Krefja ríkið um milljónir vegna Æsustaðamálsins Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2018 11:02 Nabakowski-bræðurnir í héraðsdómi. Vísir Bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski hafa stefnt ríkinu og krafist skaðabóta eftir að hafa þurft að sæta einangrun í átta daga í tengslum við rannsókn á Æsustaðamálinu sumarið 2017. Bræðurnir krefjast báðir tveggja milljóna króna, auk þess að ríkið greiði málskostnað og kostnað vegna lögmannsþjónustu. Bræðurnir voru handteknir þann 7. júní á síðasta ári eftir lát Arnar Jónssonar Aspar við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal. Þeir voru í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en síðar sleppt þann 15. júní. Sveinn Gestur Tryggvason var að lokum einn ákærður í málinu og dæmdur í sex ára fangelsi.Hefði átt að vera ljóst frá fyrstu skýrslutöku Í stefnum bræðranna, sem Vísir hefur undir höndum, segir að málið hafi reynst tilefnislaust líkt og bræðurnir hafi haldið fram allt frá upphafi. Það hafi verið augljóst frá fyrstu skýrslutöku og í kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald, þar sem bræðurnir hafi verið farnir af vettvangi þegar til átakanna kom sem leiddu til dauða Arnars. „Þetta eru alvarlegar sakargiftir og þungbært fyrir hvern sem er að sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa. Af fjölmiðlaumfjöllun má jafnframt sjá, að málið olli [umbjóðanda] mínum miklum miska. Þegar sama kvöld var hann nafngreindur í fjölmiðlum. Við þessu mátti búast,“ segir í stefnunum. Þá hafi þeir verið kallaðir morðingjar á athugasemdakerfum fjölmiðla.Andleg líðan mjög slæm Í stefnunum segir að bræðurnir hafi verið í fullu starfi á þeim tíma sem málið kom upp en að enginn hafi viljað ráða þá í vinnu síðan. Þeir hafi ítrekað reynt að fá íbúð en um leið og þeir kynni sig slíti fólk samtalinu. Þá segir að andleg líðan bræðranna við það að sitja í gæsluvarðhaldi, sakaðir um verknaðinn, hafi verið mjög slæm. Miski þeirra sé mikill „og ber að bæta hann eftir því sem sanngjarnt þykir“. Áður höfðu bræðurnir, sem störfuðu fyrir Svein Gest sumarið 2017, báðir verið dæmdir fyrir brot gegn hegningarlögum. Marcin hlaut þriggja ára dóm en Rafal tveggja og hálfs árs dóm fyrir skotárás við Leifasjoppu í Breiðholti í ágúst 2016. Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur breytir lítillega refsingu Nabakowski-bræðra Sakfelldir fyrir skotárás. 18. maí 2018 15:37 Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18 Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira
Bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski hafa stefnt ríkinu og krafist skaðabóta eftir að hafa þurft að sæta einangrun í átta daga í tengslum við rannsókn á Æsustaðamálinu sumarið 2017. Bræðurnir krefjast báðir tveggja milljóna króna, auk þess að ríkið greiði málskostnað og kostnað vegna lögmannsþjónustu. Bræðurnir voru handteknir þann 7. júní á síðasta ári eftir lát Arnar Jónssonar Aspar við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal. Þeir voru í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en síðar sleppt þann 15. júní. Sveinn Gestur Tryggvason var að lokum einn ákærður í málinu og dæmdur í sex ára fangelsi.Hefði átt að vera ljóst frá fyrstu skýrslutöku Í stefnum bræðranna, sem Vísir hefur undir höndum, segir að málið hafi reynst tilefnislaust líkt og bræðurnir hafi haldið fram allt frá upphafi. Það hafi verið augljóst frá fyrstu skýrslutöku og í kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald, þar sem bræðurnir hafi verið farnir af vettvangi þegar til átakanna kom sem leiddu til dauða Arnars. „Þetta eru alvarlegar sakargiftir og þungbært fyrir hvern sem er að sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa. Af fjölmiðlaumfjöllun má jafnframt sjá, að málið olli [umbjóðanda] mínum miklum miska. Þegar sama kvöld var hann nafngreindur í fjölmiðlum. Við þessu mátti búast,“ segir í stefnunum. Þá hafi þeir verið kallaðir morðingjar á athugasemdakerfum fjölmiðla.Andleg líðan mjög slæm Í stefnunum segir að bræðurnir hafi verið í fullu starfi á þeim tíma sem málið kom upp en að enginn hafi viljað ráða þá í vinnu síðan. Þeir hafi ítrekað reynt að fá íbúð en um leið og þeir kynni sig slíti fólk samtalinu. Þá segir að andleg líðan bræðranna við það að sitja í gæsluvarðhaldi, sakaðir um verknaðinn, hafi verið mjög slæm. Miski þeirra sé mikill „og ber að bæta hann eftir því sem sanngjarnt þykir“. Áður höfðu bræðurnir, sem störfuðu fyrir Svein Gest sumarið 2017, báðir verið dæmdir fyrir brot gegn hegningarlögum. Marcin hlaut þriggja ára dóm en Rafal tveggja og hálfs árs dóm fyrir skotárás við Leifasjoppu í Breiðholti í ágúst 2016.
Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur breytir lítillega refsingu Nabakowski-bræðra Sakfelldir fyrir skotárás. 18. maí 2018 15:37 Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18 Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira
Landsréttur breytir lítillega refsingu Nabakowski-bræðra Sakfelldir fyrir skotárás. 18. maí 2018 15:37
Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18
Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36