Fjármálaráðherra Trump hunsar ráðstefnu Sáda Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2018 16:14 Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna AP/Jacquelyn Martin Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann muni ekki mæta á ráðstefnu í Sádi-Arabíu í næstu viku. Mnuchin sagði frá þessari ákvörðun á Twitter og sagði að hún hefði verið tekin í samráði við Donald Trump, forseta, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra. Mnuchin tók þó ekki fram af hverju hann hefði hætt við að fara til Sádi-Arabíu. Umrædd ráðstefna er meðal stærstu ráðstefnum fjárfesta í heiminum. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja og fjölmiðla hafa tekið sömu ákvörðun í tengslum við ráðstefnuna og segja hana vera vegna hvarfs blaðamannsins Jamal Khashoggi, sem rannsakendur í Tyrklandi telja að hafi verið myrtur í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir rúmum tveimur vikum. Sádar neita hins vegar að hafa komið að hvarfinu.Just met with @realDonaldTrump and @SecPompeo and we have decided, I will not be participating in the Future Investment Initiative summit in Saudi Arabia. — Steven Mnuchin (@stevenmnuchin1) October 18, 2018 Ákvörðun Mnuchin er mögulega fyrsta opinbera aðgerð yfirvalda Bandaríkjanna vegna hvarf Khashoggi. Í fyrstu hafði Mnuchin hins vegar sagt að hann myndi sækja ráðstefnuna. Undanfarna daga hefur þrýstingur á ráðherrann aukist og hafa ráðgjafar hans sagt fjölmiðlum að hann væri að bíða frekari upplýsinga áður en hann tæki ákvörðun, samkvæmt Washington Post.https://www.washingtonpost.com/business/economy/treasury-secretary-steven-mnuchin-pulls-out-of-saudi-investment-conference/2018/10/18/6949007c-d2eb-11e8-8c22-fa2ef74bd6d6_story.html?utm_term=.8e3dc7509ba5Mike Pompeo, ræddi við forsvarsmenn konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu og sagði þeim að Bandaríkin tæku hvarf Khashoggi mjög alvarlega. Hann sagði sömuleiðis að Bandaríkin myndu bíða eftir niðurstöðum rannsókna Tyrkja og Sáda, áður en Bandaríkin tækju ákvörðun um viðbrögð vegna málsins. Þetta sagði Pompeo við blaðamenn í dag, eftir að hann sagði Trump frá ferð sinni til Sádi-Arabíu og Tyrklands. Hann sagði Sáda hafa staðhæft að þeir myndu rannsaka málið ítarlega. Peter Alexander, blaðamaður NBC, sagði frá því á Twitter að á blaðamannafundinum hefði hann spurt Pompeo hvort Khashoggi væri dáinn. „Hann heyrði í mér, við vorum í augnsambandi, en hann gekk í burtu.“I asked Pompeo if Jamal Khashoggi is dead? He heard me, made eye contact, but walked away. — Peter Alexander (@PeterAlexander) October 18, 2018 Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Sádar sendu Bandaríkjastjórn milljónir dollara Greiðslan var vegna uppbyggingar í Sýrlandi. Hún er sögð vekja spurningar um hvort að Sádar reyni að kaupa sér frið frá Bandaríkjastjórn. 18. október 2018 14:01 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann muni ekki mæta á ráðstefnu í Sádi-Arabíu í næstu viku. Mnuchin sagði frá þessari ákvörðun á Twitter og sagði að hún hefði verið tekin í samráði við Donald Trump, forseta, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra. Mnuchin tók þó ekki fram af hverju hann hefði hætt við að fara til Sádi-Arabíu. Umrædd ráðstefna er meðal stærstu ráðstefnum fjárfesta í heiminum. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja og fjölmiðla hafa tekið sömu ákvörðun í tengslum við ráðstefnuna og segja hana vera vegna hvarfs blaðamannsins Jamal Khashoggi, sem rannsakendur í Tyrklandi telja að hafi verið myrtur í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir rúmum tveimur vikum. Sádar neita hins vegar að hafa komið að hvarfinu.Just met with @realDonaldTrump and @SecPompeo and we have decided, I will not be participating in the Future Investment Initiative summit in Saudi Arabia. — Steven Mnuchin (@stevenmnuchin1) October 18, 2018 Ákvörðun Mnuchin er mögulega fyrsta opinbera aðgerð yfirvalda Bandaríkjanna vegna hvarf Khashoggi. Í fyrstu hafði Mnuchin hins vegar sagt að hann myndi sækja ráðstefnuna. Undanfarna daga hefur þrýstingur á ráðherrann aukist og hafa ráðgjafar hans sagt fjölmiðlum að hann væri að bíða frekari upplýsinga áður en hann tæki ákvörðun, samkvæmt Washington Post.https://www.washingtonpost.com/business/economy/treasury-secretary-steven-mnuchin-pulls-out-of-saudi-investment-conference/2018/10/18/6949007c-d2eb-11e8-8c22-fa2ef74bd6d6_story.html?utm_term=.8e3dc7509ba5Mike Pompeo, ræddi við forsvarsmenn konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu og sagði þeim að Bandaríkin tæku hvarf Khashoggi mjög alvarlega. Hann sagði sömuleiðis að Bandaríkin myndu bíða eftir niðurstöðum rannsókna Tyrkja og Sáda, áður en Bandaríkin tækju ákvörðun um viðbrögð vegna málsins. Þetta sagði Pompeo við blaðamenn í dag, eftir að hann sagði Trump frá ferð sinni til Sádi-Arabíu og Tyrklands. Hann sagði Sáda hafa staðhæft að þeir myndu rannsaka málið ítarlega. Peter Alexander, blaðamaður NBC, sagði frá því á Twitter að á blaðamannafundinum hefði hann spurt Pompeo hvort Khashoggi væri dáinn. „Hann heyrði í mér, við vorum í augnsambandi, en hann gekk í burtu.“I asked Pompeo if Jamal Khashoggi is dead? He heard me, made eye contact, but walked away. — Peter Alexander (@PeterAlexander) October 18, 2018
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Sádar sendu Bandaríkjastjórn milljónir dollara Greiðslan var vegna uppbyggingar í Sýrlandi. Hún er sögð vekja spurningar um hvort að Sádar reyni að kaupa sér frið frá Bandaríkjastjórn. 18. október 2018 14:01 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23
Sádar sendu Bandaríkjastjórn milljónir dollara Greiðslan var vegna uppbyggingar í Sýrlandi. Hún er sögð vekja spurningar um hvort að Sádar reyni að kaupa sér frið frá Bandaríkjastjórn. 18. október 2018 14:01
Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49
Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00
Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47
Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27