoggi. Í fyrstu hafði Mnuchin hins vegar sagt að hann myndi sækja ráðstefnuna. Undanfarna daga hefur þrýstingur á ráðherrann aukist og hafa ráðgjafar hans sagt fjölmiðlum að hann væri að bíða frekari upplýsinga áður en hann tæki ákvörðun, samkvæmt Washington Post.https://www.washingtonpost.com/business/economy/treasury-secretary-steven-mnuchin-pulls-out-of-saudi-investment-conference/2018/10/18/6949007c-d2eb-11e8-8c22-fa2ef74bd6d6_story.html?utm_term=.8e3dc7509ba5Mike Pompeo, ræddi við forsvarsmenn konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu og sagði þeim að Bandaríkin tæku hvarf Khashoggi mjög alvarlega. Hann sagði sömuleiðis að Bandaríkin myndu bíða eftir niðurstöðum rannsókna Tyrkja og Sáda, áður en Bandaríkin tækju ákvörðun um viðbrögð vegna málsins. Þetta sagði Pompeo við blaðamenn í dag, eftir að hann sagði Trump frá ferð sinni til Sádi-Arabíu og Tyrklands. Hann sagði Sáda hafa staðhæft að þeir myndu rannsaka málið ítarlega. Peter Alexander, blaðamaður NBC, sagði frá því á Twitter að á blaðamannafundinum hefði hann spurt Pompeo hvort Khashoggi væri dáinn. „Hann heyrði í mér, við vorum í augnsambandi, en hann gekk í burtu.“I asked Pompeo if Jamal Khashoggi is dead? He heard me, made eye contact, but walked away. — Peter Alexander (@PeterAlexander) October 18, 2018
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Sádar sendu Bandaríkjastjórn milljónir dollara Greiðslan var vegna uppbyggingar í Sýrlandi. Hún er sögð vekja spurningar um hvort að Sádar reyni að kaupa sér frið frá Bandaríkjastjórn. 18. október 2018 14:01 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23
Sádar sendu Bandaríkjastjórn milljónir dollara Greiðslan var vegna uppbyggingar í Sýrlandi. Hún er sögð vekja spurningar um hvort að Sádar reyni að kaupa sér frið frá Bandaríkjastjórn. 18. október 2018 14:01
Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49
Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00
Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47
Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27