Lífið

Seldist upp á Glastonbury á hálftíma

Atli Ísleifsson skrifar
Glastonbury-hátíðin var síðast haldið árið 2017.
Glastonbury-hátíðin var síðast haldið árið 2017. Vísir/Getty
Miðar á bresku tónlistarhátíðina Glastonbury á næsta ári fóru í sölu í morgun og seldust miðarnir upp á rétt rúmum hálftíma.

Emily Eavis, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir að metfjöldi fólks hafi reynt að kaupa miða þegar miðarnir fóru í sölu klukkan átta að íslenskum tíma.

Reiknað er með að um 200 þúsund manns muni mæta á hátíðina sem haldin er á Worthy Farm í Somerset í lok júní. Enn hefur ekki verið tilkynnt hvaða tónlistarmenn komi fram en nafn Bítilsins Paul McCartney er eitt þeirra sem mikið hefur verið í umræðunni.

Almennur miði á hátíðina kostaði 248 pund, um 37 þúsund krónur. Hátíðin var ekki haldin á þessu ári til að gefa jörðinni, bænum og skipuleggjendum frí. Hátíðin var fyrst haldin árið 1970.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×