Vaxtagreiðslur í sögulegu lágmarki Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 3. október 2018 07:30 Eigið fé landsmanna var 3.925 milljarðar í árslok 2017 og þá hafði það aukist um rúma 672 milljarða á milli ára eða 20,6 prósent. Vísir/Stefán Vaxtagreiðslur af fasteignalánum sem hlutfall af launum, hlunnindum, lífeyri, tryggingabótum og öðrum tekjum sem ekki teljast til fjármagnstekna vega nú minna en nokkurn tímann síðan 1992. Þetta kemur fram í grein Páls Kolbeins, rekstrarhagfræðings hjá ríkisskattstjóra, í septembertölublaði Tíundar sem embættið gefur út. Páll bendir á að um 4,5 prósent teknanna hafi farið í að greiða af fasteignalánum árið 2017, sem var 0,5 prósentustigum lægra hlutfall en árið 2016. Þetta hlutfall hafi farið í 6,6 prósent í botni kreppunnar á árunum 2009 og 2010. „Landsmenn vörðu minni hluta tekna sinna til að greiða vexti af fasteignalánum árið 2017 en þeir gerðu að jafnaði á árunum 1992 til 2002,“ skrifar Páll. Þá hafa skuldir lækkað sem hlutfall af tekjum landsmanna en það stóð í 106 prósentum árið 2017 og lækkaði um 6,6 prósentustig á milli ára. „Staðan hefur gerbreyst frá þeim tíma sem þjóðin glímdi við eftirmála hrunsins en árið 2010 hefði það tekið menn hátt í tvö ár að greiða niður skuldirnar,“ skrifar hann. Þá var hlutfall skulda af tekjum 191 prósent en meðaltal áranna 1992 til 2002 var tæplega 104 prósent.Skuldahlutfallið einnig lágt Eigið fé landsmanna var 3.925 milljarðar í árslok 2017 og þá hafði það aukist um rúma 672 milljarða á milli ára eða 20,6 prósent. Hækkun eiginfjár er að sögn Páls ekki vegna peninga sem landsmenn hafa lagt til hliðar á reikningum eða í sjóð heldur má rekja bróðurpartinn til hækkunar á fasteignaverði. Um þriðjungur eigna landsmanna var í skuld eða 32,1 prósent. „Það sætir tíðindum að skuldahlutfallið hefur ekki verið svona lágt síðan árið 1992 en þá voru 30,9 prósent eigna landsmanna í skuld,“ skrifar Páll en meðaltal áranna 1992 til 2002 var 36,6 prósent. Hann rekur það að hlutfallið hafi tekið að hækka lítillega upp úr aldamótum en upp úr miðjum fyrsta áratugnum hafi eignaverð hækkað til jafns við skuldirnar og því hafi hlutfallið haldist að mestu stöðugt fram að hruni. Þá hafi það hækkað snarlega þegar eignir féllu í verði en skuldir héldu verðgildi sínu. Árið 2010 stóð hlutfallið í rúmum 54 prósentum. „Síðan hefur skuldahlutfallið lækkað og nú er það sem fyrr segir með því lægsta sem hefur sést.“ Heildareignir landsmanna voru metnar á 5.785 milljarða í árslok 2017 og jukust um 723 milljarða á milli ára, eða sem nemur 14,3 prósentum. Sem áður sagði vó hækkun á íbúðarhúsnæðisverði þyngst í eignaaukningunni. Matsverð fasteigna hækkaði um 597 milljarða á milli ára eða 15,3 prósent og má því rekja um 82,6 prósent eignaaukningarinnar til hækkunar á fasteignum og ein 4,3 prósent til hækkunar á verðmæti bifreiða. Merkir Páll að raunvirði eigna hafi aldrei verið hærra, en það var nú 421 milljarði hærra en það var árið 2007. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Vaxtagreiðslur af fasteignalánum sem hlutfall af launum, hlunnindum, lífeyri, tryggingabótum og öðrum tekjum sem ekki teljast til fjármagnstekna vega nú minna en nokkurn tímann síðan 1992. Þetta kemur fram í grein Páls Kolbeins, rekstrarhagfræðings hjá ríkisskattstjóra, í septembertölublaði Tíundar sem embættið gefur út. Páll bendir á að um 4,5 prósent teknanna hafi farið í að greiða af fasteignalánum árið 2017, sem var 0,5 prósentustigum lægra hlutfall en árið 2016. Þetta hlutfall hafi farið í 6,6 prósent í botni kreppunnar á árunum 2009 og 2010. „Landsmenn vörðu minni hluta tekna sinna til að greiða vexti af fasteignalánum árið 2017 en þeir gerðu að jafnaði á árunum 1992 til 2002,“ skrifar Páll. Þá hafa skuldir lækkað sem hlutfall af tekjum landsmanna en það stóð í 106 prósentum árið 2017 og lækkaði um 6,6 prósentustig á milli ára. „Staðan hefur gerbreyst frá þeim tíma sem þjóðin glímdi við eftirmála hrunsins en árið 2010 hefði það tekið menn hátt í tvö ár að greiða niður skuldirnar,“ skrifar hann. Þá var hlutfall skulda af tekjum 191 prósent en meðaltal áranna 1992 til 2002 var tæplega 104 prósent.Skuldahlutfallið einnig lágt Eigið fé landsmanna var 3.925 milljarðar í árslok 2017 og þá hafði það aukist um rúma 672 milljarða á milli ára eða 20,6 prósent. Hækkun eiginfjár er að sögn Páls ekki vegna peninga sem landsmenn hafa lagt til hliðar á reikningum eða í sjóð heldur má rekja bróðurpartinn til hækkunar á fasteignaverði. Um þriðjungur eigna landsmanna var í skuld eða 32,1 prósent. „Það sætir tíðindum að skuldahlutfallið hefur ekki verið svona lágt síðan árið 1992 en þá voru 30,9 prósent eigna landsmanna í skuld,“ skrifar Páll en meðaltal áranna 1992 til 2002 var 36,6 prósent. Hann rekur það að hlutfallið hafi tekið að hækka lítillega upp úr aldamótum en upp úr miðjum fyrsta áratugnum hafi eignaverð hækkað til jafns við skuldirnar og því hafi hlutfallið haldist að mestu stöðugt fram að hruni. Þá hafi það hækkað snarlega þegar eignir féllu í verði en skuldir héldu verðgildi sínu. Árið 2010 stóð hlutfallið í rúmum 54 prósentum. „Síðan hefur skuldahlutfallið lækkað og nú er það sem fyrr segir með því lægsta sem hefur sést.“ Heildareignir landsmanna voru metnar á 5.785 milljarða í árslok 2017 og jukust um 723 milljarða á milli ára, eða sem nemur 14,3 prósentum. Sem áður sagði vó hækkun á íbúðarhúsnæðisverði þyngst í eignaaukningunni. Matsverð fasteigna hækkaði um 597 milljarða á milli ára eða 15,3 prósent og má því rekja um 82,6 prósent eignaaukningarinnar til hækkunar á fasteignum og ein 4,3 prósent til hækkunar á verðmæti bifreiða. Merkir Páll að raunvirði eigna hafi aldrei verið hærra, en það var nú 421 milljarði hærra en það var árið 2007.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira