„Ef ég hætti þessu rugli þá mun ég veslast upp og verða gamall“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2018 11:30 Pétur Jóhann og Auðunn Blöndal eru gestir vikunnar í Einkalífinu. Suður-ameríski draumurinn fór í loftið síðastliðinn föstudag á Stöð 2 en þar keppa þeir Auðunn Blöndal og Steindi Jr. á móti Sveppa og Pétri í stigakeppni með því að leysa allskonar miserfið verkefni um álfuna. Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann Sigfússon eru gestir Stefáns Árna Pálssonar í Einkalífinu í dag. Í þáttunum er rætt við fólk sem er að skara fram úr á sínu sviði. Þeir Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann hafa verið á skjáum landsmanna síðustu 15 árin eða svo og eru orðnir einir reyndustu sjónvarpsmenn landsins. „Mér fannst ég var kominn heim. Þessi suður-ameríski taktur blundar í mér,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem rakaði á sig mottu þegar tökur fóru fram, svona til þess að blandast betur við innfædda. Auddi segist ekkert vera sérstaklega spenntur að fara út til Bólivíu eftir ferðalagið. „Ég fékk ekki menningarsjokk þarna úti og í raun kom mér bara á óvart hvað allir voru næs. Ég held að það séu bara bullandi fordómar hjá Íslendingum gagnvart Suður-Ameríku og ég held að það spili inn í svona þættir eins og Narcos og svona vitleysa, því að fólk þarna úti er geggjað og allir svo kurteisir og æðislegir. Ég dýrka að vera þarna og mig langar virkilega að fara aftur.“Sérð þú ekki hvað ég er með fallega húð? Pétur Jóhann er elsti keppandinn í Suður-ameríska drauminum. „Einhver sagði að um leið og þú hættir þessu, þá fyrst verður þú gamall. Það er svolítið mikið til í því. Ef ég myndi hætta þessu rugli, þá myndi ég bara veslast upp og verða gamall. Sérð þú ekki hvað ég er með fallega húð?,“ segir Pétur Jóhann. Í þættinum ræða þeir félagar einnig um hvernig herbergisfélagar þeirra eru í þessum ferðum, hvort þeir hafi í raun og veru orðið hræddir við gerð dramaþáttanna, af hverju Pétur Jóhann er alltaf fullur í þessum þáttum og um næstu verkefni hjá þessum tveimur. Í viðtalinu kom einnig fram að Auðunn Blöndal er oftast settur í erfiðustu verkefnin þar sem hann á enginn börn og að sögn andstæðinga hans væri þá í lagi að hann myndi deyja. Hér að neðan má sjá annan þáttinn af Einkalífinu en þátturinn verður vikulega og kemur út alla fimmtudaga á Vísi. Einkalífið Suður-ameríski draumurinn Tengdar fréttir „Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Suður-ameríski draumurinn fór í loftið síðastliðinn föstudag á Stöð 2 en þar keppa þeir Auðunn Blöndal og Steindi Jr. á móti Sveppa og Pétri í stigakeppni með því að leysa allskonar miserfið verkefni um álfuna. Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann Sigfússon eru gestir Stefáns Árna Pálssonar í Einkalífinu í dag. Í þáttunum er rætt við fólk sem er að skara fram úr á sínu sviði. Þeir Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann hafa verið á skjáum landsmanna síðustu 15 árin eða svo og eru orðnir einir reyndustu sjónvarpsmenn landsins. „Mér fannst ég var kominn heim. Þessi suður-ameríski taktur blundar í mér,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem rakaði á sig mottu þegar tökur fóru fram, svona til þess að blandast betur við innfædda. Auddi segist ekkert vera sérstaklega spenntur að fara út til Bólivíu eftir ferðalagið. „Ég fékk ekki menningarsjokk þarna úti og í raun kom mér bara á óvart hvað allir voru næs. Ég held að það séu bara bullandi fordómar hjá Íslendingum gagnvart Suður-Ameríku og ég held að það spili inn í svona þættir eins og Narcos og svona vitleysa, því að fólk þarna úti er geggjað og allir svo kurteisir og æðislegir. Ég dýrka að vera þarna og mig langar virkilega að fara aftur.“Sérð þú ekki hvað ég er með fallega húð? Pétur Jóhann er elsti keppandinn í Suður-ameríska drauminum. „Einhver sagði að um leið og þú hættir þessu, þá fyrst verður þú gamall. Það er svolítið mikið til í því. Ef ég myndi hætta þessu rugli, þá myndi ég bara veslast upp og verða gamall. Sérð þú ekki hvað ég er með fallega húð?,“ segir Pétur Jóhann. Í þættinum ræða þeir félagar einnig um hvernig herbergisfélagar þeirra eru í þessum ferðum, hvort þeir hafi í raun og veru orðið hræddir við gerð dramaþáttanna, af hverju Pétur Jóhann er alltaf fullur í þessum þáttum og um næstu verkefni hjá þessum tveimur. Í viðtalinu kom einnig fram að Auðunn Blöndal er oftast settur í erfiðustu verkefnin þar sem hann á enginn börn og að sögn andstæðinga hans væri þá í lagi að hann myndi deyja. Hér að neðan má sjá annan þáttinn af Einkalífinu en þátturinn verður vikulega og kemur út alla fimmtudaga á Vísi.
Einkalífið Suður-ameríski draumurinn Tengdar fréttir „Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
„Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45