Óli Jó: Getur ekki verið að Hamrén hafi valið þennan hóp Anton Ingi Leifsson skrifar 3. október 2018 13:00 Ólafur er Valur fagnaði Íslandsmeistaratitlinum á laugardaginn. vísir/bára Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir að hann hafi viljað sjá Erik Hamrén velja yngri leikmenn í síðasta landsliðshóp. Ólafur var í viðtali hjá RÚV. Hann segir einnig að það sé sýnilega þreyta í íslenska landsliðshópnum en þessi mikli sigurvegari segir að þetta verði ekki öfundsvert verkefni Hamrén. „Auðvitað er árangur landsliðsins búinn að vera geggjaður undanfarin ár, hjá Lars og Heimi, og nánast farið fram úr væntingum flestra,” sagði Ólafur í samtali við RÚV en sagði að næstu ár gæti verið erfið: „Ég held það verði erfitt hjá landsliðinu næstu árin. Nýi þjálfarinn [Erik Hamrén] er ekki öfundsverður af því hlutverki sem hann er að taka að sér. Það er eitthvað sem segir mér það. Þessi hópur er búinn að vera lengi saman og það er greinilega einhver þreyta inni í hópnum.“ „Þannig að ég held að þetta verði erfitt, en ég hef svo sem sagt það áður. Þeir eru náttúrulega ótrúlegir þessir drengir þeir gætu snúið þessu öllum saman við aftur.“ Í síðasta landsliðshóp Íslands sem lék gegn Sviss og Belgíu voru ekki margir ungir leikmenn. Ólafur vill að Hamrén nýti tækifærið og yngi upp sem fyrst. „Auðvitað þarf að yngja þetta upp, ég vil meina það. Ég var mjög ósáttur við margt sem var valið í þessa tvo leiki. Enda held ég að hann hafi ekki valið það, þessi Hamrén, það getur ekki verið.” „Það hafa aðrir menn valið þetta fyrir hann. Af því að hann var ráðinn landsliðsþjálfari þegar voru tíu dagar í leik, hann þarf að fá einhverja aðstoð til að velja leikmennina því hann þekkir það ekki sjálfur,” sagði Ólafur og bætti við að lokum: „En ég held að hann eigi eftir að setja sinn svip á þetta og vonandi verður það gott.“ Íslenski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir að hann hafi viljað sjá Erik Hamrén velja yngri leikmenn í síðasta landsliðshóp. Ólafur var í viðtali hjá RÚV. Hann segir einnig að það sé sýnilega þreyta í íslenska landsliðshópnum en þessi mikli sigurvegari segir að þetta verði ekki öfundsvert verkefni Hamrén. „Auðvitað er árangur landsliðsins búinn að vera geggjaður undanfarin ár, hjá Lars og Heimi, og nánast farið fram úr væntingum flestra,” sagði Ólafur í samtali við RÚV en sagði að næstu ár gæti verið erfið: „Ég held það verði erfitt hjá landsliðinu næstu árin. Nýi þjálfarinn [Erik Hamrén] er ekki öfundsverður af því hlutverki sem hann er að taka að sér. Það er eitthvað sem segir mér það. Þessi hópur er búinn að vera lengi saman og það er greinilega einhver þreyta inni í hópnum.“ „Þannig að ég held að þetta verði erfitt, en ég hef svo sem sagt það áður. Þeir eru náttúrulega ótrúlegir þessir drengir þeir gætu snúið þessu öllum saman við aftur.“ Í síðasta landsliðshóp Íslands sem lék gegn Sviss og Belgíu voru ekki margir ungir leikmenn. Ólafur vill að Hamrén nýti tækifærið og yngi upp sem fyrst. „Auðvitað þarf að yngja þetta upp, ég vil meina það. Ég var mjög ósáttur við margt sem var valið í þessa tvo leiki. Enda held ég að hann hafi ekki valið það, þessi Hamrén, það getur ekki verið.” „Það hafa aðrir menn valið þetta fyrir hann. Af því að hann var ráðinn landsliðsþjálfari þegar voru tíu dagar í leik, hann þarf að fá einhverja aðstoð til að velja leikmennina því hann þekkir það ekki sjálfur,” sagði Ólafur og bætti við að lokum: „En ég held að hann eigi eftir að setja sinn svip á þetta og vonandi verður það gott.“
Íslenski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira