Einar Jóns: Var að fara að skipta Hreiðari útaf þegar hann lokaði búrinu Anton Ingi Leifsson skrifar 8. október 2018 21:58 Einar á síðustu leiktíð. vísir/ernir „Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur af strákunum fyrir að hafa klárað þetta. Þetta var alveg ótrúlega góður sigur hjá okkur,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Gróttu eftir sigur sinna manna gegn KA á Akureyri í kvöld. Einar sagði sína menn ekki hafa spilað vel í kvöld en hann var ánægður með karakterinn í sínu liði gegn flottu KA liði. „Að koma hérna í KA heimilið, fullt hús, frábær stemmning og taka tvo punkta. Það verður ekki mikið betra en það,“ bætti Einar við. KA menn leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14 – 10 og sagði Einar að allir í hans liði, bæði þjálfarar og leikmenn, hefðu verið óánægðir með nokkra hluti sem búið var að fara yfir. „Við vorum að gera hluti mjög illa, bæði í vörn og sókn og mér fannst menn laga það í seinni hálfleiknum. Vörnin var betri og Bjartur kom inn í síðari hálfleik algjörlega frábær og Hreiðar lokar markinu síðasta korterið eða svo,“ sagði Einar og bætti við: „Við vorum aðeins agaðri sóknarlega. Örugglega ekki flottasti sóknarleikur sem að sést hefur en við gerðum nóg og þá er ég sáttur.“ Bæði lið áttu erfitt með að halda boltanum innan sinna raða í upphafi síðari hálfleiks og sagði Einar það hafa farið í sig. Hann sagði það þó ekki hafa breyst mikið í síðari hálfleik. „Vörnin varð betri og svona jú þetta var nú aðeins skárra í seinni hálfleik sóknarlega en töpuðu boltarnir voru of margir en við unnum.“ Eins og Einar kom inn á var Hreiðar Levý drjúgur í síðari hálfleiknum og ekki síst á síðustu mínútu leiksins þegar hann varði þrjú skot í sömu sókninni. Spurður út í mikilvægi markmanns í hans gæðaflokki stóð ekki á svari. „Ég held að það sé nú bara mikilvægt fyrir öll lið að hafa góðan markmann í rammanum. Jovan var frábær hér í dag. Ég var nú að fara að skipta Hreiðari útaf þegar hann ákvað að loka búrinu og var frábær,“ sagði Einar og bætti við að Hreiðar væri vissulega stór hluti af Gróttu liðinu og væri búinn að vera frábær í vetur. Olís-deild karla Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
„Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur af strákunum fyrir að hafa klárað þetta. Þetta var alveg ótrúlega góður sigur hjá okkur,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Gróttu eftir sigur sinna manna gegn KA á Akureyri í kvöld. Einar sagði sína menn ekki hafa spilað vel í kvöld en hann var ánægður með karakterinn í sínu liði gegn flottu KA liði. „Að koma hérna í KA heimilið, fullt hús, frábær stemmning og taka tvo punkta. Það verður ekki mikið betra en það,“ bætti Einar við. KA menn leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14 – 10 og sagði Einar að allir í hans liði, bæði þjálfarar og leikmenn, hefðu verið óánægðir með nokkra hluti sem búið var að fara yfir. „Við vorum að gera hluti mjög illa, bæði í vörn og sókn og mér fannst menn laga það í seinni hálfleiknum. Vörnin var betri og Bjartur kom inn í síðari hálfleik algjörlega frábær og Hreiðar lokar markinu síðasta korterið eða svo,“ sagði Einar og bætti við: „Við vorum aðeins agaðri sóknarlega. Örugglega ekki flottasti sóknarleikur sem að sést hefur en við gerðum nóg og þá er ég sáttur.“ Bæði lið áttu erfitt með að halda boltanum innan sinna raða í upphafi síðari hálfleiks og sagði Einar það hafa farið í sig. Hann sagði það þó ekki hafa breyst mikið í síðari hálfleik. „Vörnin varð betri og svona jú þetta var nú aðeins skárra í seinni hálfleik sóknarlega en töpuðu boltarnir voru of margir en við unnum.“ Eins og Einar kom inn á var Hreiðar Levý drjúgur í síðari hálfleiknum og ekki síst á síðustu mínútu leiksins þegar hann varði þrjú skot í sömu sókninni. Spurður út í mikilvægi markmanns í hans gæðaflokki stóð ekki á svari. „Ég held að það sé nú bara mikilvægt fyrir öll lið að hafa góðan markmann í rammanum. Jovan var frábær hér í dag. Ég var nú að fara að skipta Hreiðari útaf þegar hann ákvað að loka búrinu og var frábær,“ sagði Einar og bætti við að Hreiðar væri vissulega stór hluti af Gróttu liðinu og væri búinn að vera frábær í vetur.
Olís-deild karla Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira