Viðskipti innlent

Ráðin nýr forstjóri Norræna hússins í Reykjavík

Atli Ísleifsson skrifar
Haldið var upp á fimmtíu ára afmæli Norræna hússins í sumar.
Haldið var upp á fimmtíu ára afmæli Norræna hússins í sumar. Mynd/Norræna húsið
Sabina Westerholm verður nýr forstjóri Norræna hússins í Reykjavík. Westerholm er frá Finnlandi og tekur til starfa í ársbyrjun 2019.

Í frétt á vef Norden segir að Westerholm stefni að því að því að þróa frekar starfsemina fyrir börn og ungmenni. Hún tekur við forstjórastöðunni af Mikkel Harder Munck-Hansen sem lætur af störfum eftir fjögurra ára starf. 

Sabina Westerholm.Mynd/Norræna húsið
Westerholm hefur starfað sem framkvæmdastjóri í Stiftelsen Pro Artibus sem hefur að markmiði að styðja myndlist á svæðum í Finnlandi þar sem töluð er sænska. „Hún hefur leitast við að spegla finnska list í alþjóðlegri list og staðið fyrir ýmsum norrænum verkefnum um listir á ferli sínum. Hún gegnir trúnaðarstörfum fyrir Hanaholmen og Frame Contemporary Art Finland,“ segir í fréttinni.

Norræna húsinu er ætlað að efla norrænt samstarf og norræna samkennd og á stofnunin að vera norræn menningar- og þekkingarmiðstöð, skapandi fundarstaður og hlekkur milli Íslands og annarra norrænna landa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×