Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 2. október 2018 20:31 Ástæða er til að vekja athygli á því að í dag, 2.október, er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar starfa á öllum sviðum mannlífsins með það að leiðarljósi að styðja og efla samfélagslega þátttöku fatlaðs fólks og gæta hagsmuna þess. Mannréttindi og mannréttindabarátta er kjölfestan í störfum þeirra sem og fjölbreytilegar leiðir við að aðstoða og efla sjálfstætt líf fólks í samfélagi fyrir alla. Íslendingar eiga því láni að fagna að hér á landi hefur vaxið og dafnað öflug fagstétt þroskaþjálfa sem hefur stuðlað að mikilvægri þróun í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi. Menntun þroskaþjálfa hefur tekið miklum breytingum í áranna rás. Þroskaþjálfaskóli Íslands varð til árið 1971 þegar að starfsheitið þroskaþjálfi varð til, en áður höfðu þær konur sem störfuðu með fötluðu fólki verið kallaðar „gæslusystur“. Þroskaþjálfaskóli Íslands sameinaðist Kennaraháskóla Íslands árið 1998 og færðist námið þar með á háskólastig. Rétt er að taka fram að þroskaþjálfun er lögverndað starf og tekur nám þroskaþjálfa mið af lögum um heilbrigðisstarfsmenn (nr. 34/2012) og reglugerð um menntun, réttindi og skyldur þroskaþjálfa (nr. 1120/2012). Í dag er þroskaþjálfafræði ein af mörgum námsleiðum sem boðið er upp á við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Um er að ræða fjögurra ára nám sem miðar að því að nemendur öðlist sérfræðiþekkingu og hæfni til þess að veita fjölbreytilega þjónustu og ráðgjöf. Meðal kennslugreina í náminu eru þroskaþjálfafræði, fötlunarfræði, félagsfræði, þroskasálfræði og siðfræði. Starfsvettvangur þroskaþjálfa er mjög fjölbreyttur og má þar nefna skólastofnanir og félags- og tómstundastarf ásamt þjónustu og ráðgjöf á öllum sviðum samfélagsins. Auknar kröfur um sérfræðiþekkingu, þjálfun og sjálfstæði þroskaþjálfa í starfi urðu til þess að árið 2017 var ákveðið að lengja námið úr þremur árum í fjögur. Samhliða því var lögð áhersla á að efla tengingu við fagvettvang með auknu starfsnámi, styrkja umfjöllun um mannréttindi og horfa til þess að starfsvettvangur þroskaþjálfa hefur orðið víðtækari. Á síðustu árum hefur aðsókn í námið vaxið jafnt og þétt. Þroskaþjálfafélag Íslands var stofnað árið 1965 og hefur gegnt lykilhlutverki við að standa vörð um þekkingu, reynslu og fagmennsku þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar voru á meðal fyrstu starfsstétta til að rita sínar eigin siðareglur sem birtar voru fyrst árið 1991. Í þeim kemur fram grundvallarhugsjón starfsins sem er virðing fyrir mannhelgi og trú á getu einstaklings til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Í dag er lögð áhersla á að þjónusta sé veitt í samvinnu við fatlað fólk, að fólk sem býr við fötlun skipuleggi og stýri sjálft þeirri þjónustu sem það telur sig hafa þörf fyrir. Ein mikilvægasta hindrunin sem fatlað fólk býr við er oft ekki efnisleg heldur fremur félagslegar hindranir sem tengjast viðhorfi annarra. Fötlunarfræði, sem varð til sem fræðigrein á síðari hluta 20. aldar, hefur stuðlað að nýrri sýn á fötlun þar sem áhersla er lögð á að ryðja úr vegi félagslegum hindrunum fremur en að einblína á skerðingar fólks. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því að það þótti sjálfsagt að vista fatlaða einstaklinga á stofnunum og skerða sjálfræði þeirra og lífsgæði, þá megum við ekki sofna á verðinum. Ný lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi 1. október sl. og marka mikilvæg tímamót þar sem byggt er á hugmyndum um sjálfstætt líf, jafnrétti og mannréttindi fyrir alla. Með löggjöfinni er undirstrikað að íslensk stjórnvöld skuldbinda sig til að framfylgja alþjóðlegum sáttmálum, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Á Íslandi hefur sú stefna ríkt að byggja upp menntakerfi fyrir alla og að skóla- og frístundastarf sé án aðgreiningar. Á síðustu árum hefur þróunin orðið sú að þroskaþjálfar starfa í auknum mæli í skóla – og frístundastarfi og veita kennurum, frístundaráðgjöfum og öðru starfsfólki þýðingarmikla ráðgjöf og leiðsögn. Reynslan sýnir að þverfagleg samvinna er lykillinn að árangri í menntun og þroska og opnar nýjar dyr og möguleika fyrir öll börn óháð fötlun og félagslegri stöðu. Ég hvet alla til að gefa störfum þroskaþjálfa gaum, hrósa því sem vel er gert og leggja sitt af mörkum til að styðja við samfélag þar sem öllum er tryggð virk þátttaka og jafn aðgangur að lífsgæðum. Ég óska öllum þroskaþjálfum innilega til hamingju með daginn! Á heimasíðu Þroskaþjálfafélags Íslands má finna umfjöllun um alþjóðlegan dag þroskaþjálfa. Höfundur er forseti MenntavísindasviðsHáskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Ástæða er til að vekja athygli á því að í dag, 2.október, er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar starfa á öllum sviðum mannlífsins með það að leiðarljósi að styðja og efla samfélagslega þátttöku fatlaðs fólks og gæta hagsmuna þess. Mannréttindi og mannréttindabarátta er kjölfestan í störfum þeirra sem og fjölbreytilegar leiðir við að aðstoða og efla sjálfstætt líf fólks í samfélagi fyrir alla. Íslendingar eiga því láni að fagna að hér á landi hefur vaxið og dafnað öflug fagstétt þroskaþjálfa sem hefur stuðlað að mikilvægri þróun í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi. Menntun þroskaþjálfa hefur tekið miklum breytingum í áranna rás. Þroskaþjálfaskóli Íslands varð til árið 1971 þegar að starfsheitið þroskaþjálfi varð til, en áður höfðu þær konur sem störfuðu með fötluðu fólki verið kallaðar „gæslusystur“. Þroskaþjálfaskóli Íslands sameinaðist Kennaraháskóla Íslands árið 1998 og færðist námið þar með á háskólastig. Rétt er að taka fram að þroskaþjálfun er lögverndað starf og tekur nám þroskaþjálfa mið af lögum um heilbrigðisstarfsmenn (nr. 34/2012) og reglugerð um menntun, réttindi og skyldur þroskaþjálfa (nr. 1120/2012). Í dag er þroskaþjálfafræði ein af mörgum námsleiðum sem boðið er upp á við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Um er að ræða fjögurra ára nám sem miðar að því að nemendur öðlist sérfræðiþekkingu og hæfni til þess að veita fjölbreytilega þjónustu og ráðgjöf. Meðal kennslugreina í náminu eru þroskaþjálfafræði, fötlunarfræði, félagsfræði, þroskasálfræði og siðfræði. Starfsvettvangur þroskaþjálfa er mjög fjölbreyttur og má þar nefna skólastofnanir og félags- og tómstundastarf ásamt þjónustu og ráðgjöf á öllum sviðum samfélagsins. Auknar kröfur um sérfræðiþekkingu, þjálfun og sjálfstæði þroskaþjálfa í starfi urðu til þess að árið 2017 var ákveðið að lengja námið úr þremur árum í fjögur. Samhliða því var lögð áhersla á að efla tengingu við fagvettvang með auknu starfsnámi, styrkja umfjöllun um mannréttindi og horfa til þess að starfsvettvangur þroskaþjálfa hefur orðið víðtækari. Á síðustu árum hefur aðsókn í námið vaxið jafnt og þétt. Þroskaþjálfafélag Íslands var stofnað árið 1965 og hefur gegnt lykilhlutverki við að standa vörð um þekkingu, reynslu og fagmennsku þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar voru á meðal fyrstu starfsstétta til að rita sínar eigin siðareglur sem birtar voru fyrst árið 1991. Í þeim kemur fram grundvallarhugsjón starfsins sem er virðing fyrir mannhelgi og trú á getu einstaklings til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Í dag er lögð áhersla á að þjónusta sé veitt í samvinnu við fatlað fólk, að fólk sem býr við fötlun skipuleggi og stýri sjálft þeirri þjónustu sem það telur sig hafa þörf fyrir. Ein mikilvægasta hindrunin sem fatlað fólk býr við er oft ekki efnisleg heldur fremur félagslegar hindranir sem tengjast viðhorfi annarra. Fötlunarfræði, sem varð til sem fræðigrein á síðari hluta 20. aldar, hefur stuðlað að nýrri sýn á fötlun þar sem áhersla er lögð á að ryðja úr vegi félagslegum hindrunum fremur en að einblína á skerðingar fólks. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því að það þótti sjálfsagt að vista fatlaða einstaklinga á stofnunum og skerða sjálfræði þeirra og lífsgæði, þá megum við ekki sofna á verðinum. Ný lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi 1. október sl. og marka mikilvæg tímamót þar sem byggt er á hugmyndum um sjálfstætt líf, jafnrétti og mannréttindi fyrir alla. Með löggjöfinni er undirstrikað að íslensk stjórnvöld skuldbinda sig til að framfylgja alþjóðlegum sáttmálum, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Á Íslandi hefur sú stefna ríkt að byggja upp menntakerfi fyrir alla og að skóla- og frístundastarf sé án aðgreiningar. Á síðustu árum hefur þróunin orðið sú að þroskaþjálfar starfa í auknum mæli í skóla – og frístundastarfi og veita kennurum, frístundaráðgjöfum og öðru starfsfólki þýðingarmikla ráðgjöf og leiðsögn. Reynslan sýnir að þverfagleg samvinna er lykillinn að árangri í menntun og þroska og opnar nýjar dyr og möguleika fyrir öll börn óháð fötlun og félagslegri stöðu. Ég hvet alla til að gefa störfum þroskaþjálfa gaum, hrósa því sem vel er gert og leggja sitt af mörkum til að styðja við samfélag þar sem öllum er tryggð virk þátttaka og jafn aðgangur að lífsgæðum. Ég óska öllum þroskaþjálfum innilega til hamingju með daginn! Á heimasíðu Þroskaþjálfafélags Íslands má finna umfjöllun um alþjóðlegan dag þroskaþjálfa. Höfundur er forseti MenntavísindasviðsHáskóla Íslands.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun