Stefna á annan leiðtogafund sem fyrst Sylvía Hall skrifar 7. október 2018 13:17 Pompeo sagði heimsóknina hafa verið ánægjulega. Vísir/Getty Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með Kim Jong-un í stuttri ferð sinni til Pyongyang en markmiðið var að losa um viðræður í kjarnorkumálum sem hafa gengið brösulega undanfarið. Fundurinn stóð yfir í rúma tvo tíma. Á fundinum ræddu þeir einnig að skipuleggja annan leiðtogafund Jong-un og Donald Trump Bandaríkjaforseta sem fyrst. Pompeo sagði á Twitter-reikningi sínum að ferðin hafi verið ánægjuleg og löndin tvö héldu áfram að ná árangri.Had a good trip to #Pyongyang to meet with Chairman Kim. We continue to make progress on agreements made at Singapore Summit. Thanks for hosting me and my team @StateDeptpic.twitter.com/mufyOKkDLw — Secretary Pompeo (@SecPompeo) 7 October 2018 Eftir fund sinn í Norður-Kóreu hélt Pompeo til Suður-Kóreu þar sem hann hitti Moon Jae-in, forseta landsins. Á fundi þeirra sagðist Pompeo hafa rætt næstu skref norðursins í átt að kjarnorkuafvopnun við Jong-un og möguleikann á því að bandarísk yfirvöld myndu hafa fylgjast náið með þeim aðgerðum. Þá samþykktu þeir að mynda starfshóp til þess að ræða ferlið í átt að kjarnorkuafvopnun og skipuleggja næsta leiðtogafund. Í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa Moon segir jafnframt að báðar hliðar hafi samþykkt að halda áfram viðræðum varðandi tímasetningu næsta fundar. Þessi heimsókn Pompeo þykir hafa gengið mun betur en sú síðasta en hann heimsótti Pyongyang í júlí síðastliðnum. Eftir ferð sína lýsti hann því yfir að árangur hefði náðst í viðræðum en þeim fullyrðingum var fljótlega hafnað af fjölmiðlum í landinu og sögðu þeir Pompeo hafa komið fram með ósanngjarnar kröfur. Donald Trump Suður-Kórea Tengdar fréttir Bandaríkin reiðubúin að ræða við Norður-Kóreumenn á ný Bandaríkjastjórn er reiðubúin að taka upp viðræður við stjórnvöld í Norður-Kóreu á ný, með það að markmiði að kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu verði lokið í ársbyrjun 2021. 19. september 2018 21:06 Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með Kim Jong-un í stuttri ferð sinni til Pyongyang en markmiðið var að losa um viðræður í kjarnorkumálum sem hafa gengið brösulega undanfarið. Fundurinn stóð yfir í rúma tvo tíma. Á fundinum ræddu þeir einnig að skipuleggja annan leiðtogafund Jong-un og Donald Trump Bandaríkjaforseta sem fyrst. Pompeo sagði á Twitter-reikningi sínum að ferðin hafi verið ánægjuleg og löndin tvö héldu áfram að ná árangri.Had a good trip to #Pyongyang to meet with Chairman Kim. We continue to make progress on agreements made at Singapore Summit. Thanks for hosting me and my team @StateDeptpic.twitter.com/mufyOKkDLw — Secretary Pompeo (@SecPompeo) 7 October 2018 Eftir fund sinn í Norður-Kóreu hélt Pompeo til Suður-Kóreu þar sem hann hitti Moon Jae-in, forseta landsins. Á fundi þeirra sagðist Pompeo hafa rætt næstu skref norðursins í átt að kjarnorkuafvopnun við Jong-un og möguleikann á því að bandarísk yfirvöld myndu hafa fylgjast náið með þeim aðgerðum. Þá samþykktu þeir að mynda starfshóp til þess að ræða ferlið í átt að kjarnorkuafvopnun og skipuleggja næsta leiðtogafund. Í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa Moon segir jafnframt að báðar hliðar hafi samþykkt að halda áfram viðræðum varðandi tímasetningu næsta fundar. Þessi heimsókn Pompeo þykir hafa gengið mun betur en sú síðasta en hann heimsótti Pyongyang í júlí síðastliðnum. Eftir ferð sína lýsti hann því yfir að árangur hefði náðst í viðræðum en þeim fullyrðingum var fljótlega hafnað af fjölmiðlum í landinu og sögðu þeir Pompeo hafa komið fram með ósanngjarnar kröfur.
Donald Trump Suður-Kórea Tengdar fréttir Bandaríkin reiðubúin að ræða við Norður-Kóreumenn á ný Bandaríkjastjórn er reiðubúin að taka upp viðræður við stjórnvöld í Norður-Kóreu á ný, með það að markmiði að kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu verði lokið í ársbyrjun 2021. 19. september 2018 21:06 Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Bandaríkin reiðubúin að ræða við Norður-Kóreumenn á ný Bandaríkjastjórn er reiðubúin að taka upp viðræður við stjórnvöld í Norður-Kóreu á ný, með það að markmiði að kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu verði lokið í ársbyrjun 2021. 19. september 2018 21:06
Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03