Innlent

Helgi Seljan í leyfi frá fréttastofunni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Helgi Seljan var valinn sjónvarpsmaður síðasta árs.
Helgi Seljan var valinn sjónvarpsmaður síðasta árs. Vísir/andri marinó
Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan mun taka sér árslangt leyfi frá fréttastofu Ríkisútvarpsins. Helgi hefur verið tíður gestur á skjám landsmanna undanfarin ár, þar af síðastliðinn áratug í fréttaskýringarþáttum RÚV; Kastljósi og Kveik.

Í stuttu spjalli við Vísi segir Helgi fátt í hendi um hvernig hann muni verja leyfinu sínu. Hann vilji þó helst gera sem minnst. Hann eigi inni frí sem hann ætli að nýta sér og sjá svo til.

Það sé því ekki útilokað að hann fari aftur á sjó, eins og heimildir Vísis hafa hermt, eða að kraftar hans verði nýttir annars staðar í Efstaleiti. „Ég gæti stokkið inn í Stundina okkar ef það er áhugi á því,“ segir Helgi.

Færslu Kveiks um Helgafríið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×