Skipaður bankastjóri Danske Bank til bráðabirgða Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2018 08:53 Danske Bank hefur á síðustu mánuðum orðið miðpunktur stórs peningaþvættismáls sem er til rannsóknar yfirvalda í Eistlandi og í Danmörku. Vísir/Getty Stjórn Danske Bank skipaði í morgun Jesper Nielsen nýjan bankastjóra til bráðabirgða. Hann tekur við af Thomas Borgen sem tilkynnti um afsögn sína í síðasta mánuði eftir að upp komst að rúmlega 200 milljarðar evra, um 25 þúsund milljörðum íslenskra króna hafi flætt í gegnum útibú bankans í Eistlandi á árunum 2007 til 2015. Nielsen hefur verið yfirmaður bankastarfsemi Danske Bank í Danmörku, Banking DK, en í tilkynningu frá stjórn bankans kemur fram að ráðning Nielsen sem bankastjóra sé einungis til bráðabirgða, hann muni áfram gegna sínu fyrra starfi, og sé ekki einn þeirra sem komi til greina sem næsti bankastjóri bankans. Borgen hefur nú endanlega hætt störfum sínum fyrir bankann.Jesper Nielsen.Mynd/Danske bankPeningaþvætti Danske Bank hefur á síðustu mánuðum orðið miðpunktur stórs peningaþvættismáls sem er til rannsóknar yfirvalda í Eistlandi og í Danmörku. Bankinn kynnti í síðasta mánuði niðurstöður eigin rannsóknar vegna málsins þar sem kom fram að bankanum hafi ekki tekist að ná utan um hversu mikið af fjármunumum sem streymdi í gegnum útibúið í Eistlandi hafi verið hluti af ólöglegu peningaþvætti. Þó sé talið að stór hluti þeirra rúmlega 200 milljarða evra sem hafi streymt í gegnum útibúið í Eistlandi á árunum 2007 til 2015 tengist peningaþvætti. Borgen tók við störfum sem bankastjóri Danske Bank árið 2013. Eistland Norðurlönd Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórn Danske Bank skipaði í morgun Jesper Nielsen nýjan bankastjóra til bráðabirgða. Hann tekur við af Thomas Borgen sem tilkynnti um afsögn sína í síðasta mánuði eftir að upp komst að rúmlega 200 milljarðar evra, um 25 þúsund milljörðum íslenskra króna hafi flætt í gegnum útibú bankans í Eistlandi á árunum 2007 til 2015. Nielsen hefur verið yfirmaður bankastarfsemi Danske Bank í Danmörku, Banking DK, en í tilkynningu frá stjórn bankans kemur fram að ráðning Nielsen sem bankastjóra sé einungis til bráðabirgða, hann muni áfram gegna sínu fyrra starfi, og sé ekki einn þeirra sem komi til greina sem næsti bankastjóri bankans. Borgen hefur nú endanlega hætt störfum sínum fyrir bankann.Jesper Nielsen.Mynd/Danske bankPeningaþvætti Danske Bank hefur á síðustu mánuðum orðið miðpunktur stórs peningaþvættismáls sem er til rannsóknar yfirvalda í Eistlandi og í Danmörku. Bankinn kynnti í síðasta mánuði niðurstöður eigin rannsóknar vegna málsins þar sem kom fram að bankanum hafi ekki tekist að ná utan um hversu mikið af fjármunumum sem streymdi í gegnum útibúið í Eistlandi hafi verið hluti af ólöglegu peningaþvætti. Þó sé talið að stór hluti þeirra rúmlega 200 milljarða evra sem hafi streymt í gegnum útibúið í Eistlandi á árunum 2007 til 2015 tengist peningaþvætti. Borgen tók við störfum sem bankastjóri Danske Bank árið 2013.
Eistland Norðurlönd Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50