Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2018 21:30 Hörður Míó Ólafsson, hellabóndi í Víðgelmi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. Hafísárin í kringum 1968 eru talin hafa bjargað dropasteinum og hraunstráum frá eyðileggingu en þá lokaðist hellirinn vegna ísmyndunar. Rætt var við Hörð Míó Ólafsson, hellabónda í Fljótstungu, í fréttum Stöðvar 2. Hallmundarhraun er eitt hellaauðugasta svæði landsins, en jörðin Fljótstunga stendur við hraunjaðarinn. Þar hafði hefðbundinn búskapur lagst af þegar hjón frá Akureyri keyptu jörðina fyrir þremur árum, þau Stefán Stefánsson og Þórhalla Guðmundsdóttir. Þau hófu að gera út á hellinn Víðgelmi, sem er í landi þeirra, með því að selja ferðamönnum aðgang en elsti sonurinn, Hörður Míó Ólafsson, stýrir rekstrinum.Við hellismunna Víðgelmis. Ofar í Hallmundarhrauni eru Surtshellir og Stefánshellir.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það hefur gengið bara vonum framar. Við erum með opið allt árið og auðvitað er sumarið okkar aðaltími en veturnir hafa verið glettilega góðir líka. Þannig að við erum brattir hér í Fljótstungu,” segir Hörður. Þjónustuhús var reist og hellirinn gerður aðgengilegri með stigum og göngupöllum. Í sumar unnu fimmtán manns við að sýna hellinn en eru helmingi færri í vetur. „Þetta erum bara við. Þetta er bara fjölskyldan, - fjölskyldufyrirtæki. Ég hér og pabbi, bróðir minn og systir mín, mamma.” Og fyrir vikið telst Fljótstunga nú í byggð. Þar sem stórgrýtið er mest er búið að smíða göngupalla til að auðvelda ferðafólki för um hellinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Viðkvæmar hraunmyndanir hafa varðveist betur í Víðgelmi en í mörgum öðrum hellum, þar sem ferðafólk komst lengi vel ekki inn í hann. „Fyrst var það ís sem lokaði honum í kjölfarið á hafísárunum. Hann var síðan opnaður árið 1991 og eftir það var sett upp hlið í hellinn þannig að hann var lokaður. Þetta er á þessum tíma þegar við erum að sækja meira inn á þessi svæði í þessa hella og kannski þá kunnum ekki alveg að fara um þetta eins og við gerum í dag. Og fyrir vikið þá eru hér þessar viðkvæmu hraunmyndanir, hraunkerti og hraunstrá, og það er nóg eftir af þeim hér,” segir Hörður. Nánar verður fjallað um samfélagið í efstu byggð Borgarfjarðar, í Hvítársíðu og Hálsasveit, í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Frétt Stöðvar 2 um hellabúskapinn í Víðgelmi má sjá hér: Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja hefur valdið óbætanlegum skaða á flestum merkustu hraunhellum landsins. Grípa þarf til heildarfriðlýsingar að mati samráðsnefndar og loka tugum hella án tafar. 15. maí 2013 07:00 Raufarhólshellir greiðfær til að sýna ferðamönnum Aðgengi að Raufarhólshelli hefur verið stórbætt enda er hann að fá nýtt hlutverk sem ferðamannastaður, þar sem seldur verður aðgangur með leiðsögn. 24. maí 2017 20:15 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira
Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. Hafísárin í kringum 1968 eru talin hafa bjargað dropasteinum og hraunstráum frá eyðileggingu en þá lokaðist hellirinn vegna ísmyndunar. Rætt var við Hörð Míó Ólafsson, hellabónda í Fljótstungu, í fréttum Stöðvar 2. Hallmundarhraun er eitt hellaauðugasta svæði landsins, en jörðin Fljótstunga stendur við hraunjaðarinn. Þar hafði hefðbundinn búskapur lagst af þegar hjón frá Akureyri keyptu jörðina fyrir þremur árum, þau Stefán Stefánsson og Þórhalla Guðmundsdóttir. Þau hófu að gera út á hellinn Víðgelmi, sem er í landi þeirra, með því að selja ferðamönnum aðgang en elsti sonurinn, Hörður Míó Ólafsson, stýrir rekstrinum.Við hellismunna Víðgelmis. Ofar í Hallmundarhrauni eru Surtshellir og Stefánshellir.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það hefur gengið bara vonum framar. Við erum með opið allt árið og auðvitað er sumarið okkar aðaltími en veturnir hafa verið glettilega góðir líka. Þannig að við erum brattir hér í Fljótstungu,” segir Hörður. Þjónustuhús var reist og hellirinn gerður aðgengilegri með stigum og göngupöllum. Í sumar unnu fimmtán manns við að sýna hellinn en eru helmingi færri í vetur. „Þetta erum bara við. Þetta er bara fjölskyldan, - fjölskyldufyrirtæki. Ég hér og pabbi, bróðir minn og systir mín, mamma.” Og fyrir vikið telst Fljótstunga nú í byggð. Þar sem stórgrýtið er mest er búið að smíða göngupalla til að auðvelda ferðafólki för um hellinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Viðkvæmar hraunmyndanir hafa varðveist betur í Víðgelmi en í mörgum öðrum hellum, þar sem ferðafólk komst lengi vel ekki inn í hann. „Fyrst var það ís sem lokaði honum í kjölfarið á hafísárunum. Hann var síðan opnaður árið 1991 og eftir það var sett upp hlið í hellinn þannig að hann var lokaður. Þetta er á þessum tíma þegar við erum að sækja meira inn á þessi svæði í þessa hella og kannski þá kunnum ekki alveg að fara um þetta eins og við gerum í dag. Og fyrir vikið þá eru hér þessar viðkvæmu hraunmyndanir, hraunkerti og hraunstrá, og það er nóg eftir af þeim hér,” segir Hörður. Nánar verður fjallað um samfélagið í efstu byggð Borgarfjarðar, í Hvítársíðu og Hálsasveit, í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Frétt Stöðvar 2 um hellabúskapinn í Víðgelmi má sjá hér:
Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja hefur valdið óbætanlegum skaða á flestum merkustu hraunhellum landsins. Grípa þarf til heildarfriðlýsingar að mati samráðsnefndar og loka tugum hella án tafar. 15. maí 2013 07:00 Raufarhólshellir greiðfær til að sýna ferðamönnum Aðgengi að Raufarhólshelli hefur verið stórbætt enda er hann að fá nýtt hlutverk sem ferðamannastaður, þar sem seldur verður aðgangur með leiðsögn. 24. maí 2017 20:15 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira
Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja hefur valdið óbætanlegum skaða á flestum merkustu hraunhellum landsins. Grípa þarf til heildarfriðlýsingar að mati samráðsnefndar og loka tugum hella án tafar. 15. maí 2013 07:00
Raufarhólshellir greiðfær til að sýna ferðamönnum Aðgengi að Raufarhólshelli hefur verið stórbætt enda er hann að fá nýtt hlutverk sem ferðamannastaður, þar sem seldur verður aðgangur með leiðsögn. 24. maí 2017 20:15