Frumlegt ráð við þreytu Þórlindur Kjartansson skrifar 19. október 2018 07:00 Ef eitthvað er að marka botnlausan haug viðtala við alls konar yfirburðafólk í viðskiptum og stjórnmálum þá er nánast ekkert til sem heitir að vakna of snemma eða sofa of lítið. Þannig yfirburðafólk montar sig nánast stöðugt af því hversu snemma það fer á fætur og hversu lítinn svefn það þarf. Helst vildi þetta fólk líklega finna leið til þess að fara á fætur áður en það sofnar. Það er varla hægt annað en að fyllast vanmáttarkennd þegar maður les lýsingarnar; og stundum verðum maður meira en pínulítið örmagna við tilhugsunina.Kyrrð og ró Einn af þessum stórforstjórum, Robert Iger hjá Disney, sagði til dæmis frá því í viðtali fyrir tæpum áratug að hann færi á fætur klukkan hálf-fimm á morgnana. „Ég vakna 4.30. Ég kann vel að meta kyrrðina. Það er á þessum tíma sem ég get hlaðið batteríin mín. Ég stunda líkamsrækt og hreinsa til í hausnum á mér og ég kem mér inn í allt það sem er að gerast í heiminum. Ég les dagblöðin. Ég skoða tölvupóstinn minn. Ég vafra aðeins um á internetinu, horfi kannski á sjónvarpið. Þetta geri ég allt á sama tíma. Ég kalla þetta kyrrðarstund, en samt er ég að gera margt í einu. Ég elska líka að hlusta á tónlist, þannig að ég geri það á morgnana líka, á meðan ég horfi á fréttir í sjónvarpinu og stunda líkamsrækt.“ Svona lýsti blessaður maðurinn í fullri alvöru sinni svokölluðu kyrrðarstund á morgnana.Kallarðu þetta snemma? Lengi vel taldi ég að erfitt væri að toppa þessa lýsingu. En það breyttist fyrir skemmstu þegar ég frétti af daglegri rútínu leikarans og mógúlsins Mark Wahlberg. Hann lætur það ekki spyrjast út að hann sofi út til hálf fimm á morgnana. Nei, hann lætur ekki daginn renna sér úr greipum heldur fer á fætur klukkan 2.30. Þá biður hann bænir fram að fyrri morgunmat sem hefst kl. 3.15. Eftir morgunmat, nánar tiltekið klukkan 3.40 að morgni, þá skellir hann sér í líkamsræktina og tekur hressilega á því til korter yfir fimm. Þá slappar hann af í fimmtán mínútur áður en hann fær sér annan morgunmat—klukkan hálf sex. Svo skellir hann sér í sturtu klukkan sex og virðist ekkert gera af viti fyrr en klukkan hálf-átta þegar hann bregður sér í golf í hálftíma. Það kemur reyndar ekki fram hversu margar holur hann spilar á þessum þrjátíu mínútum; en miðað við tempóið á manninum þá virðist óhætt að gera ráð fyrir að minnsta kosti átján. Svo fær hann sér bita klukkan átta. Klukkan hálf-tíu dýfir hann sér ofan í einhvers konar ísbað, og fær sér svo annað snarl klukkan hálf-ellefu. Það er líklegast til þess að öðlast orku til þess að takast á við þríþættan álagstíma milli 11 og 13 þegar hann sinnir fundum, fjölskyldu og símtölum. Hádegismatur er svo klukkan eitt en á milli klukkan tvö og þrjú er Mark Wahlberg á fundum eða í símanum. Svo sækir hann börnin í skólann klukkan þrjú síðdegis. Þá er hann búinn að vera vakandi í hálfan sólarhring, búinn að borða fimm máltíðir, fara í leikfimi og golf og sinna alls konar vinnuerindum. Það er þess vegna upplagt fyrir hann að hressa sig við milli klukkan fjögur og fimm síðdegis með því að skella sér aftur í líkamsrækt, og svo aftur í sturtu klukkan fimm. Þá er Mark snyrtur og strokinn fyrir kvöldmat með fjölskyldunni og slakar svo á fram að háttatíma.Leyndarmálið gegn þreytu En venjulegt fólk ræður tæpast við þetta tempó. Allir virðast kannast við síðdegisþreytuna; ekki síst snjallt markaðsfólk. Alls staðar eru í boði óteljandi lausnir fyrir þá sem eru þreyttir seinni partinn; ýmiss konar koffínsprengjur og efnablöndur sem eiga að hjálpa fólki að halda árvekni sinni þegar líður á daginn. Í gamla daga kunnu flest samfélög frumlegt ráð við þreytu, sem nú er að mestu gleymt. Það kallaðist „hvíld“ og tók fólk sér gjarnan lúr um miðjan dag án þess að skammast sín. Jafnvel uppteknustu menn á erfiðustu tímum töldu tíma sínum vel varið í drjúgan miðdegislúr. Winston Churchill lét sér það ekki til hugar koma að fara í gegnum heilan vinnudag án þess að leggja sig, jafnvel þegar annríki og stress heillar heimsstyrjaldar var í hámarki. Það er nú aldeilis annað en í dag þegar leiðtogi hins frjálsa heims, Donald Trump, segist láta sér fjögurra tíma nætursvefn duga—vaknar eldsnemma á morgnana en keyrir sig svo í gegnum daginn með því að láta stanslausan straum af koffínríku Diet kóki flæða gegnum líkamann. Kannski hefði hann betra af því að leggja sig í smástund. Hver veit? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ef eitthvað er að marka botnlausan haug viðtala við alls konar yfirburðafólk í viðskiptum og stjórnmálum þá er nánast ekkert til sem heitir að vakna of snemma eða sofa of lítið. Þannig yfirburðafólk montar sig nánast stöðugt af því hversu snemma það fer á fætur og hversu lítinn svefn það þarf. Helst vildi þetta fólk líklega finna leið til þess að fara á fætur áður en það sofnar. Það er varla hægt annað en að fyllast vanmáttarkennd þegar maður les lýsingarnar; og stundum verðum maður meira en pínulítið örmagna við tilhugsunina.Kyrrð og ró Einn af þessum stórforstjórum, Robert Iger hjá Disney, sagði til dæmis frá því í viðtali fyrir tæpum áratug að hann færi á fætur klukkan hálf-fimm á morgnana. „Ég vakna 4.30. Ég kann vel að meta kyrrðina. Það er á þessum tíma sem ég get hlaðið batteríin mín. Ég stunda líkamsrækt og hreinsa til í hausnum á mér og ég kem mér inn í allt það sem er að gerast í heiminum. Ég les dagblöðin. Ég skoða tölvupóstinn minn. Ég vafra aðeins um á internetinu, horfi kannski á sjónvarpið. Þetta geri ég allt á sama tíma. Ég kalla þetta kyrrðarstund, en samt er ég að gera margt í einu. Ég elska líka að hlusta á tónlist, þannig að ég geri það á morgnana líka, á meðan ég horfi á fréttir í sjónvarpinu og stunda líkamsrækt.“ Svona lýsti blessaður maðurinn í fullri alvöru sinni svokölluðu kyrrðarstund á morgnana.Kallarðu þetta snemma? Lengi vel taldi ég að erfitt væri að toppa þessa lýsingu. En það breyttist fyrir skemmstu þegar ég frétti af daglegri rútínu leikarans og mógúlsins Mark Wahlberg. Hann lætur það ekki spyrjast út að hann sofi út til hálf fimm á morgnana. Nei, hann lætur ekki daginn renna sér úr greipum heldur fer á fætur klukkan 2.30. Þá biður hann bænir fram að fyrri morgunmat sem hefst kl. 3.15. Eftir morgunmat, nánar tiltekið klukkan 3.40 að morgni, þá skellir hann sér í líkamsræktina og tekur hressilega á því til korter yfir fimm. Þá slappar hann af í fimmtán mínútur áður en hann fær sér annan morgunmat—klukkan hálf sex. Svo skellir hann sér í sturtu klukkan sex og virðist ekkert gera af viti fyrr en klukkan hálf-átta þegar hann bregður sér í golf í hálftíma. Það kemur reyndar ekki fram hversu margar holur hann spilar á þessum þrjátíu mínútum; en miðað við tempóið á manninum þá virðist óhætt að gera ráð fyrir að minnsta kosti átján. Svo fær hann sér bita klukkan átta. Klukkan hálf-tíu dýfir hann sér ofan í einhvers konar ísbað, og fær sér svo annað snarl klukkan hálf-ellefu. Það er líklegast til þess að öðlast orku til þess að takast á við þríþættan álagstíma milli 11 og 13 þegar hann sinnir fundum, fjölskyldu og símtölum. Hádegismatur er svo klukkan eitt en á milli klukkan tvö og þrjú er Mark Wahlberg á fundum eða í símanum. Svo sækir hann börnin í skólann klukkan þrjú síðdegis. Þá er hann búinn að vera vakandi í hálfan sólarhring, búinn að borða fimm máltíðir, fara í leikfimi og golf og sinna alls konar vinnuerindum. Það er þess vegna upplagt fyrir hann að hressa sig við milli klukkan fjögur og fimm síðdegis með því að skella sér aftur í líkamsrækt, og svo aftur í sturtu klukkan fimm. Þá er Mark snyrtur og strokinn fyrir kvöldmat með fjölskyldunni og slakar svo á fram að háttatíma.Leyndarmálið gegn þreytu En venjulegt fólk ræður tæpast við þetta tempó. Allir virðast kannast við síðdegisþreytuna; ekki síst snjallt markaðsfólk. Alls staðar eru í boði óteljandi lausnir fyrir þá sem eru þreyttir seinni partinn; ýmiss konar koffínsprengjur og efnablöndur sem eiga að hjálpa fólki að halda árvekni sinni þegar líður á daginn. Í gamla daga kunnu flest samfélög frumlegt ráð við þreytu, sem nú er að mestu gleymt. Það kallaðist „hvíld“ og tók fólk sér gjarnan lúr um miðjan dag án þess að skammast sín. Jafnvel uppteknustu menn á erfiðustu tímum töldu tíma sínum vel varið í drjúgan miðdegislúr. Winston Churchill lét sér það ekki til hugar koma að fara í gegnum heilan vinnudag án þess að leggja sig, jafnvel þegar annríki og stress heillar heimsstyrjaldar var í hámarki. Það er nú aldeilis annað en í dag þegar leiðtogi hins frjálsa heims, Donald Trump, segist láta sér fjögurra tíma nætursvefn duga—vaknar eldsnemma á morgnana en keyrir sig svo í gegnum daginn með því að láta stanslausan straum af koffínríku Diet kóki flæða gegnum líkamann. Kannski hefði hann betra af því að leggja sig í smástund. Hver veit?
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun