Fljótum við sofandi að feigðarósi? Björn Þorláksson skrifar 9. október 2018 07:00 Brýnt er að velta fyrir sér framlagi Íslendinga og stefnu til að sporna við hnattrænni hlýnun. Ef horft er til sviðs stjórnmálanna má spyrja hvers konar viðurlög og hvatakerfi eru æskilegust til að við verðum sjálfbært draumaþjóðfélag? Framtíðarsýn Evrópu er að draumaþjóðfélagið losi lítinn koltvísýring og umhverfisvæn hagkerfi myndi grunn að vellíðan almennings ásamt þrautseigum vistkerfum. Helstu áskoranir tengjast ósjálfbærum framleiðslu- og neyslukerfum og áhrifum þeirra til langs tíma á vistkerfi og heilsu manna. „Raunar eigum við erfitt með að skilja hugmyndina hvað það þýðir að lifa innan þolmarka plánetunnar. Það sem er hins vegar augljóst er að við verðum að breyta lykilkerfum á borð við samgöngu-, orku-, húsnæðis- og matvælakerfi ef við viljum breytingar til lengri tíma litið,“ sagði Hans Bruyninckx , framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Evrópu, þegar síðasta SOER-skýrsla um stöðu og horfur í umhverfismálum var kynnt. Ísland hefur alla burði að standa sig vel og leggja fram þekkingu til alþjóðasamstarfs um umhverfismál. Hitt er ljóst hvað okkar heimahlutskipti varðar að þótt nægt neysluvatn og ýmsir aðrir þættir séu okkur hagfelldir, þarf umpólun á ýmsum öðrum sviðum í meðvitund einstaklinga, fyrirtækja, atvinnulífs og stjórnmála gagnvart mikilvægi umhverfismála. Æska landsins virðist þó reiðubúin til að axla ábyrgð gagnvart losun gróðurhúsalofttegunda og öðrum ógnum sem steðja að veröldinni. Athygli hefur vakið að síðustu misseri hefur mátt sjá mikinn fjölda frétta þar sem börn eru leiðandi afl í umhverfismálum og vekja okkur hin sem eldri erum. Hvort við verðum nokkru sinni „draumaþjóðfélag“ er erfitt að segja. En það er mikilvægt að meðvitund barnanna okkar skerðist ekki vegna þess að við, „fullorðnir Íslendingar“, séum þeim ekki nægilega góð fyrirmynd í umhverfismálum. Lífsgæði og afkomumöguleikar okkar eigin barna eru undir. Í þeim efnum dugar ekki að fljóta sofandi að feigðarósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Brýnt er að velta fyrir sér framlagi Íslendinga og stefnu til að sporna við hnattrænni hlýnun. Ef horft er til sviðs stjórnmálanna má spyrja hvers konar viðurlög og hvatakerfi eru æskilegust til að við verðum sjálfbært draumaþjóðfélag? Framtíðarsýn Evrópu er að draumaþjóðfélagið losi lítinn koltvísýring og umhverfisvæn hagkerfi myndi grunn að vellíðan almennings ásamt þrautseigum vistkerfum. Helstu áskoranir tengjast ósjálfbærum framleiðslu- og neyslukerfum og áhrifum þeirra til langs tíma á vistkerfi og heilsu manna. „Raunar eigum við erfitt með að skilja hugmyndina hvað það þýðir að lifa innan þolmarka plánetunnar. Það sem er hins vegar augljóst er að við verðum að breyta lykilkerfum á borð við samgöngu-, orku-, húsnæðis- og matvælakerfi ef við viljum breytingar til lengri tíma litið,“ sagði Hans Bruyninckx , framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Evrópu, þegar síðasta SOER-skýrsla um stöðu og horfur í umhverfismálum var kynnt. Ísland hefur alla burði að standa sig vel og leggja fram þekkingu til alþjóðasamstarfs um umhverfismál. Hitt er ljóst hvað okkar heimahlutskipti varðar að þótt nægt neysluvatn og ýmsir aðrir þættir séu okkur hagfelldir, þarf umpólun á ýmsum öðrum sviðum í meðvitund einstaklinga, fyrirtækja, atvinnulífs og stjórnmála gagnvart mikilvægi umhverfismála. Æska landsins virðist þó reiðubúin til að axla ábyrgð gagnvart losun gróðurhúsalofttegunda og öðrum ógnum sem steðja að veröldinni. Athygli hefur vakið að síðustu misseri hefur mátt sjá mikinn fjölda frétta þar sem börn eru leiðandi afl í umhverfismálum og vekja okkur hin sem eldri erum. Hvort við verðum nokkru sinni „draumaþjóðfélag“ er erfitt að segja. En það er mikilvægt að meðvitund barnanna okkar skerðist ekki vegna þess að við, „fullorðnir Íslendingar“, séum þeim ekki nægilega góð fyrirmynd í umhverfismálum. Lífsgæði og afkomumöguleikar okkar eigin barna eru undir. Í þeim efnum dugar ekki að fljóta sofandi að feigðarósi.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun