Nikki Haley segir upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. október 2018 14:21 Nikki Haley hefur sagt starfi sínu hjá Sameinuðu þjóðunum lausu. Vísir/afp Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur sagt starfi sínu lausu. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er sagður hafa móttekið og samþykkt uppsögn hennar.Vefmiðilinn Axios greindi fyrst frá málinu og vísaði í tvo heimildarmenn innan veggja Hvíta hússins. Haley á að hafa rætt við forsetann í liðinni viku en ekki liggur fyrir hvenær hún segir formlega skilið við sendiherrastöðuna. Uppsögnin er sögð hafa komið mörgum háttsettum starfsmönnum Hvíta hússins á óvart. Haley hefur átt undir högg að sækja að undanförnu eftir að fréttir bárust af því að hún hafi þegið hið minnsta 7 ferðir í einkaþotum sem greiddar voru úr vösum auðmanna frá heimaríki hennar, Suður-Karólínu. Samtök sem berjast fyrir aukinni siðferðisvitund í bandarískum stjórnmálum hafa kallað eftir því að flugferðirnar verði rannsakaðar. Þau segja að með því að þiggja flugferðirnar hafi sendiherrann brotið siðareglur, sem kveða á um að opinberir starfsmenn megi ekki taka við gjöfum í tengslum við störf sín. Ekki er vitað á þessari stundu hvort að afsögn hennar tengist téðum flugferðum en upplýsingafulltrúi Hvíta hússins greindi frá því á Twitter að Haley og Trump muni funda síðar í dag. Fundur þeirra verður opinn blaðamönnum.Uppfært 15:05Trump sagði á fundinum að Haley hafi tjáð honum fyrir hálfu ári síðan að hún vildi taka sér frí frá sendiherrastörfunum. Forsetinn sagði að hún væri alltaf velkomin aftur og að hún mætti þá „velja sér það starf sem hún vildi“ meðan hann væri við stjórnvölinn. Haley gaf auk þess lítið fyrir vangaveltur þess efnis að hún hefði í hyggju að bjóða sig fram til forseta árið 2020.Big announcement with my friend Ambassador Nikki Haley in the Oval Office at 10:30am.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 9, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur sagt starfi sínu lausu. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er sagður hafa móttekið og samþykkt uppsögn hennar.Vefmiðilinn Axios greindi fyrst frá málinu og vísaði í tvo heimildarmenn innan veggja Hvíta hússins. Haley á að hafa rætt við forsetann í liðinni viku en ekki liggur fyrir hvenær hún segir formlega skilið við sendiherrastöðuna. Uppsögnin er sögð hafa komið mörgum háttsettum starfsmönnum Hvíta hússins á óvart. Haley hefur átt undir högg að sækja að undanförnu eftir að fréttir bárust af því að hún hafi þegið hið minnsta 7 ferðir í einkaþotum sem greiddar voru úr vösum auðmanna frá heimaríki hennar, Suður-Karólínu. Samtök sem berjast fyrir aukinni siðferðisvitund í bandarískum stjórnmálum hafa kallað eftir því að flugferðirnar verði rannsakaðar. Þau segja að með því að þiggja flugferðirnar hafi sendiherrann brotið siðareglur, sem kveða á um að opinberir starfsmenn megi ekki taka við gjöfum í tengslum við störf sín. Ekki er vitað á þessari stundu hvort að afsögn hennar tengist téðum flugferðum en upplýsingafulltrúi Hvíta hússins greindi frá því á Twitter að Haley og Trump muni funda síðar í dag. Fundur þeirra verður opinn blaðamönnum.Uppfært 15:05Trump sagði á fundinum að Haley hafi tjáð honum fyrir hálfu ári síðan að hún vildi taka sér frí frá sendiherrastörfunum. Forsetinn sagði að hún væri alltaf velkomin aftur og að hún mætti þá „velja sér það starf sem hún vildi“ meðan hann væri við stjórnvölinn. Haley gaf auk þess lítið fyrir vangaveltur þess efnis að hún hefði í hyggju að bjóða sig fram til forseta árið 2020.Big announcement with my friend Ambassador Nikki Haley in the Oval Office at 10:30am.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 9, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna