Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir umsóknum um stofnframlög til kaupa eða byggingar á íbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum sem fram koma í lögum um almennar íbúðir.
Er framlögunum ætlað að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði. Er þar horft til hópa eins og námsmanna, ungs fólks, aldraðra, fatlaðra og fólks sem ekki getur séð sér fyrir húsnæði af félags- eða fjárhagslegum ástæðum.
Þetta séu markmið sem falli vel að húsnæðisstefnu og húsnæðisáætlun borgarinnar.
